Fálkinn


Fálkinn - 01.02.1961, Page 7

Fálkinn - 01.02.1961, Page 7
ur. Ég var með fjórhjóla tík, sem á var kassi, er tók þetta 30—40 lítra. — Var þetta ekki erfitt starf? — Jú, það voru engir fastir kaup- endur, og maður varð að fara hús úr húsi og bjóða þetta. Nú, ef einhver vildi kaupa, þá var farið að mæla. Pottur- inn kostaði 18 aura, en þess ber að gæta, að kaupið á tímann var ekki nema 25 aurar, svo að mjólkin hefur verið dýr í þá daga engu síður en nú. Ég var þarna í tvö ár, 1902—3 og mjólkurpóst- ur í bæði skiptin. Það mætti segja mér. að eitthvað heyrðist í hreinlætispostul- unum, ef sami háttur væri nú hafður á mjólkursölunni. Stundum komu skútu- karlar inn, komu þetta kannski 12—14 í einu, svangir og þyrstir og keyptu mjólk, — slokruðu í sig úr málinu. Að því loknu fór maður í næsta hús. Þetta var hreinlætið! ■— Var ekki margt stórmenna á Sel- tjarnarnesinu á þessum tíma? — Ójú, þetta voru karlar í krapinu. vöknuðu um hádegið og fengu sér staup eftir matinn, — riðu síðan til Reykja- víkur og sátu á billjardinum á Hótel ísland allan liðlangan daginn. Þetta voru sannarlega karlar í krapinu, — en hún var ekki stór hún Reykjavík þá. Þarna vestur frá voru það Blómstur- vellir og síðan ekkert nema tún, að undanskildu Sauðagerði, sem voru smá horngrýtis kofar. Jú, svo var Það Kapla- skjól. Það voru ljótu grenin. Svei mér þá ef þau voru ekki verri en grenin hér í Þykkvabænum á þeim dögum. Skelfing voru þau ómerkileg. Nei, hún var ekki merkileg hún Reykjavík þá. Hún var ekki komin þá, þessi tækni og allar framfarirnar. Það eru undar- leg örlög, þegar maður fer að hugsa um það, að sennilega hefði þetta ekki komið, ef ekki hefði verið stríð. — Trúir þú á drauga, Hafliði? Hafliði hlær við og svarar: — Onei, ekki get ég nú sagt, að ég trúi á þá. En það voru náttúrlega draug- ar hér í gamla daga. Það var hér ein vofa, og var hálf leiðinleg, þar sem hún sló sér niður. Þetta var ung stúlka, sem hafði fyrirfarið sér í heift út af ástamálum. Systir hennar hafði víst tek- ið kærastann frá henni, eða eitthvað svoleiðis var það, og upp frá því ásótti hún skyldfólk sitt og fylgdi svo ættinni. Og það brást aldrei: Alltaf skyldi hún vera komin með árans óknyttina, og gerði hinn mesta óskunda. Hún var grá- klædd, með lítinn hvítan skýluklút og hvíta vettlinga, að því er sagt var. Þetta var upp úr aldamótunum, og sennilega er hún útdauð núna. Og þó .... — Kanntu ekki að segja frá einhverj- Frh. á bls. 34

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.