Fálkinn - 15.02.1961, Blaðsíða 30
en hinn hafði verið bóndi í Skarðstúni
og einnig verið heingdur. Sveinn skotti
var dysjaður í námunda við þá kump-
ána; upp úr því voru þeir allir á ferli
þrír, og gerðist reimleiki ærinn.
Allt fram á 19. öld þóttust menn
verða varir við eitthvað óhreint í
Skörðunum, sem fældi fénað, villti um
fyrir mönnum og því um líkt. Margir
hugðu að Sveinn hefði villt um fyrir
Guðbrandi presti Sigurðssyni að Brjáns-
læk, þegar hann fórst fram af björgum
þar í Skörðunum árið 1779. Enda var
til sögn um að Guðbrandur hefði eitt
sinn á yngri árum fundið hauskúpu
Sveins rekna úr sjó og grafið hana í
kirkjugarði, en hlotið mikla aðsókn fyr-
ir að næturþeli, þar til hann lét hana
á sjó út.
★
Margt ágætra manna er frá þeim
Birni og Sveini feðgum komið, enda
átti Sveinn víða börn, eins og fyrr er
á drepið. Gísli hrókur, sem fyrr var
nefndur, var sauðaþjófur mikill, og var
að lokum heingdur á Dyrhólaþíngi fyrir
þjófnað og aðra varmennnsku. Son átti
hann er Magnús hét, hann var faðir
Þuríðar, móður Þuru, sem á lífi er
sögð 1730. — Annan son gat Sveinn
í Þíngeyjarsýslu er Steingrímur hét;
hann var líkur föður sínum yfirlitum,
en fékk gott orð og var dreingur góð-
ur; frá honum er allmargt manna kom-
ið. Vestra átti Sveinn dóttur þá, er
Sesselja skeifa var kölluð. Það var sögn
manna, að hún væri úng í vist að Dals-
húsum við Sauðlauksdal; þar gætti hún
barns. Eitt sinn er það grét, á hún
að hafa sagt: Væri ég eins og afi minn,
væri gott að stínga gat á maga og
hleypa út vindi. — Bóndi reiddist og
rak hana á brott. Sesselja átti síðar
son að nafni Bjarna, er kallaður var
kórgikkur eða kóri. Kona hans hét Sig-
urfljóð og áttu þau margt barna. Bjarni
var sagður lítt þroskaður. Þau bjuggu
í Flatey, síðar að Skjaldvararfossi, en
síðast í Krossadal í Tálknafirði. Meðal
barna þeirra voru dætur tvær, Salvör
og Ástríður. Sú saga er til um Salvöru,
að henni var seint um mál sem barni,
og er hún var á fjórða ári hafði hún
ekki sagt orð. Þá heyrðist hún einu
sinni biðja fjandann að hjálpa sér til
að ná gimburskel upp úr pallrifu, —
og úr því fór hún að fá málið. Á Sigur-
fljóð að hafa sagt: Þá þóttist ég lofa
guð, er ég heyrði hana Sölku tala. Ást-
ríður Bjarnadóttir var kvenna fríðust,
en fríðleiki var kynfylgja í Axlar-
Bjarnarætt.
★
(Um pistil þennan er svipað að
segja um þátt Axlar-Bjarnar. Gísla
Konráðssyni er hér fylgt að þræðin-
um til -—• með nokkrum smávægileg-
um innskotum frá Jóni Árnasyni og
Ólafi Davíðssyni, en stöðug hliðsjón
höfð af annálum og Alþíngisbókum
þar sem slíks er kostur).
Skothríö -
Framh. af bls. 7.
komulagi, að ég færi heim, kannske
vegna þess að ég hafði unnið hjá Flug-
félaginu áður, bæði í síldarfluginu með
Erni Ó. Johnson og á skrifstofunni. Ég
tók Brúarfoss í New York, og við vor-
um 28 daga heim til íslands. Það var
leiðindaferð.
HEIM TIL ÍSLANDS.
Eftir heimkomuna byrjaði ég strax
að fljúga hjá Flugfélagi íslands. Fyrst
Waco-flugvél á bátum, TF-ISL eða Haf-
örninni. Það varð þó ekki langvinnt, því
að sú flugvél fórst í flugtaki á Horna-
firði.
Hinn 28. október 1943 tók ég við
Beechcraft flugvélinni, fyrstu tveggja-
hreyfla flugvél í eigu íslendinga, og
henni flaug ég mikið, til allra flugvalla,
sem þá voru í notkun innanlands.
Svo komu þær koll af kolli, DeHavil-
land flugvélarnar, Köturnar og Dakota-
flugvélarnar.
Eitt það minnisstæðasta frá þessum
árum var fyrsta millilandaflugið, sem
við fórum á „Pétri gamla“ 11. júlí
1945. Það var jafnframt fyrsta milli-
landaflug íslendinga með farþega og
póst.
Árið 1946 var ég sendur til Ameríku
til þess að kaupa tvær Katalínuflugvél-
ar, sem til þessa hafa reynzt hin mestu
happaskip. Fyrri flugvélinni, TF-ISJ
flaug ég heim ásamt amerískri áhöfn.
