Fálkinn - 15.02.1961, Síða 31
með vélbyssur en þeir komu ekki skot-
um á okkur, vegna þess hve lágt við
flugum. Við skriðum inn með hlíðinni
fyrir vestan Kristsnes, en þá skeði það
sem olli okkur Brandi hræðslu: Flug-
stjórinn missti augnablik stjórn á flug-
vélinni og hún virtist ætla að lenda í
fjallinu. Við vorum mest hissa á því eft-
ir á, að skrúfurnar skyldu ekki snerta
jörðina, þegar hann náði henni út úr
slippinu, svo lágt fór hún. Við lentum
á Melgerðisvellinum. Ameríkanarnir
komu hlaupandi að flugvélinni úr öll-
um áttum með spenntar Tommy-byss-
ur. Ég stóð upp og rétti upp hendurnar,
upp í gegn um gat á þaki flugstjórnar-
klefans.
Þeir héldu að við værum Þjóðverj-
ar með fölsk merki á flugvélinni. Svif-
flugfélag Akureyrar gerði við skemmd-
irnar á flugvélinni. Við flugum svo til
Egilsstaða og sóttum sjúku konuna. Því
næst aftur til Akureyrar. Rétt eftir
flugtak á Akureyri kviknaði í flugvél-
inni og henni var skyndilega snúið við
til lendingar. Flugvélin „Ásta“, sem nú
er Gljáfaxi, stóð á flugbrautinni tilbúin
til flugtaks og Generalinn frá Keflavík
var flugstjórinn. Hann flýði út í móa,
þegar hann sá okkur koma með reykj-
arstrók aftanúr. Hann hætti við flugtak
og bauð sjúku konunni far suður.
Hún sagði: „Ég lagði af stað með þess-
um mönnum og með þeim fer ég á leið-
arenda.“ Og við það sat.
GRÆNLAND.
— Þú hefur farið margar ferðir til
Grænlands. Hver er þér minnisstæðust?
— Hinn 31. júlí 1952 fórum við á
Katalínaflugvélinni „Pétri gamla“ frá
Reykjavík og flugum norður til Ella
Eyjar. Veðrið var dásamlegt. Við sváf-
um úti undir berum himni í svefnpok-
unum. Sólskin alla nóttina. Síðan lent-
um við á litlu fjallavatni á rúmlega 80
gr. norður br.
Dr. Lauge Koch, en hann var farar-
stjóri, sagði að þar hefði enginn maður
fyrr stígið fæti sínum. Kyrrðin var svo
heillandi, vatnið silfurgljáandi, hvergi
snjór í fjallshlíð og .hitinn um 17 stig.
Mér flaug í hug, að þegar við fórum
frá Reykjavík daginn áður, var snjór
í Esjunni.
Við skírðum þetta Faxavatn.
Eftir flugtak flugum við í norður,
síðan út Danmarksfjörð að beiðni Dr.
Lauge Koch. Hann var að svipast um
eftir vörðum eða öðru álíka er gæti
bent til að Mylius Ericson, landkönnuð-
urinn, sem týndist á þessum slóðum ár-
ið 1907, hefði farið þar um. En við
fundum ekkert markvert. Við flugum
inn Indepence-fjörð, sem áður var álitið
að skipti Grænlandi í tvennt. Síðan norð-
ur yfir Peary land og snerum við hjá
Dannebrogstindum á 3. gr. n. br.
Þá höfðum við flogið í tíu klukku-
stundir í hánorður frá Reykjavík. Við
lentum svo í glampandi sólskini við
Ella Ey.
Þessi ferð verður okkur öllum ógleym-
anleg. Síðan hef ég verið töfraður af
tign og fegurð Grænlands.
— Jú, ég hef komið til Angmasalik
nokkrum sinnum. Mér rann til rifja fá-
tæktin þar og klæðleysi barnanna.
Fyrir nokkru fór ég til nokkurra verzl-
ana og verksmiðja hérna í Reykjavík og
safnaði fötum handa þeim. Þá gaf Jón
í Skjólfatagerðinni á annað hundrað
kuldaúlpur auk annars fatnaðar.
