Fálkinn


Fálkinn - 01.02.1961, Page 12

Fálkinn - 01.02.1961, Page 12
LLA BROTNA BEIN A Á Knerri í Breiðuvík vestur liggur úngur maður í rekkju sinni og lætur illa í svefni. Maður kemur að honum í draumn- um, mikill sem tröll. Andlit þessa jöt- unmennis er hulið í skugganum af síð- um hetti og allur er maðurinn nokkuð voveiflegur. Dreymandinn róast nokk- uð eftir að hafa leitt gestinn augum nokkra stund og þykist í fullu jafn- vægi þegar hann heyrir manninn mæla: Viltú eiga kaup við mig og gerast minn maður. Ekki er fyrir það að synja, að gest- ur þessi hefur útlit fyrir að eiga nokk- uð undir sér; og það verður úr að hinn so'fandi maður kveður já við eftirleit- an hans. Þá skaltu gánga til fjalls í gil það er ég bendi þér á, segir draummaður og vísar til með fíngrinum, þar muntu hitta stein auðkennilegan og undir hon- um öxi þá, er þú skalt láta þér fylgi- sama verða, og mun þig þá ei fé skorta upp þaðan. Að svo mæltu er maðurinn allur á brottu. Eftir það liggur fletbúi og hef- ur brugðið blundi. Myrkrið fellur að hvílunni á allar síður; gesturinn dular- fulli er hvergi sjáanlegur; en hann hef- ur eftirlátið piltinum þann draum, er sækir að honum fram í dögun — og leíngi síðan. Hann var fæddur að Húsanesi í Breiðuvík. Foreldrar hans voru bjarg- álnafólk; faðir hans, Pétur, var upp- runninn í Hraunhrepp á Mýrum og hafði ráðizt í vinnumennsku til Orms ríka Þorleifssonar á Knerri, sem mjög var kunnur að auðsæld, búsýslu og harðdrægni um sína daga (sbr. „eing- inn er verri — en Ormur á Knerri“)- Þegar Pétur festi ráð sitt reyndist Orm- ur honum vel og dreingilega, byggði honum Húsanes og var jafnan síðan vinveittur þeim hjónum. Innan skamms varð þeim barna auðið, sonar og dótt- ur, er skírð voru Magnús og Sigríður. Þau hjón feingu ávallt hið bezta orð. Nú kom svo, að húsfreyjan í Húsa- nesi varð þúnguð í þriðja sinn. Svo bregður við að sögusagnir bregða á leik er að þessu atriði sögunnar kemur: konan var ekki mönnum sinnandi, en bar þó harm sinn í hljóði leingi vel. Samvistir þeirra hjóna voru hinar beztu, og afréð húsfreyja loks að segja bónda sínum allt af létta um sína hagi. Hún kvaðst með eingu móti geta unað hag sínum, nema hún feingi að bragða mannsblóð. Pétur bóndi var elskur að konu sinni. Hann lét það nú eftir henni að hann vakti sér dreyra á fæti og bergði hún þar af. Létti henni við þetta; en þá tóku við þau ósköp að hana tók að dreyma allskyns óhæfu, sem sögu- ritarar hafa veigrað sér við að festa á pappírinn. Verður þó ekki um þá sagt að þeir væru að jafnaði uppnæmir fyr- ir smámunum. Mælt er og, að húsfreyja hafi látið svo mælt um þessi vandræði sín, að barn það, er hún geingi með „myndi í einhverju bregða frá venjulegu mann- eðli, ef ei með öllu einhver óskapa- skepna“. Slíkar sögur voru uppi hafðar um uppruna Bjarnar Péturssonar. En 'hvað sem þeim leið, var pilturinn hinn mann- vænlegasti þegar hann kom í heiminn; og óx upp nokkra hríð í föðurgarði og dafnaði vel. Nú segja menn, að harðæri varð mik- ið. Fór þá Ormur ríki á Knerri til fund- ar við Pétur í Húsanesi og bauð hon- um barnfóstur. Bauðst hann til að taka af