Fór aftur vestur með bandarísku spítala-
skipi og seinni flugvélinni, TF-ISK,
flaug íslenzk áhöfn heim.
í SKOTHRÍÐ YFIR
EYJAFIRÐI.
— Hvernig var ferðin, sem endaði
í sundurskotinni flugvél á Melgerðis-
melum 1944?
— Þannig var, að Örn hafði farið í
Beechcraft-flugvélinni í sjúkraflug til
Egilsstaða. Þar bilaði annar hreyfillinn,
og engin íslenzk flugvél til þess að
flytja varahluti og viðgerðarmenn aust-
ur. Við snerum okkur til brezka flug-
hersins og báðum um að flugvél yrði
send eftir sjúklingnum og flytti vara-
hluti í leiðinni. Bretarnir tóku þessu
vel, en fóru fram á að ég kæmi með
til leiðsagnar.
Við fórum frá Reykjavík í Anson-
flugvél, sem fengin hafði verið til far-
arinnar. Brezki flugstjórinn ætlaði að
fljúga vestur fyrir Snæfellsjökul og
lækka flugið niður úr skýjum inn
Breiðafjörð eftir klukku og áttavita.
Veðrið var suðvestan ruddi, dimmt og
slæmt skyggni. Þegar við komum út
yfir miðjan Faxaflóa, varð að samkomu-
lagi að snúa við. Við lentum svo aftur
í Reykjavík í þann mund er völlur-
inn var að lokast.
Daginn eftir lögðum við upp á ný.
Veðrið var hvass suðvestan, en sæmi-
lega bjart. Við flugum upp Borgarfjörð
og norðúr Holtavörðuheiði og Víðidal.
í Húnavatnssýslunni var orðið mjög
ókyrrt í loftinu. Brandur Tómasson,
yfirflugvirki Flugfélagsins, var með í
ferðinni, en hann ætlaði að gera við
skemmdirnar á flugvélinni eystra.
Hann hafði meðferðis stóra rafmagns-
rafhlöðu, sem seinna kemur við sögu.
Allt í einu gerðist eitthvað, sem orsak-
aði, að hleri yfir stjórnklefanum fauk
upp og tók loftnetið með sér. Nú, við
vorum þá í opnum stjórnklefa upp á
gamla móðinn, Þessi flugvél var þann-
ig, að ekkert belti var í sæti aðstoðar-
flugmanns og heldur ekki í sætum far-
þega. Úti fyrir Haganesvík var komið
aftakaveður og ég sá kolsvartar vind-
rósir við vesturfjöllin.
Ég var vanur því, þegar ég flaug
norður, að fljúga Þvert yfir Eyjafjörð-
inn að Gjögurtá og svífa svo inn með
að austanverðu. Þetta mátti brezki flug-
stjórinn ekki heyra nefnt. Þegar við
komum fyrir Siglunes var eins og ósýni-
leg hönd hefði tekið flugvélina, hún
hófst með heljarafli upp og niður, ég
vissi ekki um stund, hvort mundi hafa
betur, veðrið eða flugstjórinn. í þess-
um sviptingum greip Brandur rafgeym-
inn uppi undir lofti. Brandur var óbund-
inn og skall upp undir loftið. Þá fór
rafgeymirinn aftur af stað og niður
þannig, að sýran rann út um alla flug-
vélina. Þetta var ferlegt veður.
Ég var hræddastur um að fjúka upp
um gatið á þakinu og hélt mér sann-
kölluðu dauðahaldi. Við flugum inn
Eyjafjörð vestanverðan, og fyrir norð-
an Hrísey sáum við herskip. Okkur
hafði alltaf verið bannað að fljúga yfir
þau, en Bretinn taldi sér alla vegi færa
á flugvél merktri brezka flughernum.
En er við nálguðumst herskipið, hófu
skipsmenn skothríð úr öllum byssum.
Vélbyssukúlurnar sungu í kringum okk-
ur og fallbyssukúlur sprungu í óhugn-
anlega lítilli fjarlægð frá flugvélinni.
Ég leit út og í því fór sprengjubrot
upp í gegnum vænginn.
Við flýðum í ofboði til hliðar og ég
skaut út neyðarmerkjum. Eftir að við
vorum komnir úr skotfæri, snerum við
aftur inneftir og þurfti nú ekki flug-
stjórinn endilega að velja sér leið yfir
annað skip, sem lá rétt norður af Hjalt-
eyri. Um leið og við nálguðumst skip-
ið hófu skipsmenn skothríð. Ein kúlan
fór upp í gegnum flugvélina við bakið
á loftskeytamanninum, önnur í gegn um
hliðarstýrið rétt við aðra festinguna.
Rétt í þessu voru fallbyssurnar á Hjalt-
eyri búnar að fá okkur í sigti. Flugvél-
in skalf og nötraði og kúlurnar frá fall-
byssunum sprungu í hlíðunum austan
Eyjafjarðar. Ég var búinn að draga fall-
hlífina til mín og var viðbúinn að
stökkva út ef flugvélin laskaðist meira.
Flugstjórinn var heldur seinheppinn,
þegar hann flaug svo yfir Krossanes.
Þar sáum við Ameríkana á hlaupum
30 FÁLKINN