Fálkinn - 15.02.1961, Page 9
hrökklaðist Sveinn vestur fyrir Vatns-
skarð og tók að iðka venjur sínar í
Húnavatnsþingi. Fór hann yfir með
stuldum, hrekkjum og ofbeldi við kon-
ur; er orðlagt hversu illyrtur hann var
við menn og siðlaus í hvívetna, ekki
sízt það er varðaði „guðlega hluti“.
Magnús hét prestur Einarsson prests
frá Myrká; hann bjó að Undirfelli í
Vatnsdal, kvæntur var hann konu þeirri
er Oddný hét og var Einarsdóttir, væn
kona. Sveinn komst eitt sinn í námunda
við prestskonuna og reyndi að taka
hana nauðuga, en svo vildi til að hún
gat kallað á aðra konu til hjálpar sér.
Komu nú menn til og tóku Svein. Veittu
Vatnsdælir honum eftirminnilega ráðn-
íngu, og er sagt að þeir hafi flæmt hann
úr dalnum með svipum.
★
Sumarið 1746 var Sveinn skotti færð-
ur til Alþíngis, og skrifaði Brynjólfur
biskup Sveinsson af því tilefni bréf,
sem enn er varðveitt og hefur þótt
merkilegt. Á því má m. a. sjá, að Sveinn
hefur verið sakaður í og með um með-
ferð galdurs. Það er svohljóðandi:
„Friður guðs, sá hærri er öllum skiln-
ingi, varðveiti vor hjörtu og hugskot
í Christo Jesu vorum herra. — Hér með
heilsa ég konunglegrar maiestets full-
mektugum fógeta yfir íslandi, lögmönn-
um báðum og allri lögréttu, bjóðandi
þeim öllum og sérhverjum skylduga
virðing, hollustu og vinskap í öllu
kristilegu, tilbærilegu, náunglegu. —
Vitið, góðir herrar, og gunstugir vinir,
að þessi aum og fáráð manneskja,Sveinn
Björnsson, er nú hingað kominn í guðs
auglit og guðhræddra yfirdómara, allra
helzt og sérdeilis hingað fram fluttur
undir veraldlegs valds leiðrétting af
kristilegri kirkju, í móti sjálfs síns vilja
og ásetningi, hver kristileg kirkja um
það kvartar og kærir fyrir yður, guðs
dýrðar og sinnar velferðar vegna, að
þessi auma og fortapaða manneskja hef-
ir svo leingi í hirðuleysi, forsmán og
foröktun guðs heilaga nafns og hans
orða og sakramenta mestallan sinn ald-
ur alið, og sig í djöfulsins ríki og íþrótt-
um iðkað á margan hátt með ókristi-
legum lifnaði og vondum athöfnum, sem
næsta því öllu stiptinu, og jafnvel hinu,
mun kunnugt og opinbert vera, svo
hann um þann langa tíma meir og meir
hefur fjarlægzt vorum guði, en sam-
lagazt djöflinum og lifa, sem einn hold-
legur djöfull í margan máta án guðs
ótta, snarað frá sér umhyggju sinnar
sáluhjálpar og síns viðskilnaðar við
Frh. á bls. 28
FÁLKINN 9
sumarið 1650, „meðkenndist ei né iðr-
aðist, það menn mættu sjá; tók öxin
ei á háls honum og vafðist upp á egg-
ina; marðist höfuðið af um síðir í 30
höggum; fannst höfuðskel af manni í
skó hans öðrum, er hann var dauður,
og rúnir á, en í öðrum tréspjald og
þar einnig rúnir. Hann var grafinn.
Vildi þá ganga aftur; tekinn svo og
brenndur. En konan meðkenndist og
var drekkt þar á þínginu.“ (Vallholts-
annáll). —- Slíkt og þvílíkt hefur vafa-
laust ekki dregið úr því orði, er Jón
hafði á sér fyrir satans konst.
★
Sveinn Björnsson er kominn undir
fimmtugt þegar við byrjum að hafa af
honum sögu í samheingi. Þá var hann
norðanlands. Sýndi hann af sér margs-
kyns óknytti að vanda, og kom svo árið
1745 að sýslumaður í Þíngeyjarsýslu,
Þorbergur Hrólfsson hins sterka, er bjó
að Seilu í Skagafirði, lét grípa Svein
og færa sér. Var hann dæmdur fyrir
ýmsa varmennsku og síðan hýddur.
Espólín getur þess, að áður en þetta
varð hafi Sveinn einnig verið hýddur
í Húnavatnsþíngi fyrir „landhlaup og
glettíngar".
Eftir þessa útreið í Þingeyjarsýslu
Teikning:
Ragnar
Lárusson