þeim hjónum annað eldri barnanna, en þau báðu hann heldur taka hið ýngsta, þar eð hin voru nokkuð á legg komin og tekin að snúast heima við. Varð úr að Ormur tók Björn heim með sér og tók við hann miklu ástfóstri. Ólst Björn nú upp að Knerri. Hann var „dulur maður og fálátur laung- um, en þótti nokkuð harðdrægur, ef því var að skipta“. — Frá tildrögum þess að Björn fór til Orms segja Þjóð- sögur Jóns Árnasonar með nokkuð öðr- um hætti, en hér mun ekki farið út í það. Ormur ríki átti son er Guðmundur hét. Hann var á aldur við Björn og tóku þeir í fyrstu leika saman og urðu Gesturinn dularfulli er hvergi sjáan- legur, en hann hefur eftirlátið piltinum þann draum, er sækir að honum síðan... FRÁSÖGN EFTIR ÞORSTEIN FRÁ HAMRI 12 FÁLKINN mátar og höfðu jafnan félag saman, er þeir stálpuðust. Er sagt, að Guðmund- ur temdi sér mjög glímur og aðra fim- leika, en vinnu sinnti hann lítt. Og nú er þar komið ævi Bjarnar, að honum bar í drauma eins og sagt er í upphafi þessa máls. Þjóðsögur geta einnig fleiri drauma hans sama eðlis. Það fylgir og sögunni, að Björn fann öxina og lét sér hana „fylgisama verða“. Hér skal eingum getum leitt að því, ( hvað svo hafi orkað á kenndir Bjarnar sem raun varð á upp úr þessu, enda mun torvelt að slá nokkru föstu um það. Þessvegna hefur alþýðan skapað » og fundið skýríngu í hinu klassíska for- lagatákni, draumvitruninni. En þegar hér er komið sögu, er því líkast sem einhver óstjórn hafi náð tökum á Birni, þótt hann e.t.v. bæri þess eingin ytri merki í dagfari. Eins og fyrr er sagt, var Ormur á Knerri stórauðugur að löndum og laus- um aurum. Sagt er að hann hefði 20 (sumir 30) kýr í fjósi og tvo nauta- menn til að annast fjósverk. Nú bar svo við, að Ormur lét annan nautamannanna stunda róðra einn vet- ur, en færði í tal við Björn, að hann tækist starf hans á hendur í fjósi. Björn varð fár við, en lét þó að orðum fóstra síns. Fór honum nautageymslan vel úr hendi, og voru skipti hans við sam- verkamanninn góð; sumir segja jafnvel að með þeim hafi verið dáleikar. Dag nokkurn kom Björn einn úr fjósi. Hann var spurður, hvar lagsmaður hans væri. Úti var hann þá ég fór inn, svaraði Björn. En svo leið kvöldið og nóttin að fjósa- maður kom ekkj, og varð hans ekki é vart upp frá því. Helzt var þess til getið, að hann hefði stytt sér aldur, og liðu nú tímar svo, að þessi atburður grófst nálega í • gleymsku um sinn. Ormur ríki gerðist aldurhníginn, og tók Guðmundur við búsforráðum eftir hann. Björn færði þá í tal við fóstra sinn, að hann vildi einnig hefja bú- skap og staðfestast. Lauk svo viðræðum þeirra, að Ormur hét að byggja hon- um lítið kot, það er Öxl er nefnt. Björn kvongaðist nú konu þeirri er Þórdís Ólafsdóttir hét og sögð var vinnu- kona að Knerri, tók síðan til húsagerð- ar í Öxl og reisti góðan bæ. Frá Knerri réðist til vistar með honum húskarl að nafni Magnús, en ekki hafði Björn fleiri hjúa. Byrjaðist honum vel búskapur- inn, enda var hann starfsmaður mikill þegar á reyndi. — Þjóðsögur kalla konu Bjarnar Steinunni, en hér er far- ið eftir skjallegri heimild.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.