Það var einn dásamlegasti dagur í
lífi mínu, þegar ég fór með þessar gjaf-
ir til Grænlands. Við lágum fyrir utan
Angmasalik og Grænlendingarnir komu
á kajökum og konubátum um borð.
Það var ógleymanlegt að sjá þakklætið
í augum litlu barnanna, sem ég klæddi
í úlpurnar frá Jóni í Skjólfatagerðinni
og þakklætið í andlitum foreldra þeirra.
Hann Jón hefur stórt hjarta, og sjáðu:
Hérna í horninu eru þrír kassar fullir
af klæðnaði, sem ég bíð eftir að klæða
fátæk grænlenzk börn í; það verður dá-
samlegt eins og fyrr.
Sv. Sæm.
Oscar Wilde -
Framh. af bls. 11.
Fyrsti hluti kvikmyndarinnar sýn-
ir okkur Oscar Wilde í öllum sín-
um glæsileik og allri sinni dýrð, þar
sem hann slær um sig og er hrók-
ur alls fagnaðar í öllum samkvæmum.
Síðan hefjast réttarhöldin, sem eru
meginkjarni myndarinnar. Við sjá-
um þá augliti til auglitis, ákærand-
ann og hinn ákærða. Oscar Wilde
er í fyrstu sigurviss, eldsnöggur og
skarpur í svörum, og færist allur í
aukana við góðar undirtektir áheyr-
enda í réttarsalnum, allt fram að
því hræðilega augnabliki, þegar hann
hættir sér of langt og skilur, að mál-
ið er tapað.
„Ætli við verðum ekki að panta
nýtt skilti.“
Robert Morely leikur Oscar Wilde
og honum tekst að sögn að bregða
upp skínandi mynd af þessu þekkta
skáldi. Ákærandinn er leikinn af
Ralph Richardson og fær mjög góða
dóma.
í dagsins önn -
Framh. af bls. 16.
ir, þegar ég umlaði góðan dag. í stig-
anum mætti ég tveimur af eiginkonum
hússins. Þær buðu brosandi góðan dag,
og önnur sagði meira að segja, að ég
væri nú aldeilis almennilegur við kon-
una mína.
Ég var all ygldur á brún, þegar inn
kom, en mildaðist brátt, þegar ég fann
á lyktinni, að konan væri bæði að hella
upp á könnima og renna fyrstu pönnu-
kökunni á pönnuna. Hún vissi, hvað kom
sér konan sú. Og hún skemmti sér kon-
unglega, þegar hún sá, að náþúi okkar
var kominn út með teppið og byrjaður
að hamast. Ég var jafnvel farinn að
hlæja að öllu saman, en runnu þó á mig
grímur tvær, þegar konan kallaði mig
út að glugganum nokkru síðar, og þar
gaf þá að líta fjóra aðra af nábúunum
að basla með teppi sín. Þeir breiddu þau
á grindverk og garða, eða alls staðar
þar sem hægt var. Og allir börðu þeir
og hömuðust og voru voðalega reiðilegir
á svip.
Alveg fram að kvöldmat voru menn
að koma út með teppi, berja teppi eða
fara inn með teppi. En ég hét sjálfum
mér því í hljóði, að ég skyldi kaupa ryk-
sugu hið allra fyrsta. Það var heldur
ekkert gaman að hugsa til þess að hafa
alla sambýlismennina 23 á móti sér.
Dagur Anns.
Bara fjögur -
Framh. af bls. 12.
leitt hvenær sem þau gátu komið því
við.
Þegar þriðja barnið kom í heiminn,
spurði Lassi:
— Ég skil ekki, hvernig þú berð þig
að þessu. Hver er það eiginlega, sem
þú hefur í takinu? Þú ert vissulega dug-
leg. Ég sé þig aldrei með öðrum karl-
mönnum en Petersen og svo mér.
— Þagnarheitið, sagði Selma. —
Gleymdu því ekki, Lassi.
— Ég hef ekki talað um þetta við
nokkra lifandi manneskju, sagði Lassi,
en nú fer ég að verða forvitinn. Hefurðu
kannski í hyggju að hleypa offjölgun í
litla þorpið okkar?
FÁLKINN 31