Fálkinn


Fálkinn - 01.02.1961, Blaðsíða 34

Fálkinn - 01.02.1961, Blaðsíða 34
Illa brotna bein - Framh. af bls. 21. leitað, virðist hún eingar sakir hafa ját- að á sig né 'heldur sætt refsíngu. Verð- ur því að líta á hlutdeild hennar sem grun manna og orðróm einn, þótt ekki verði hjá komizt að álíta að hún hafi verið í vitorði með Birni, svo ekki sé meira sagt. Þetta vor dæmdi sýslumaður Björn til dauða og var dómurinn staðfestur af lögmanni, Jóni Jónssyni Svalberð- íngs, Magnússonar. (Hann var bróðir Staðarhóls-Páls, Magnúsar í Ögri, Sig- urðar á Reynistað o. fl.). Þjóðsögur telja og konu Bjarnar dæmda til dauða um leið en aftökunni hafi verið frestað vegna þúnga hennar, en það eru stað- lausir stafir einsog drepið hefur verið á. Þær vita heldur ekkert um Boch sýslumann, og er því líkast að Guðmund- ur Ormsson gegni hlutverki sýslumanns unz lögmaður kemur til, samkvæmt þeim. Axlar-Björn, frægasti morðíngi á ís- landi, var nú færður til aftöku á Laug- arbrekkuþíngi, og hefur sú athöfn orðið ærið ræmd um dagana. Björn varð harðmannlega við dauða sínum. Ólafur hét frændi Bjarnar, er sagt er að hafi innt af höndum böðulshlutverk- ið. Fyrst voru útlimir Bjarnar brotnir með sleggjum. Er í frásögur fært að hann viknaði ekki, en mælti glottandi: Illa brotna bein á huldu, Ólafur frændi. Síðan var Björn afhöfðaður og hlut- aður og hlutirnir festir upp á steingur. Hann dó iðrunarlaust. — Enn bæta sagnir við, að hann hafi verið klipinn 9 klip með glóandi taungum, og einhver kvalaþorsti hefur valdið því, að aftak- an hefur verið ýkt enn meira á síð- ari tímum. Mælt er, að kona Bjarnar væri við- stödd, er hann var limaður, og þetta haft eftir henni: Smásaxast á limina hans Björns míns. Sumir segja og, að hún hafi bætt við: Þessi mun hefna — og klappaði á líf sér um leið. Slíkar og þvílíkar urðu sagnir manna varð- andi ummæli þessara illræmdu hjóna, og eru þó ekki allar tilfærðar hér. Axlar-Björn var dysjaður við túnið á Laugarbrekku, þar sem heitir Laugar- holt. Dysin er úr grjóti og grasi vaxin neðan og heitir enn í dag Axlar-Bjarn- ardys. Lýsíngin á aftökuaðferðinni hefur verið vefengd og mun hún ekki vera í samræmi við lagasetníngar um refs- íngar á þessum tíma hér á landi; má a.m.k. búast við að hún sé orðum auk- in. Móti því mælir þó hitt, hve heim- ildin er gömul: Björn á Skarðsá hefur aftöku Bjarnar með þessum hætti í annál sínum, þ.e.a.s. fyrri utan tánga- klipin, en hann var 22ja ára þegar Axlar-Björn var líflátinn, og var þá á 34 f’álkinn Reynistað hjá Sigurði, bróður Jóns lög- manns, er staðfesti dóminn yfir Birni. Þórdís Ólafsdóttir, kona Bjarnar, mun hafa verið í umsjá sýslumanns, án þess þó að vera í varðhaldi, og leið nú fram til alþíngis þetta sumar. Þá er skráður svohljóðandi alþíngisdómur: „Anno 1596 dómur af allri lögrett- unni um konu Manndrápa-Björns. Beiddist Kastian Boch dóms og ráða um þá konu Þórdísi Ólafsdóttur, er átt hafði Björn Pétursson, vegna þeirra fá- heyrðu morða, sem sami Björn hafði meðkennzt. Dæmdist af allri lögrétt- unni: í fyrstu hafði þessi maður Björn réttaður verið eftir lögmáli. Virtist þeim réttast, að Kastian nefndi til 12 menn skynsama og ráðvanda, hálfpart konur og karla, það fyrsta hann kemur heim í sveit, hverir að sverja skyldu, hvort þeim líklegra þætti, að hún sökuð eður saklaus yrði af áður sögðum morðum, og gangi síðan eftir dómi góðra manna, og svo rétt tekin til fanga“. Samt hafa eingin úrslit orðið á mál- um Þórdísar samkvæmt þessu alþíngis- áliti, því að sumarið eftir, 1597, kemur Kastían Boch enn með þau til þíngs; er honum þar enn dæmt að leita eftir „hvort hún væri nokkuð sökuð í þess- um málum eður ei enn af nýju, og ef