Fálkinn - 01.02.1961, Side 32
þjónustunni upplýsingar og þótti því
ekkert skrítið þótt hann hefði verið
skotinn með 7 mm skammbyssu af rúss-
neskri gerð.
Varla er liðið ár frá því, að Rússar
fóru að veita vesturþýzkum tannlækni
í Berlín nokkra athygli, þar eð lækn-
ingastofa hans var miðstöð andkomm-
únistiskra njósnara. SMERSH uppgötv-
aði, að tannlæknirinn var sérlega hrif-
inn af hollenzkum vindlum og einnig,
að hann fengi oftlega senda kassa frá
Amsterdam. Einn kassa þessara var opn-
aður, vindlingarnir eitraðir með fljót-
verkandi eitri og tæpum klukkutíma,
eftir að tannlæknirinn hafði móttekið
kassann, var hann liðið lík.
Sjö morð, sem framin voru í Austur-
ríki á árunum 1957—5, eru, samkvæmt
skoðun austurrisku ríkisstjórnarinnar,
verk SMERSH. Talið er, að 60 karl-
menn og 10 konur séu í Vínarborg á
vegum SMERSH og eru þau öll starfs-
menn rússneska sendiráðsins.
SMERSH misheppnast ekki oft, en þó
skeði eftirminnilegur atburður í Ástr-
alíu fyrir nokkrum árum. Rúss-
neska Petrov-fjölskyldan hafði starfað
lengi við sendiráðið — en í raun og
„Þú getur hœtt að koma frá og
með morgundeginum, Kristjana.“
32 FÁLKINN
veru voru Petrov-hjónin meðlimir
N.K.V.D., rússnesku leyniþjónustunnar.
Útsendarar SMERSH, sem að sjálfsögðu
njósna einnig um meðlimi leyniþjónust-
unnar, voru farnir að gruna hjónin og
skipuðu fjölskyldunni að hafa sig heim
til Sovétríkjanna.
Petrov sjálfum tókst að flýja og leit-
aði hælis hjá áströlskum yfirvöldum.
Frú Petrov var hins vegar ekki eins
heppin og var kyrrsett í sendiráðinu.
Nokkrum dögum síðar var hún flutt til
flugvallarins undir handleiðslu sjö
hraustra SMERSH-manna og reyndu
þeir að þvinga frúna til þess að fara upp
í flugvél og fljúga til Moskva. Ástralska
leynilögreglan var á staðnum og eftir
nokkur handalögmál heppnaðist henni
að frelsa frúna úr klóm landa hennar.
Petrov-fjölskyldan afhjúpaði síðar vel-
skipulagðan njósnahring, sem árum
saman hafði starfað í Ástralíu.
Eitt hlutverk SMERSH er að stofna
kommúnista„sellur“ og neðanjarðar-
hreyfingar í andkommúnistiskum lönd-
um. Lítill vafi er talinn leika á því, að
SMERSH hafi raunverulega staðið á bak
við mótmælagöngurnar gegn Banda-
ríkjamönnum í Japan í fyrra. — Eftir
heimsstyrjöldina sendu Rússar gríðar
marga diplómata, hernaðarsérfræðinga,
verzlunarsérfræðinga, verzlunarfulltrúa,
matreiðslumenn, bifreiðarstjóra og
einkaritara til sendiráðsins í Tokyo og
ræðismannsskrifstofa víðsvegar um
landið. Meðal þessa starfsliðs leyndust
60 starfsmenn SMERSH.
Skilyrðin fyrir hina rússnesku njósn-
ara voru hin erfiðustu um þetta leyti.
Rússarnir urðu að gæta sín bæði fyrir
bandarísku leyniþjónustunni og þeirri
japönsku. Nokkrum árum síðar heppn-
aðist þeim þó að koma á fót mjög vel
skipulögðum njósnahring, en þó sprakk
,,bomban“. Yuri Rastovorov ofursti,
næstæðsti maður njósnahringsins, varð
þreyttur á taugaáreynslunni og óskaði
sér, eins og Stryguine, langra lífdaga
og áhyggjulauss lífs. Auk þess var hann
einn af eftirlætismönnum Levrenti
Beria — og er hann var líflátinn, fannst
Rastovorov framtíð sín í töluverðri
haettu. Hann komst í samband við
leyniþjónustu Bandaríkjanna og lofaði
að afhjúpa njósnahring Rússa í Japan,
ef hann fengi landvistarleyfi í Banda-
ríkjunum, og nyti þar öryggis. 3 dögum
síðar samþykkti Washington tilboðið,
og Rastovorov hvarf eins og jörðin hefði
gleypt hann. Félagar hans í SMERSH
leituðu hans sem óðir menn um alla
Tokyo — og leitinni var ekki hætt fyrr
en fréttir bárust frá Washington þess
efnis, að hinn fyrrverandi foringi njósna
hringsins í Tokyo væri kominn þangað.
