Fálkinn - 13.11.1937, Page 10
10
FÁLKINN
Nr. 466. Adamson og erfifjandi hans.
S k r í 11 u r.
— Tveimur tímnm :of seinn í mifí-
dagsmatinnl
— Já, en J'jaff var ekió' yfir mig,
góða.
— En það þarf ekki að taka tvo
tima!
— Afsakið, nágranni góður, eu
þjer vilduð víst ekki gera svo vel
að lána mjer sláttuvjelina yðar seinni
partinn l dag.
Prófessorinn: — Hundurinn hlýi-
ur að vera veikur. Jeg er búinn að
fara fram hjá 11 luktarstólpum án
þess að hann hafi stansað.
í tugthúsinu: Jeg er bara að
reyna að koma mjer fyrir eins ng
jeg vœri heima hjá mjer.
—- Það er ekki svo að skilja að
mjer líki vel hjerna. Jeg liangi
hjerna bara vcgna þess, að þá hefi
jeg von um að fá eftirlaun.
— Af hverju ertu aS gráta, Dengsi
minn?
— Jeg klemdi á mjer stóru tána
í rottiigildrunni.
— Æ, nltaf ert þú með nefið ofan
í öllu.
Hjónin ætluðu að hafa stórt sam-
kvæmi og frúin var talsvert óró og
hrædd um að ekki væri alt i lagi.
Hún var óvön að hafa samkvæm'i,
en nú átti hún von á mörgum tign-
um gestum. Stúlku hafði hún fengið
sjer til aðstoðar, en var ekki viss
um hve fær hún var og fór nú fram
i eldhúsið til þess að iíta yfir allan
viðbúnaðinn.
— Nú vantar ekkert nema kampa-
vinið, sagði frúin, — annars er vist
alt til.
— Það er þarna — jeg helli því i
krystalsflöskurnar líka!
Tollarinn við hóp af ærslafullum
stúdentum: — Hafið þið nokkrar
tolivörur meðferðis?
— Ekki nema nokkrar tungur.
— Má jeg fá að sjá þær?
Stúdentarnir reka ailir út úr sjer
tunguna.
— Tungurnar eru tollfrjálsar þeg-
ar þær eru fastar í skepnunum.
I Ameríku var inaður settur
í fangelsi af þvi að hann átti þrjór
konur.
— Var það talið refsing — eða fri’
í SAMKVÆMI: — Nú tókst illa
til fyrir mjer, fröken. Jeg sagði við
þennan kjánalega karl þarna hinu-
megin við borðið, að konan sem
sæti hjá honum væri eins og óupp-
lýst morð. Og svo var þetta konan
hans.
— Og hvað sagði pabbi við því?
Þú lifir og hrærist i þessaii
knattspyrnu. Jeg er viss um, að þu
manst ekki einu sinni giftingardag-
inn okkar.
— JÚ, það var daginn sem Skot-
arnir unnu landsliðið með 11 móti
einu.
- Jeg deili aldrei við heimskt
fólk.
— Það skil jeg vel. Þjer eruð vit-
anlega altaf sammála því.
— Voruð þjer á dansleiknum i
gær?
— Nei.
Það var leiðinlegt.
- Þá var gott að jeg var þar ekki.
Jeg sá tviburana lians Friðriks
í gær. Drengurinn er áins og ljós-
mynd af föður sínum.
— Já, og telpan eins og talmynd
af henni móður sinni.
Jónas litli hefir verið i l'yrsta
reikningstímanum í skólanum og
segir frá þegar hann keinur heim:
— Ef jeg hefi tvö epli og fæ tvö i
viðbót, þá á jeg fjögur epli.
— Já, segir móðir hans — en ef
þú átt þrjá banana og færð þrjá í
viðbót, hvað áttu þá marga banana?
— Við erum ekki komnir að
banönunum ennþá, svaraði Jónas.
Góða frú, viljið jijer gefa mjer
eina krónu, svo að jeg komist til
pabba og mömmu?
— Já. Iljerna er krónan, barnið
gott, en livar eru foreldrar þinir?
þau eru á bíó.
Hann: — Segið þjer mjer, ung-
frú Eva, gætuð þjer hugsað yður áð
giftast fábjána, þó að hann vœri
ríkur?
Ilún: Ja—ó. En þessi spurn-
ing kemur svo óvænt!
Lina á að gæta að fina sunnu-
riagskjólnum, sem hangir til þerris
við ofninn. Eftir dálitla stund kall-
ar hún til móður sinnar:
—• A jeg að snúa kjólnum við,
mamma. Hann er orðinn brúnn á
þeirri hliðinni sem snýr að ofnin-
um.