svo er, að nokkuð bevísist, að hún hafi sig í þeim vandræðum vafið . .. ., þá dæmum vér henni refsíng og straff eftir því prófi. En bevísist ekki upp á hana öðruvísi en nú hefur fram fyrir oss komið, þá kunnum vér 'henni ekki refsíng að dæma“. Eftir þetta getur málsins ekki í Al- þíngisbókum, og Þórdís hverfur úr sög- unni, svo við vitum ekki um örlög henn- ar. Víst er, að hún hefur ekki verið tekin af lífi og hefur líklega aldrei sannazt á hana sök. En áður er þess getið, að hún var með barni, er Björn var tekinn af. Er hún varð léttari fæddi hún sveinbarn; var sveinninn hinn fríðasti sýnum og glóbjartur á hár; hann var skírður Sveinn, og ekki örvænt að hann komi við sögu síðar. (Hér hefur að mestu, einkum fram- an til, verið lögð til grundvallar frá- saga Gísla Konráðssonar af Axlar-Birni, enda mun hún heillegust. Þjóðsögur Jóns Árnasonar segja frá Birni með svipuðum hætti, og er missagnanna get- ið hér í flestum tilfellum. Innsta kjarna Axlar-Bjarnarsögu er að finna í annál- um Bjarnar á Skarðsá, Fitja-annál, Set- bergsannál, Árbókum Espólíns og Al- þingisbókum, en utan um hann tvinn- ast síðan óspart reyfarasagnir á borð við draumsögurnar og orðtök Axlar- hjóna. Hér hefur saga Bjarnar hins veg- ar verið leiðrétt samkvæmt því sem gögn leyfa (t. d. varðandi Þórdísi o. fl.), en því tjaldað sem til er þar sem hvorki verður stutt né hrakið). ★ Þá var allt... Framh. af bls. 7. um af þessum gömlu, góðu draugum? — Jú, Írafells-Móra. Það held ég að hann hafi komið hingað, helvítis strák- urinn. Ég man alltaf eftir því, þegar folaldið drapst hjá honum séra Ólafi Finnssyni. Það var komið fram á vetur og verið að moka út fjósið. Folaldið, sem var kópalið, var úti að leika sér, en var síðan látið inn. Skömmu síðar kemur séra Ólafur inn í fjósið, og þá liggur folaldið þar steindautt. Það þurfti ekki að leita orsakanna að því, mikil ósköp! — Segðu okkur að lokum, hvað þér er efst í huga, þegar þú lítur yfir far- inn veg. — Ja, ég er nú búinn að gleyma hörmungunum og vosbúðinni og kann ekki að meta lífsþægindin, eins og Þau eru nú. Ekki óska ég neinum þess, að erfiðir tímar komi aftur. Lífsskilyrðin og lífsviðhorfið hefur gjörbreytzt og ekkert við það að athuga. En mann- dómurinn má ekki hverfa. Án 'hans er voðinn vís .... Barbara Hutton - Frh. af bls. 15 skorin upp á sjúkrahúsinu í Bern. Á næstu árum var hún alls skorin upp sjö sinnum. Læknunum kom ekki sam- an um hvað að henni gengi og sumir töldu jafnvel, að allir uppskurðir hefðu verið óþarfir! En prinsinn varð leiður á þessum veikindum hennar, skildi við hana og fékk hálfa milljón fyrir ómakið. Til endurgjalds lýsti Barbara því opin- berlega yfir, að hann væri ekki aðeins leiðinlegasti heldur einnig dónalegasti maður, sem hún hefði fyrir hitt. Barbara Hutton gifti sig tvisvar sinn- um til viðbótar. Eiginmaður nr. fimm var fjárhættuspilari, sem hafði stórtap- að og þurfti að bæta sér upp tjónið. Hjónaband þeirra stóð í 73 daga. í sjötta skiptið giftist hún barón að nafni von Cramm. Þetta var vænsti maður, en hann gat ekki sætt sig við hið rót- lausa líf, sem Barbara hafði vanizt. Þau skildu, en hann vildi ekki fá grænan eyri. Von Cramm er sá af eiginmönn- um Barböru, sem hún talar bezt um ... Það er ekki að undra, þótt menn brosi að rótlausa lífi Barböru Hutton, eilífum giftingum hennar og ævintýrum. En ævisaga hennar, sem hér að framan hefur verið rakin mjög stuttlega, er þó athyglisverð um margt. Hún sýnir okk- ur, svo að ekki verður dregið í efa, að hamingjan er ekki fólgin í milljónum dollara, Hún er sem betur fer annað og meira, — hafin yfir það, sem mölur og ryð fá grandað.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.