Fálkinn - 15.02.1961, Síða 33
álsins, tilkynnti hann mér, að ítalir
hefðu samið sérfrið við vesturveldin.
Ég sagði honum, að nú ætti að skjóta
mig, en hann sagði að það væri bull.
Nú færi hann til Kesselrings marskálks
í Norður-Ítalíu, en ég ætti að verða
eftir og brenna öll skjöl. Hann ætlaði
að skilja eftir handa mér mótorhjól,
sem ég gæti skrönglazt á norður, þegar
ég væri búinn að brenna.
Ég gerði þetta sem aðmírállinn bað
mig um, og sprengdi þýzku herstöðina
í loft upp, með öllu, sem í henni var.
Áður en reykskýið var blásið burt, var
ég seztur á hjólið og ók af stað — ekki
norður í land, heldur beint til Róm.
Þar bjóst ég við að fá húsaskjól hjá
frændfólki mínu.
FANGI ÍTALA.
Nú var allt á tjá og tundri. Þrjá kíló-
metra fyrir utan Róm rakst ég á ítalska
riddarasveit. Ég var stöðvaður og leidd-
ur fyrir ítalska kapteininn og gerði grein
fyrir mér.
Kapteinninn var töfrandi náungi og
talsverður heiðursmaður. Hann tók öllu
vel. Þegar hann spurði, hvort ég teldi
mig fanga, sagði ég að það gæti ég
varla verið, úr því að ég væri banda-
maður ítala.
— Nei, svaraði hann. — Þér getið
ekki verið bandamaður, því að nú berst
ég gegn Þjóðverjum. Ég hef fengið nýj-
ar skipanir.
Ég svaraði honum, að ég væri Aust-
urríkismaður og fús til að berjast við
alla Þjóðverja, sem yrðu á vegi mín-
um. Hann varð dálítið hissa.
— Þá er auðséð, að þér eruð njósn-
ari, sagði hann. — Ég verð að skjóta
yður!
Mér tókst að sannfæra hann um, að
ég væri hvorki njósnari né óvinur. En
hann hélt því fram, að ég yrði að
vera fangi hans, og úr því að hann var
svona alúðlegur, féllst ég á það.
Hann setti mig upp á pallbíl ásamt
tólf ítölskum dátum, tveim undirfor-
ingjum og einum liðsforingja til að gæta
mín. Þetta var svo ósvikið ítalskt. Ég
var fyrsti fanginn, sem þeir tóku, og
þeir voru ótrúlega hreyknir af mér.
Ég drakk vín með liðsforingjanum alla
leið til ítölsku stöðvanna í Róm.
Mér tókst að sanna hver ég væri.
Einn frændi minn var ofursti í ítalska
flughernum, og hann sagði strax, að
þessi Trauttmansdorff gæti orðið þeim
að liði. Svo var mér fengin byssa frá
1896 og ég brenndi þýzka einkennis-
búninginn minn fyrir augunum á ítöl-
unum. Þeir grétu og föðmuðu mig og
kysstu á báðar kinnar og innrituðu mig
í vara-herdeild hjá sér.
Svona atvikaðist það, að einn góðan
veðurdag var ég kominn á vörð við
aðalbrautarstöðina með nokkurra manna
sveit, í öllu óðagotinu sem þá var í Róm.
Mér lá við að hlæja að þessu. Fyrir-
liðinn okkar skipaði okkur að hefja
skothríð til þess að verja stöðina, því
að nazistasveit var að skjóta á hana
sí og æ.
En svo skaut upp öðrum ítölskum
foringja, sem skipaði okkur í bræði að
hætta að skjóta á bræður okkar Þjóð-
verja. Það var ekki auðvelt að átta
sig á þessu, og foringinn okkar komst
að þeirri niðurstöðu, að réttast væri að
við hypjuðum okkur heim í herskálann.
En um leið og við héldum af stað, kom
sveit þýzkra fallhlífarhermanna fyrir
hornið á móti okkur.
Liðþjálfinn þeirra var öskuvondur og
hafði ástæðu til að vera það, því að
margir menn höfðu verið drepnir af
honum í skothríðinni. Hann skipaði okk-
ur í röð og lét okkur þramma inn í
sundurskotið hús. Og svo hótaði hann
að skjóta tíunda hvern úr okkar hóp,
nema þeir sem höfðu skotið mennina
hans gæfu sig fram.
í FELUM HJÁ FRÆNDFÓLKI.
Ég sá mér fljótt leik á borði. Á bjag-
aðri þýzku sagði ég, að enginn okkar
hefði skotið. Ég benti á hús fyrir hand-
an götuna, sem var fullt af ítölsku fas-
istaliði, og sagði að skotin hefðu kom-
ið þaðan.
Liðþjálfinn var freyðandi af vonzku
og skipaði mönnum sínum að gera at-
lögu að húsinu. Meðan verið var að
fara með okkur í fangelsið — sem hefði
kostað mig lífið — gat ég ekki annað
en brosað að sprengihvellunum og hljóð-
unum úr fasistahúsinu.
