Fálkinn - 01.02.1961, Blaðsíða 19
— Hefurðu komið til útlanda?
— Já, ég hef einu sinni komið til
Norðurlandanna. Það var nógu gaman
í þeirri ferð, en ætti að verða helmingi
ævintýralegra að fara alla leið til Mið-
jarðarhafsins.
— Ertu fædd og uppalin hér í
Þykkvabæ?
— Já, fædd hér og uppalin og kann
alveg prýðilega við mig. Ég ætla að
búa hér að minnsta kosti fyrst um sinn.
Ykkur finnst náttúrlega, eins og flestum,
ljótt hérna, en það er ekki að marka
á veturna og allra sízt í svona veðri.
Þið ættuð að vera hér á sumrin.
Við þáðum indælis kaffi og kökur
hjá þeim hjónum. Yfir borðum var
rætt um dýrtíðina og hvað það kostaði
nú á dögum að stofna heimili. Þau
hjónin töldu, að þeirra nýja heimili
liefði kostað ekki minna en fjörutíu
þúsund krónur, og hefur þó öllu verið
í hóf stillt. Þetta minnti okkur á, að
eitt dagblaðanna reiknaði út að nýtt
heimili með öllum þeim tækjum og út-
búnaði, sem með þarf, kostaði 80 þús-
und krónur. Og nú eru orðin nokkur ár
síðan!
Þannig leið dagurinn, og fyrr en varði
var tekið að dimma ískyggilega. Við
kvöddum ungu hjónin og óskuðum Gísl-
ínu góðrar ferðar og vonuðum, að hún
hefði einhverja ánægju af að reisa frá
Þykkvabænum til Miðjarðarhafsins.
til Miðjarðarhafsins
ratm FÁLKANS
Frá Þykkvabænum
til Miðjarðarhafs
Ung stúlka, María Hjálmarsdóttir, dró úr öllum þeim fjölda lausna, sem
barst við fyrstu verðlaunagetraun Fálkans. Myndin hér til vinstri sýnir,
er hún dró eina lausn úr bunkanum, en eigandi hennar reyndist vera Gíslína
Sigurbjartsdóttir í Þykkvabæ. Gíslína er útlærð ljósmóðir, útskrifaðist
héðan úr Reykjavík 1957.