Fálkinn


Fálkinn - 01.02.1961, Side 25

Fálkinn - 01.02.1961, Side 25
VINIR í STÁLLUNGA í ríkinu Illinois í Bandaríkjunum er ungur, lamaður dreng- ur, sem liggur í stállunga, en er engu síður í stöðugu sam- bandi við 17 ára gamla stúlku í Þrándheimi. Anna heitir hún og er einnig lömuð og verður stundum að liggja í stál- lunga. Samt sem áður berast taréfin frá henni og Cliff þvert yfir Atlantshafið, bréf, sem þau bæði hafa skrifað með því að halda á blýanti með munninum. Það er dálítið sögulegt, hvernig þau komust í samband hvort við annað. Fyrir rúmu ári síðan skrifaði Arbeider- Avisa í Þrándheimi um hina hraustu Önnu, sem ár eftir ár hefur orðið að liggja lömuð á sjúkrahúsinu, en haldið léttri lund þrátt fyrir erfiðleikana og verið sannur ljósgeisli á sjúkrahúsinu. Anna getur aðeins hreyft höfuðið, litla fingur annarrar handar og ristina á vinstri fót. Hún hefur samt ekki gefizt upp í baráttunni við sjúkdóm sinn. Með munn- inum skrifar hún bréf, eins og áður er sagt, og teiknar meira að segja snotrustu teikningar! Frásögn blaðsins í Þrándheimi barst um allt landið og varð m. a. til þess, að kvennablað nokkurt skrifaði langa grein um hana. Ungur maður í Narvik las þessa grein af til- viljun. Hann hafði mikinn áhuga á útvarpsvirkjun og varði öllum tómstundum sínum til slíks. Á hverju kvöldi stóð hann í útvarpssambandi við menn um allan heim. Fyrir um ári síðan fékk hann skyndilega samband við mann í Illinois. Sá sem svaraði honum var enginn annar en Cliff, lamaði dreng- urinn í stállunganu, sem áður er minnzt á. Cliff hefur látið koma fyrir sendistöð við stállungað, og með þumalfingrinum, sem er hið eina, sem hann getur hreyft fyrir utan höfuðið, getur hann stjórnað tækinu. Útvarpsvirkinn í Narvik sagði Cliff frá því, sem hann hafði lesið um Önnu í kvennablaðinu. — Spurðu hana, hvort hún vilji skrifast á við mig, sagði Cliff. Útvarpsvirkinn skrifaði Önnu strax daginn eftir og Anna varð himinlifandi. Hvort hún vildi ekki skrifast á við Cliff! Þau voru jú ofurseld sömu örlögum og áttu flest sameigin- legt. Dag nokkurn komu bréf og myndir frá hinum unga Am- eríkumanni. Anna hóf þegar að læra ensku og hefur orðið vel ágengt á örstuttum tíma. Bréfin berast mjög títt milli þeirra yfir Atlantshafið. Cliff segir Önnu frá senditækinu sínu, sem geri honum kleift að hafa stuttbylgjusamband um allan heim. Enda þótt hann sé svo að segja fullkomlega lam- aður, fylgist hann með öllu, sem gerist og með aðstoð sendi- tækisins hefur hann eignazt vini út um allan heim. Bréfaviðskiptin hafa haft mjög uppörvandi áhrif á Önnu. Öðru hverju fær hún að fara af sjúkrahúsinu og heimsækja foreldra sína og systkini, og þótt ótrúlegt megi virðast kemur fyrir að hún fari í bíó. Léttlyndi hennar og lífsvilji hvetja aðra til þess að hjálpa henni og fyrir skömmu er hún byrjuð að læra frönsku. Við getum mikið lært af Önnu og Cliff. Hreysti þeirra sýnir okkur, sem heilbrigð erum, hversu óendanlega mikið við höfum til þess að gleðjast yfir. Efri myndin er af Önnu, þar sem hún er að skrifa pennavini sínum hinum megin á hnettinum. Cliff heitir hann (sjá neðri mynd) og er lofurseldur sömu örlögum og hún.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.