Fálkinn - 01.02.1961, Page 22
Hér birtist allur
sannleikurinn um
Fjörefni fæðunnar
Allir eru á eitt sáttir um, að þeir,
sem vilja leggja rækt við heilsu sína,
þurfi að gera eitthvað til þess að afla
sér fjörefnaríkrar fæðu, þegar liða tek-
ur á veturinn.
Fjörefnin eru, sem kunnugt er, stór
hópur efna, sem við af hverju einstöku
þurfum aðeins örlítið magn af, oft að-
eins brot úr mg á dag. En þau geta
þó 'haft úrslitaáhrif á allt líf okkar,
mætti því nefna þau „smurolíu" líkam-
ans; vanti þau, stendur allt fast.
Allt fram til síðustu aldamóta og jafn-
vel lengur, voru þau lítt kunn, en nú
eykst þekking á þeim og tilgangi þeirra
dag frá degi og fleiri og fleiri líta
dagsins ljós.
Fái líkaminn að staðaldri of lítið af
einhverju fjörefni, koma fram fyrr eða
síðar ýmis hörgulsjúkdómseinkenni,
sem læknast aðeins með viðeigandi fjör-
efni. Sumir þessir sjúkdómar hafa verið
kunnir frá aldaöðli, eins og beinkröm
og skyrbjúgur.
Fjörefni finnast fyrst og fremst í jurt-
um. Er því jurtafæða mjög fjörefnaauð-
ug, ekki svo að skilja, að dýrafæða
sé algjörlega fjörefnasnauð, má t. d.
nefna feitan fisk, nautakjöt og egg.
í dag eru um 40 fjörefni þekkt, sem
eru okkur nauðsynleg, en sé þess gætt,
að fæðan innihaldi nægilegt magn af A,
B, C og D fjörefni, auk kalks, járns
og eggjahvítu, getum við verið örugg
um að fá nóg af hinum.
Við finnum til svengdar, þegar við
þurfum á að halda orkugefandi nær-
ingarefnum. Því er öðruvísi varið, sé
t. d. skortur á B-fjörvi, þá verðum við
lystarlaus, sem ekki bætir úr skák.
Nú er hægt að kaupa fjörefnapillur
í öllum lyfjabúðum, og því margir, sem
grípa til þess að nota þær og halda
að með því sé séð fyrir öllu. Er þó
mun betra að fá fjörefni í sínu rétta
umhverfi; þeim fylgja ætíð ýms oft
lítt kunn efni, sem við getum ekki
verið án, en sem ekki eru í pillunum,
auk þess sem þær eru oftast rándýrar.
A-fjörefni.
Sem betur fer er a-fjörefni í mörg-
um þeim fæðutegundum, sem við neyt-
um daglega. Við fáum a-fjörefni bæði
frá kjötverzluninni, fisksalanum og úr
mjólkurbúðinni. Einnig í mörgu því,
sem við kaupum hjá grænmetissalanum.
í þeirri fæðu, sem við neytum úr
dýraríkinu, þ. e. a. s. kjöti, fiski, mjólk-
urafurðum og eggjum, er A-fjörefnið
í tengslum við fitu. Nýmjólk, rjómi,
smjör, og feitur ostur eru A-fjörefna-
auðugust. f eggjum er A-fjörefnið í
eggjarauðunni, en það er úr feitum fisk-
tegundum, einkum þó síld, svo og úr
lifur og hrognum, sem við fáum mest
og ódýrasta A-fjörefnið.
Allir vita, að fisklifur er auðug af
D-fjörefni, en hún er einnig góður A-
fjörefnisgjafi, og hið sama má segja um
nauta-, svína- og kálfalifur, hvað A-fjör-
efni snertir.
í grænmeti er A-fjörefnið í sambandi
við hinn sterka, rauðgula lit, einkum
í gulrótum, svo og í öðru litarsterku
grænmeti, eins og grænkáli, spínati,
salati, blaðlauk og steinselju. Það er að
vísu ekki A-fjörefnið sjálft, heldur litar-
efnið karotin, sem líkami okkar breytir
svo í A-fjörefnið.
Á sumrin, þegar kýr og hænsni fá ný-
gresi, eru mjólkurafurðir og egg A-fjör-
efnisríkari en á veturna.
En hvaða áhif hefur það, ef fæðan
er of A-fjörefnissnauð? Slímhúðir lík-
amans veikjast, en af því leiðir, að
við höfum minni mótstöðu gagnvart
ýmsum smitandi sjúkdómum. Komizt
A-fjörefnisskorturinn á hátt stig, fer að
bera á náttblindu, og hjá börnum dreg-
ur úr vexti.
A-fjörefni þolir vel venjulega suðu,
gerilsneyðingu og niðursuðu, en fer að
nokkru leyti forgörðum við steikingu.
22 FÁLKINN