Fálkinn


Fálkinn - 01.02.1961, Qupperneq 16

Fálkinn - 01.02.1961, Qupperneq 16
J) 4a(fMnA Önn LISTIN AÐ LÆRA DANS Það er nú orðið nokkuð langt um liðið síðan konan byrjaði fyrst að tala um það, að við hjónin færum í dans- tíma til að læra fagran fótaburð á dans- leikjum. Fyrst í stað varð ég sármóðg- aður, saup hveljur, en æsti mig svo upp og sagði, að ég hefði nú alltaf tal- ið mig fullfæran í dansi og vissi ekki betur, en það hefði nú einmitt verið einn af þeim kostum, sem hún sjálf hefði talið mig búinn, áður en við gift- um okkur. Ég viðurkenndi reyndar, að þessir allra nýjustu dansar væru máske dálítið framandi, en þegar maður hefði fengið ofboðlitla brjóstbirtu, þá væri nú ekki sá dans til, sem ekki væri hægt að gera sómasamleg skil. Ég hélt mig hafa kveðið þetta alveg niður hjá henni, en það var nú öðru nær. Nokkrum vikum síðar byrjaði hún aftur að ympra á þessu. í þetta sinn beitti ég annarri aðferð. Fyrst þóttist ég ekki heyra, hvað hún var að segja, grúfði mig bara ofan í blaðið, sem ég var að lesa og beið átekta. En það dugði ekki. Hún hélt nú áfram í nokkra daga og ég reyndi árangurslaust að humma þetta fram af mér. Að lokum gaf ég mig fyrir ofureflinu, enda var hún þá farin að telja upp ýmsa kunningja okk- ar, sem þegar væru byrjaðir að læra þessa fótaleikfimi. Hún lét svo innrita okkur hjá einum þessara ungu danskennara, sem eru á góðum vegi með að gera dans- kennslu að stór-atvinnuvegi eða kann- ske frekar hreyfingu. Við áttum svo að mæta í fyrsta tímann í vikunni, sem leið. Dagana fyrir hinn merka dag, spurði konan öðru hvoru, hvort ég hlakkaði ekki til. Ég þumbaðist við en svaraði fáu, enda fannst mér ég þurfa að þola mótlæti, en hafði ákveðið að taka þessu öllu með stakri rósemi. Sjálf duldi hún það ekki, að mikil gleðistund nálgaðist en ég gat ekki gert mér fulla grein fyrir því, hvort þetta var raun- veruleg tilhlökkun vegna væntanlegrar tilsagnar í dansi, eða ánægja með sig- urinn yfir eiginmanninum. Svo rann upp dagurinn og hann kom að kveldi. Ég fór í sparifötin og í nýju skóna. Sama gerði konan. Þegar við komum á staðinn, voru þegar mætt nokkur pör. í anddyrinu fór fólkið úr yfirhöfnunum og lagaði sig til. Og þarna var nú skrítið andrúmsloft. Konurnar horfðu hnarreistar og sigri hrósandi hver á aðra, en karlarnir kúrðu sig niður. Þeir vöruðust að horfast 1 augu hver við annan, en milli sín fundu þeir fara hlýja vináttustrauma, því þeir höfðu beðið sameiginlegan ósigur. Ég sá, að þessir menn höfðu mikil not fyrir ein- hverja uppörfun, og gaman hefði nú ver- ið-að geta rétt að þeim pelann, því það er einmitt Bakkus karlinn, sem stapp- ar stálinu í karlmennina, þegar svona stendur á fyrir þeim. Alltaf fjölgaði hjónunum og voru þau á öllum aldri, allt frá tvítugu til sex- tugs. Mér varð heldur rórra eftir því sem fjölgaði, því ég sá, að fleirj. höfðu gefið sig en ég. Nú var fólkið látið ganga í salinn., Danskennarinn byrjaði með því að ávarpa nemendur sína. Mér fannst hann nú taka full mikið upp í sig, því hann sagði beint út, að þótt sum okkar héldu, að við kynnum að dansa, þá væri það mesti misskilningur. Á langri dansævi hefðum við, hvert par fyrir sig, fundið upp okkar eigin kerfi, sem við notuðum við alla dansa, og nú væri það hans hlutverk að byrja á byrjuninni og kenna okkur allt upp á nýtt. Hana, laglega byrjaði það. Að hann skyldi ekki líka halda því fram, að maður kynni ekki að ganga og yrði því að leggjast á fjóra fætur og læra upp á nýtt! En þegar á tímann fór að líða, sá ég, að kennarinn hafði öldungis rétt fyrir sér. Jæja, nú voru lappir látnir standa fram úr skálmum og sparkið hófst: Einn, tveir, þrír, fjórir, aftur á bak og út á hlið. Síðan segulbandið í gang, og öll hersingin tók að etja kapp við hljóð- fallið, tautandi fyrir munni sér talningu á skrefunum. Svona hófst nú kennslan og þótti brátt sumum hún vera farin að gerast flókin. Mátti þá sjá margt spaugilegt. Nokkrar af eldrj valkyrjunum, sem kúskað höfðu karla sína út í þetta, virt- ust eiga erfiðast með að fóta sig í þessu nýja kerfi. Ég sá, að þær svitnuðu og hvítnuðu á víxl, skankarnir létu ekki að stjórn, og þær voru með stirðnuð vand- ræðabros á vörum. En karlar þeirra glottu laumulega, því þeir virtust kom- ast fyrr upp á lagið, jafnvel nú án hjálp- ar frá Bakkusi. í þessum átökum og fótagangi böggl- aðist mjög fín táin á dýrum, ítölskum skónij og margur eiginmaðurinn hlaut rispu á rist eftir oddhvassan hæl á sams konar skóm. En hæla má konunum fyrir það, að þær skyldu ekki missa fótanna á gljáfægðu gólfinu á þessum þveng- mjóu skóm sínum, þegar fótaleikfimin fór að verða flókin. Svo fór að lokum, að ég varð að við- urkenna fyrir konunni, að ég hafði af þessu öllu hina mestu skemmtun og sagði hreint út við hana, að hún ætti þakkir skilið fyrir framtakið. Daginn eftir danstímann var ég sí- fellt að æfa sporið, þegar ég var á gangi á götum úti. En mér varð nú hált því, því að ég felldi um koll aldraða konu á Skólavörðustígnum, þegar ég tók hliðarsporið í tangóinum.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.