Afleiðing uppljóstrana Rastovorovs var
sú, að njósnahringurinn 1 Japan fór í
mola og 'heilmörgum Rússum var vísað
úr landi.
Nú upp á síðkastið hefur SMERSH
róið undir í Alsír, það sem þeir reyna
að halda bardögum áfram og beita alls-
konar undirferli til þess að æsa hverja
höndina upp á móti annarri. Nýjasta
tilboð de Gaulles hefur þó gert þeim
sérlega erfitt fyrir.
Franska leyniþjónustan upplýsir, að
í París muni vera ca. 40 manns, sem
starfa á vegum SMERSH. Einnig muni
nokkrir starfandi í helztu hafnarborgum
landsins. Frakkar hafa handtekið 11
slíka njósnara og vísað 22 úr landi frá
1953.
Þótt einhverjir 'heltist úr lestinni,
koma fljótt nýir í staðinn, og meðlimir
SMERSH eru ekki eingöngu sendiráðs-
starfsmenn, þeir eru einnig blaðamenn,
verzlunarmenn, sumir leynast meðal
flóttamanna, aðrir í röðum andkomm-
únistiskra hreyfinga. Á Spáni eru þeir
fjölmennir í hópi fyrrverandi nazista
og SS-manna, en Spánn hefur ekki
stjórnmálasamband við Sovétríkin, —
Uppreisnin í Ungverjalandi gaf
SMERSH prýðilegt tækifæri á að
smygla sínum mönnum vestur fyrir
járntjald án þess að nota sendiráðin.
Þúsundir ungverskra flóttamanna kom-
ust til Austurríkis — og meðal þeirra
voru margir meðlimir SMERSH. Voru
10 þeirra afhjúpaðir í Austurríki, Þýzka-
landi og Englandi. Þremur heppnaðist
að komast til Bandaríkjanna áður en
upp komst um þá.
SMERSH hefur einnig geysimikil á-
hrif í Sovétríkjunum sjálfum. Það var
SMERSH, sem velti Beria úr sessi og
lét lífláta hann ásamt mörgum af hans
fylgifiskum. Flestir höfðu álitið Beria
öruggan hvað sem á gengi. Um 200.000
manns voru í leynilögreglu hans og einn-
ig hafði hann yfir að ráða um hálfri
milljón hermanna. SMERSH gekk rösk-
lega til verks og á nákvæmlega sama
tíma alls staðar í Sovétríkjunum voru
stuðningsmenn Beria handteknir og
komu þeir engum vörnum við. Enginn
gat aðvarað annan.
Núverandi yfirmaður SMERSH er
Grubozschikov ofursti, sem stýrir þess-
ari stofnun með járnaga. Hin tvö höfuð-
hlutverk stofnunarinnar eru rækt með
dugnaði og ofstæki, sem á engan sinn
líka á Vesturlöndum. Sovétríkin vinna
hvern stórsigurinn á fætur öðrum í
kalda stríðinu — nú nýlega frestun á
(heímsókn Efisenhovers tfl Tokyo —
þökk sé gagnnjósnurunum. SMERSH
verður að deila heiðrinum af þessum
vinningi svo og öðrum sigrum kalda
stríðsins með rússnesku leynilögregl-
unni. SMERSH er þó eitt um annað höf-
uðhlutverk sitt: Stöðuga gæzlu sendi-
manna leynilögreglunnar og diplómat-
anna. Eins og áður er sagt, eru þeir ekki
margir, sem sleppa undan SMERSH.
Svo virðist sem nokkurra umbrota
gæti í Sovétríkjunum og er þess ef til
vill að vænta, að breytingar eigi sér
stað í Kreml í náinni framtíð. Reyndar
er þetta ágizkun, en tíminn sker úr um
hvort þetta á við rök að styðjast. En
verði einhverjar breytingar á æðstu
stöðum, verður fróðlegt að vita, hvort
SMERSH heldur valdastöðu sinni.
★