Ég varð að flýja. Nú var farið með
okkur á brautarstöðina aftur, en þar
þekkti ég alla rangala út í æsar. Undir-
göngin sem verið var að byggja, voru
uppáhalds-athvarf fólks, sem var í ást-
arævintýrum og ég þekkti þennan stað
vel. Ég hafði oft notið skjóls þar.
Ég beið þangað til varðmennirnir litu
af mér augnablik, en þá vék ég mér
til hliðar og hvarf á svipstundu inn í
ein göngin. Beið þar þangað til dimmt
var orðið og laumaðist svo af stað til
Plaza Navona, þar sem ættingjar mínir,
prinz og prinzessa Lacellotti, áttu heima.
Þau tóku mér opnum örmum. Og sama
gerði Natalia dóttir þeirra, yndisleg
stúlka, sem ég var mjög hrifinn af.
Lancellotti prinz faldi fjóra syni sína
og ýmsa aðra fyrir Þjóðverjum. Hann
lét mig fá tvenn falleg föt — ég hef
aldrei átt jafnfalleg föt, fram á þennan
dag — og sá mér fyrir frambúðar felu-
stað hjá Apron nokkrum barón, sem
var sendifulltrúi Ungverjalands í páfa-
garði.
Það fór vel um okkur heima hjá bar-
óninum. Vindlarnir og koníakið fyrsta
flokks. Einn daginn þegar mér var sagt
að fela mig í baðklefanum, rak ég aug-
un í hnípinn mann, sem sat á brúninni
á baðkerinu. Ég varð hissa. Þetta var
gamall vinur minn — Aspreno Colonna
prinz.
Við vorum þarna í baðklefanum í
tvo mánuði, meðan barizt var sem heift-
arlegast. Alltaf komu nýjar og nýjar
birgðir af koníaki frá Búdapest. Við
höfðum gaman af að hlera þegar hús-
bóndi okkar var að tala við gesti sína
úr þýzka sendiráðinu.
Eitt kvöldið kom Apron barón inn
til okkar og afsakaði sig. Hann gæti
því miður ekki hýst okkur lengur, en
í staðinn ætlaði hann að gera okkur
að munkum!
Spaða ás -
Framh. af bls. 23.
sagði hún, að við kynnum ekki öll að
meta hve riddaralega honum hefði far-
izt. En maðurinn hennar tók fram í fyr-
ir henni ef til vill hefur hann ekki verið
jafn sanntrúaður og hún á allt það, sem
hún kallaði forsjón guðs. En hann sagði
að hann væri hróðugur af að hafa kynnzt
öðrum eins manni og Carruthers.
í rökkrinu sama dag að kvöldi lenti
ég í annað skipti á þessum stað. Hjálp-
arvélin var full af mexikönskum her-
mönnum frá Veru Cruz. Ég hafði fengið
sæti með því að segja að ég væri mág-
ur Carruthers. Tengdir eru þungar á
metunum í Latnesku-Ameríku.
Enginn kom út á völlinn til að taka
á móti okkur, fremur en um morgun
inn. Liðsforinginn í vélinni léði mér
skammbyssu, og svo héldum við í fylk-
ingu að tollskýlinu.
Indíánarnir höfðu komið og voru farn-
ir. Carruthers var dáinn -—- tvær kúl-
ur í líkinu. Þeir höfðu skorið af hon-
um höfuðið og haft burt með sér, og
eftir blóðpollunum að dæma, höfðu þeir
misst menn og haft þá með sér á burt.
Við sváfum í skýlinu um nóttina og
grófum Carruthers fyrir sólaruppkomu,
vegna flugnanna. Gröfin var bæði stutt
og þröng. Veslings Carruthers! Þeir
skutu úr byssum yfir gröfinni, sumpart
til heiðurs hinum látna, sumpart til
þess að fæla Indíánana frá.
Þegar við gengum inn í skálann aft-
ur til að fá okkur kaffi, sagði liðsfor-
inginn: „Hann var hetja, þessi mágur
yðar!“ Ég féllst á það. Liðsforinginn
var laglegur, lítill maður, með mein-
leysisleg rádýrsaugu. Svo rétti hann
mér feimnislega ofurlítinn böggul. í
honum var það, sem þeir höfðu fundið
í vösum Carruthers. Hvort ég héldi að
eitthvað vantaði?
Ég þakkaði honum fyrir og opnaði
böggulinn. Tóm vasabók og fóðrið rifið
úr. Mynd af Carruthers, hnarreistum
á hestbaki. Nokkrir lyklar og vasaklút-
ur. Pípan hans. Tveir reikningar — ann-
ar frá London, hinn frá gistihúsi í Guate-
mala City. Og að síðustu — eitt spil.
Liðsforinginn var að segja eitthvað,
en ég man ekki hvað það var. Ég hló.
Ég vona að hann hafi ekki haldið að
ég væri að hlægja að sér. Spilið var
spaðaás.
FALKINN 33