Fálkinn - 15.02.1961, Side 7
FIRÐI
stiórnmál til sín taka og er hinn merk-
asti maður.
Nú, við lærðum þarna af mesta kappi
og flugum ýmsum gerðum flugvéla. Ég
minnist þess, hve kalt var að fljúga
í opnum flugvélum í 40 stiga frosti á
Celsíus. Maður hafði húfu niður að aug-
um og stór flugmannsgleraugu og trefil
fyrir niðurandlitinu, því annars hefði
andlitið kalið. Þarna æfðum við okkur
í ýmsu, m. a. á því að lenda flugvél
á skíðum. Vorið 1942 tók ég síðan at-
vinnuflugmannspróf hjá Department of
Transport.
HJÁ KONUNGLEGA
KANADÍSKA FLUGHERNUM.
Að prófinu loknu réðumst við Sigurð-
ur Ólafsson til R.C.A.F., Konunglega
kanadíska flughersins. Við fórum til
borgarinnar Regina í Sask. og byrjuð-
um á því að fara á námskeið í sigl-
ingafræði. Ennfremur lærðum við
sprengjukast og fleira hernaðarlegs eðl-
is — tókum próf seint um sumarið og
fórum þegar að fljúga. Ég flaug ein-
göngu með menn, sem verið var að
þjálfa í siglingafræði og sprengjukasti.
Tækin, sem við höfðum, voru þau nýj-
ustu, sem þá voru í notkun og þetta var
geysilega spennandi. Við höfðum ávallt
11 eld- og reyksprengjur með í hverri
ferð. Æft var jafnt að nóttu sem degi,
og voru venjulega farnar tvær ferðir
á nóttu.
Eina nóttina áttum við að hæfa skot-
mark, sem var langt norður í skógun-
um. Við lögðum upp, eitthvað þrjátíu
flugvélar frá flugvellinum í Regina rétt
um miðnætti og flugum í 10 þúsund
feta hæð. Þetta var að hausti og mjög
dimmt. Er við höfðum flogið nokkuð
norður eftir, gerði þokuslæðing og slæmt
skyggni. Við komum auga á ljós, sem
vel gátu verið skotmarkið. Samt voru
menn ekki vissir og við töluðum mikið
um þetta bæði í flugvélunum og milli
þeirra í talstöðvum. Nokkrir hættu að
kasta sprengjunum, einir fimm held
ég, en hinir renndu sér yfir og sprengj-
urnar féllu hver af annarri. Okkur brá
í brún, er við sáum dagblöðin morg-
uninn eftir. Það sem flestir höfðu álit-
ið skotmark, var upplýstur danspallur,
sem fólk úr nágrenninu hafði komið
upp. Er sprengjukastið hófst, flýði hver
sem betur gat út í skóginn, en þar var
hvergi öruggt skýli, því sprengjurnar
féllu margar utan við pallinn. Fjöldi
manns slasaðizt og einn beið bana
samstundis. Þetta var mikil óheppni.
Síðar kom í ljós, að danspallurinn var
inni á bannsvæði og stutt frá skotmark-
inu, en sorglegt var þetta, eigi að síður.
Vorið 1943 auglýsti flugherinn eftir
sjálfboðaliðum til að fara til Peerce í
Alberta. Sá staður var langt frá nokk-
urri borg og því ekki ráðlegt að láta
fjölskyldumenn fara þangað. Við Sig-
urður vorum lausir og liðugir og ekk-
ert á móti því að kanna nýjar slóðir.
Þarna var þjálfunarstöð fyrir áhafnir
flughersins og m. a. æft á stuttum flug-
brautum. Við flugum víða um, fórum
langt norður eftir og stundum sáum
við olíueldana í Turner Valley og not-
uðum þá fyrir vita. Einu sinni á æfinga-
flugi kviknaði í flugvélinni. Við vorum
fimm um borð. Ég lenti vélinni á litl-
um grasvelli við Pennhold, smábæ þarna
í nágrenninu. Ekki vorum við fyrr lent-
ir, en út snaraðist borðalagður officeri
og hundskammaði mig fyrir að leyfa
reykingar í flugvélinni. Það hafði nefni-
lega dottið sígaretta niður í „botn“ á
vélinni og kviknaði í dúknum.
AFTUR TIL WINNIPEG.
Eftir nokkurn tíma þarna vesturfrá,
var ákveðið að leggja skólann niður.
Við Sigurður fórum þá aftur til Winni-
peg og byrjuðum að kenna við Air Ob-
server School.
Nokkru síðar barst okkur skeyti frá
Flugfélagi íslands, þess efnis, að nú
vantaði flugmann. Það varð að sam-
Framh. á bls. 30.
Rætt við Jóhannes Snorrason, flugstjóra
FÁLKINN 7