Fálkinn


Fálkinn - 01.02.1961, Page 6

Fálkinn - 01.02.1961, Page 6
ÞAVAR ALLT GULLS Það er slagveðursrigning og drunga- legt um að litast, er við knýjum dyra hjá Hafliða Guðmundssyni í Búð í Þykkvabæ, — blaðasnápar komnir langa vegu sunnan úr Reykjavík í efnisleit. Seppi liggur fram á lappir sínar í for- stofunni, nennti ekki að æsa sig upp, þótt hann heyrði í bifreið. Hafliði býður okkar óðara inn í stofu, og það líður ekki á löngu þar til talið berst að fortíðinni, — gömlu dögunum, sem þrátt fyrir baslið og erfiðleikana, verða bjartir í minningunni. — Jú, ég er fæddur hér, segir Haf- liði, hef eytt hér dögunum. 1914 byrj- aði ég að búa. — Hvernig var þá umhorfs hér í Þykkvabæ? — O, það var allt umlukt vötnum og ekkert hægt að komast nema með flutningum. Þessi hólmi var alveg af- markaður af vötnunum, og menn gátu ekki hreyft sig. Svona var þetta allt fram til 1923. Það varð að ferja allt yfir. Þó kom fyrir, að hægt var að sundríða. Menn lögðu í þetta, þótt erfitt væri, en það var óskaplegur elgur. Það var ekki lífvænlegt hér, fyrr en við losnuðum við vötnin, og barátt- an við þau er það, sem öðru fremur einkenndi líf fólksins hér áður fyrr. Það var annaðhvort að duga eða drep- ast, og fólkið varð að standa saman og vinna saman. Fyrir bragðið eru Þykkva- ■bæingar sennilega félagslyndari en al- mennt gerist. Flutningarnir, smala- mennska og allt þetta varð að gera sameiginlega, og það varð að gera þetta undir eins. Einstaklingurinn gat ekkert aðhafzt upp á eigin spýtur. Ég get nefnt til gamans, að flestir áttu býlin hér. Það vildi enginn eiga þetta. Faðir minn keypti jörðina hér rétt eftir aldamót- in fyrir 400 krónur, og þó voru á henni kvígildi. Þess ber þó að geta, að þá var allt gulls ígildi. — Var nokkur kvikfjárrækt? -—• Það áttu flestir nokkrar kindur. Við rákum í Holtamannaafrétt, en það var langt að reka, þetta 11 dagar hjá þeim, sem fyrstir fóru í þessa undan- reið, sem kallað var. — En sjósókn? — Jú, menn sóttu sjóinn dálítið, og það var töluvert í sjó að sækja hér. Menn komu oft ofan úr sveitum og lágu hér við, eins og tíðkaðist, þegar vel viðraði. Fiskiríið var töluvert búsí- lag. Það voru þetta 30 — 40 — 50 fiskar í hlut, og komust upp í 100 fiska. Fisk- urinn var saltaður og hertur. Hann var saltaður í tunnur og svo tekið upp úr, og þetta var ómetanlega góður fiskur. Stundum finnst mér, eins og ég hafi ekki bragðað almennilegan fisk síðan í gamla daga. — Var ekki erfið lending hér? — Jú, lendingin var það 'hættuleg- asta við sjósóknina, og hún fór fram með dálítið sérstæðum hætti. Það varð að láta skipin slá, eins og kallað var. Það var farið upp með kolluband, sem var fest við stefnið. Einn maður hafði það á handleggnum og hljóp um leið og skipið steytti og reyndi að komast upp í sandinn. í austurrúminu var ann- að band, svokallað hnútuband, og svo voru aðrir menn sem hugsuðu um að taka seiluböndin. Nú, skipið sló alltaf vestur og kom þvert. Það þurfti vissu- lega snör handtök við þetta. Allt gerð- ist í einni svipan, en menn kunnu þetta og voru samtaka. — Urðu oft slys við þrimlendingu? — 1894 varð sjóslys, drukknuðu tveir og einn slasaðist til bana. Tvö skip lögðu frá, en náðist í mennina með harðfengi miklu morguninn eftir, nema þá, sem áður er minnzt á. En skipin töpuðust, og eftir þetta lagðist niður útræði í 20 ár. Það byrjaði ekki aftur fyrr en 1910. — Svo við vendum okkur yfir í nú- tímann: Nú ræktið þið mest kartöfl- ur hér? — Já, og auk þess er töluvert kúa- bú. Ætli það séu ekki um 300 kýr hér með öllu og 2000 fjár. Það er eins með kartöfluræktina og annað hér: Hún er unnin í sameiningu. En að sjálfsögðu var ekkert hægt að rækta fyrr en búið var að ræsa. Enn er það sem sagt samtakamátturinn, sem gildir hér, og þó er viðhorfið allt annað nú en áður var. Breytingarnar hafa verið svo stórkostlegar á öllum sviðum. — Hefur fólkið breytzt líka? — Það er ekki laust við það. Hugs- unarhátturinn er orðinn allt annar. Hér áður fyrr byggðist allt á eigin verð- leikum. Allir komust af, sem nenntu að vinna. Nú er öldin önnur. Nú gera allir kröfur til annarra. Mér lízt ekkert á þá pólitík, og ég er hræddur um, að þetta læknist ekki, nema menn verði fyr- ir árekstrum, sem enginn óskar þó eftir. Ég get nefnt sem dæmi, að þegar ég var um fermingu, þá var ég rekinn af stað með poka á bakinu og varð að ganga suður yfir fjall í verið. Þetta varð maður að gera. Ætli þetta þætti ekki þokkaleg meðferð á unglingum nú á dögum? — Hvert fórstu þá? — Um tíma var ég í Melshúsum á Seltjarnarnesi og var það mjólkurpóst- Til vinstri á myndinni sést Hafliði Guðmundsson í Búð, en við hlið hon- um stendur Friðrik Friðriksson, kaupmaður og mikill athafna- og umsýslu- maður í Þykkvabæ. Friðrik hefur í fjöldamörg ár verið umboðsmaður Fálkans í Þykkvabæ. (Ljósm. Oddur Ólafsson). 6 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.