Fálkinn - 15.02.1961, Blaðsíða 8
ÞORSTEINN
JÓNSSON
FRÁ HAMRI:
Frost og kuldi kvelja þjóð —
koma nú sjaldan árin góð.
Þetta kvæðisbrot er eitt af mörgum
kveinstöfum þeirrar kynslóðar á íslandi
sem lifði kríngum aldamótin 1600,
timabil sem ekki átti sinn líka um eymd
og volæði síðan Svartidauði geisaði.
Þessi píslarár hófust fyrir alvöru
veturinn 1600—1601. Á Magnúsmessu
fyrir jól þann vetur var sólmyrkvi og
með þeim degi brá til harðinda svo um
munaði. Sá vetur var síðan kallaður
Lurkur. „Hestar frusu þá til bana með
dægri“, segir Jón Espólín í Árbókum.
Skepnufellir var mikill og í kjölfar þessa
vetur fylgdi grasleysi og hafísar. Næsti
vetur eftir (1601—1602) var kallaður
Píníngarvetur og gekk yfir með svipuð-
um hætti; fylgdi mannfall mikið af sótt-
um og húngri. Þriðja veturinn (1602—
1603) „varð mannfall mikið af fátæku
fólki af sulti um allt ísland.“ Bæir
eyddust og blóðsótt drap fólk tugum
saman í hverri sókn. Fjórði veturinn
var kallaður Eymdarár; var ekkert lát
á harðindunum og blóðsóttin óð yfir;
hafís kom og um vorið. Talið var þá
að á þessum þremur harðærisárum hefðu
dáið átta hundruð fátækra förumanna,
en níu þúsundir manna yfir landið allt.
Fimmti veturinn (1604—1605) var enn
allharður, en uppúr því linnti þessum
fádæmum. Verður ekki í tölum talið
hve ægileg eftirköst þjóðin hlaut, hve
dugur allur hjaðnaði hröðum skrefum.
Þjóðin var niðurnídd — og var hagur
hennar þó eingan veginn góður fyrir.
Ofaná þetta bættist danskt ok. „En svo
mikil fávizka var þá með mörgum al-
múga um andlega hluti og þánkaleysi
um annað en vanann einan, að eigi
mundu menn eða varla trúa á vorum
dögum“, segir Espólín. Alls staðar blöstu
við tákn og fyrirmæli um að sýna auð-
mýkt, trú og hlýðni frammi fyrir huld-
um eða jarðneskum höfuðskepnum: gír-
ugir valdsmenn með böðla við hlið, sult-
urinn og barsmíðarnar, guð og satan
og ekki sízt bæklingar Guðbrands bisk-
ups um hreinsunareldinn, síðasta dóm,
helvíti o. s. frv. Úngur sem gamall laut
höfði í seyrunni.
Það var mörg manneskjan soltin á
ferli þessi ár.
★
Um Vesturland ferðast kona með úng
börn sín tvö, stúlku og pilt. Hann er
þeirra ýngri, fríður sýnum og glóbjart-
ur á hár.
Þessari fjölskyldu er óvíða vel tekið.
Öllu oftar er hreytt í þau skætíngi og
illyrðum og margir kjamsa á ófögrum
söguburði: Hún er morðíngi, — og henn-
ar ektamaður var margfaldur morðíngi
.. . Sagt er þau hafi drepið 18 manns.
Hún slapp við straff fyrir það hún var
ólétt að stráknum. Betur að þetta hyski
væri brennt og steglt. Guð varðveiti öll
sín börn.
Lurkur og Píningsvetur nísta horað-
ar barnakjúkur.
