Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1961, Blaðsíða 4

Fálkinn - 15.03.1961, Blaðsíða 4
MISS ÍNTER- NATIONAL Long Beach, California MISS UNIVERSE Miami, Florida MISS WORLD London MISS EUROPE Beirut, Líbancn Fegurðarsamkeppnin 1961 verður háð dagana 10. og 11. júní n.k. í Austurbæjarbíói. Kjörnar verða: Ungfrú ísland 1961 MARGT hefur misjafnt verið ságt um manneskjuna, en að líkindum eru eftirfarandi um- mæli, sem höfð eru eftir banda- ríska rithöfundinum John Stein- beck, með þeim verstu: — Meðal allra lifandi vera, er maðurinn hið eina, sem drekkur, án þess að vera þyrstur, — borðar, án þess að vera soltinn og talar, án þess að hafa nokkurn skapaðan hlut að segja! Ungfrú Reykjavik 1961 Bezta fyrirsætan 1961 [Miss Photogenic] AUDRY Hepburn: — Maður verður ekki mið- punktur samkvæmis, fyrr en maður hefur yf- irgefið það. Ábendingar um væntanlega þátttakendur óskast sendar í pósthólf 368 eða tilkynntar í síma 14518. Fegurðarsamkeppnin. BODE PANZER eldtrausfa PEIMIIMGASKAPA útvegum við í öllum stærðum frá BODE PANZER GELDSCHRANKFABRIKEN A. G. HANNOVER Myndlistar og verðskrá sendar öllum þeim, er óska EINKAUMBOÐSMENN: H. Ólafsson & Bernhöft Sími 19790 — Þrjár línur. HINN nýkjörni forseti Banda- ríkjanna er allra stjórnmála- manna mest í heimspressunni um þessar mundir og hefur raunar verið síðan hann var kjörinn í þetta erfiða og virð- ingarmikla embætti. — Varla hrjóta svo orð af vörum hans, að þau bergmáli ekki í blöðunum og nýlega rákumst við á þessa klausu: -—- Til þess að bæta pólitíkina hefur Eisen- hower reynt að brosa til Rússanna, utanríkis- ráðuneytið hefur fitjað upp á nefið, en Nix- on hefur gert hvorttveggja. Engum hefur samt orðið neitt ágengt. FYRST við minnumst á Kenn- edy, megum við ekki gleyma hinum stóraðilanum í heims- pólitíkinni, sjálfum Nikita Krjústjov. Eftir honum hefur þessi setning verið höfð nýlega: — Við munum ná svo mikl- um árangri og það án styrjald- ar, að heimsveldasinnarnir munu dansa eins og fiskar á steikarpönnu! VIÐ minntumst á John Steinbeck hér að fram- an og nú dettur okkur í hug sannleikskorn, sem haft er eftir honum og birtist í norsku blaði fyrir skemmstu. Það fjallar um gest- risnina og hljóðar svo: — Fólk verður gestrisnara því lengur sem það býr hvert frá öðru. ÞAÐ er fyrir löngu orðið sígilt meðal kven- fólksins að lýsa hinum fullkomna eiginmanni. Marlene Dietrich, unglegasta amma í heimi lýsir honum þannig: — Fyrirmyndar eiginmaður hugsar mikið um konuna sína, daðrar ekki við aðrar kon- ur, drekkur ekki, reykir ekki og er ekki til!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.