A
Þess var getið í þætti Axlar-Bjarnar
að Þórdís, ekkja hans, var þúnguð er
hann var líflátinn 1596; ól hún son er
skírður var Sveinn. Þótt raunar sé lítið
um Þórdísi vitað framyfir það sem þar
er rakið, telja menn sennilegt að árin
á eftir hafi hún ferðazt vestur um land
og dvalizt eitthvað á Vestfjarðakjálkan-
um, líklega ísafirði. — Barbara dóttir
þeirra Bjarnar kemur að sagt er fram
á Barðaströnd fimm áratugum síðar,
og má vera að hún hafi alið aldur sinn
þar. Þjóðsögur herma að Þórdis hafi
ásamt Sveini dvalizt um hríð í Svart-
árdal í Húnaþíngi á bæ þeim er Skotta-
staðir heita, en það mun að líkindum
vera ímynduð skýring á viðurnefni son-
ar hennar: hann var er hann stálpaðist
kallaður skotti. En hann hóf úngur þá
iðju sem kölluð var landhlaup og flakk;
hann skottaðist um einsog kvendraug-
arnir og tóan.
Sveinn var snemma kenndur við ó-
knytti, en þótt erfðir komi þar ef til viil
til greina, mætti geta sér til um og
hugleiða uppvöxt Sveins og atlæti það
er hann hefur búið við. Axlar-Björn
vakti ótta og viðbjóð hvenær sem nafn
hans bar á góma, enda skammt liðið
frá hryðjuverkum hans; og samkvæmt
þeirri meðferð sem börn almennast
sættu á þessum tíma, hefur Sveinn
skotti hlotið að gjalda uppruna síns ekki
síður en margur sem annars og meira
þótti verður.
★
Sagt er að Sveinn hafi að fullu gerzt
umrenningur innan tvítugs; fór hann
víða um land, varð snemma alræmdur
flagari og gat börn allvíða. „Mjög ófræg-
ur um allar sveitir af ýmsum skammar-
verkum“. Mest eru sagnir af Sveini þó
teingdar við Vestur- og Norðurland, og
bendir flest til að hann hafi mest um
garða geingið í ísafjarðarsýslu. Ein-
hverntíma kom hann við í Hornarfirð-
inum, því þar var hann lýstur faðir að
barni. Það var skírt Gísli; var Gísli sá
auknefndur hrókur síðar.
Margar ófagrar sögur hafa verið á
gángi um Svein og eru sumar þeirra
ósviknar hryllingssögur. Verða á þeim
litlar reiður hentar, og verða ýmsar
þeirra utanveltu hér. En nú skal sögð
ein glettin saga af hnupli hans:
Eitt sinn kom Sveinn á bæ nokkurn
vesturí Arnarfjarðardölum. — Eingja-
sláttur stóð yfir og var heimilisfólk við
heyannir á eingjum, en nokkur börn
gættu bæjarins. Þau voru að leik; en
Skotti laumaðist í búrið án vitundar
þeirra og fyllti poka sinn af ýmsu mat-
arkyns, helzt því er mest góðgæti var.
Að því loknu tók hann börnin tali,
gæddi sér jafnframt á feing sínum og
rétti börnunum bita og bita. Börnin
urðu þakklát og sögðu við Svein að
skilnaði: Guð drýgi í pokanum þínum,
Sveinn minn!
Hann þarf þess ekki; ég get það sjálf-
ur, svaraði Sveinn.
★
Jón hét maður, er kallaður var Sýju-
son; „hann tamdi sér galdur og aðra
illmennsku“.
Á ofanverðum flækingsdögum Sveins
skotta flakkaði Jón þessi um Vestfirði,
að mælt er. Lögðu þeir Sveinn lag sam-
an alllanga hríð, og lá það orð á að
þeir stælu í sameiningu fé manna af
afréttum og hefðu fleira óknyttasamt
að.
Jón var mikið grunaður um fjöl-
kynngi, og sú saga er til um Svein,
að hann hafi numið þau fræði af Jóni,
er dygðu honum til þess að honum
héldu hvorki bönd né snara, ef hann
væri tekinn til fánga.
Hversu leingi þessi félagsskapur stóð,
geta menn ekki um, en fyrir miðja
öldina kemur Jón við sögu undir Jökli.
Þá varð hann sekur um barneign með
fósturdóttur sinni, en þrætti jafnan fyr-
ir. Hann var tekinn af lífi á Alþíngi
Hér segir frá Sveini skotta, syni
Axlar-Bjarnar, sem gerðist ungur
umrenningur og stundaði ýmsa óknytti
8 FÁLKINN