Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1961, Blaðsíða 12

Fálkinn - 15.03.1961, Blaðsíða 12
að ég var hræddur við hana og hafði verið það frá upphafi, Mér var það mik- ill léttir að sjá Lawes gamla. Og Esther stóð við hlið hans og þegar ég sá hana . . . Hann þagnaði andartak, en hvíslaði síðan að mér: — . . . þá laust því niður í mig eins og eldingu ... ég var ekki í nokkrum vafa . . ég vissi á samri stundu, að ég var seldur! Macfarlane sá Esther fyrir sér í hug- anum Hann hafði eitt sinn heyrt henni lýst á þennan hátt: „1.90 sm. á hæð og dæmigerður Gyðingur.“ Markviss lýs- ing á henni, hugsaði Macfarlane. Hún var óvenjulega há og grönn, andlitið marmarahvítt, nefið fíngert og boga- dregið, falleg augu og mikið og svart hár. Ekki að undra þótt hinn hreinlyndi Dickie gæfist upp á staðnum. Og svo, hélt Dickie áfram, — svo trúlofuðúmst við. — Strax? — Nei, viku síðar. Og síðan vorum við saman í 14 daga með þeim árangri, að hún komst að raun um, að eiginlega elskaði hún mig alls ekki. Hann rak upp stuttan en biturlegan hlátur. — Það var síðasta kvöldið, áður en ég átti að fara aftur til skips. Ég kom gangandi frá þorpinu gegnum skóginn. og þá sá ég hana . . . ég á við frú Ha- worth. Hún var með rauða alpahúfu og andartak fannst mér ég hafa mesta löng- un til að hlaupa mína leið. Ég hef sagt þér frá draumunum, sem mig dreymdi, svo að ég veit að þú skilur mig. En svo urðum við samferða spottakorn. Auð- vitað sögðum við ekki neitt, sem Esther hefði ekki mátt heyra ... — Ekki það? Macfarlane horfði rann- sakandi á vin sinn. Undarlegt hvað fó.lk gat komið upp um sig, án þess að gera sér grein fyrir því. — En þegar við snerum við í áttina til hússins, nam hún staðar og sagði: — Þér náið áreiðanlega tímanlega heim. Væri ég í yðar sporum, myndi ég ekki flýta mér svona mikið við að fara aftur ... Þá vissi ég að einhver óþægindi biðu mín ... og strax og ég sneri aftur kom Esther á móti mér og sagði, að hún hefði komizt að raun um, að hún elsk- aði mig ekki. Macfarlane tautaði hlut- tekningarorð. — Og hvað með frú Ha- worth? spurði hann. — Ja, ég sá hana ekki framar . .. ekki fyrr enn í kvöld. — í kvöld? — Já, á lækningastofunni, þar sem ég var að láta athuga fótinn, sem skemmdist í stríðinu, þú manst eftir því. Hann hefur valdið mér dálitlum erfíðleikum, sérstaklega nú í seinni tíð. Læknirinn ráðlagði mér eindregið að láta skera hann upp — þetta eru aðeins smámunir. Það var þegar ég var á leið þaðan, að ég mætti ungri stúlku, sem var í rauðri peysu utan yfir einkennis- búningi hjúkrunarkvenna, og hún sagði: • — Væri ég í yðar sporum, myndi ég ekki láta skera mig upp .. . Þá var ég 12 FALKINN viss um að þetta var frú Haworth. En hún gekk svo hratt fram hjá, að ég gat ekki náð til hennar. Ég spurði aðra hjúkrunarkonu eftir henni, en hún svar- aði að það væri engin á þessu sjúkra- húsi með þessu nafni . . . Undarlegt, finnst þér ekki? — Og þú ert viss um að það var hún? — Auðvitað, ég hef jú sagt þér, að hún var mjög fögur . . . Hann þagði augnablik, en bætti svo við. — Auðvitað læt ég skera upp fót- inn, en ef eitthvað kemur fyrir, þá manstu eftir þessu. — Hvaða vitleysa. . . . — Já, auðvitað er það vitleysa . . . En ég er samt feginn, að ég sagði þér frá þessari Sígaunavitleysu. Það er í raun- inni margt fleira, ef ég aðeins gæti mun- að það ... II. Macfalane gekk upp hinn bratta, mosavaxna stíg. Hann gekk að garðs- hliði húss, sem stóð næstum efst uppi á bakkanum. Hann beit saman tönnunum og hringdi dyrabjöllunni. — Er frú Haworth heima? —- Já, ég skal kalla á hana. Stúlkan vísaði honum inn í stóra stofu. Hún var lág undir loft og glugg- arnir vissu að hinum eyðilega flóa. Hann hleypti brúnum. Var hann ekki að gera sjálfan sig að fífli? Hann hrökk við, þegar hann heyrði djúpa rödd syngja þunglyndislega SíT gaunavísu einhvers staðar uppi á lofti. Skyndilega hætti söngurinn. Hjarta Macfarlanes tók að slá hraðar. Dyrnar voru opnaðar. Það fékk mjög á hann að sjá að hún var ljós eins og Norðurlandabúi. Þrátt fyrir lýsingu Dickies, hafði hann alltaf ímyndað sér að hún væri dökk eins og Sígauni. En svo minntist hann orða Dickies og hinni sérstöku áherzlu er hann hafði lagt á þau: Ég sagði þér jú, að hún er mjög fögur ... Það er sjald- gæft að sjá fullkomna fegurðardís, en það var einmitt það, sem Alistair Ha- worth var. Hann hleypti í sig kjarki og gekk til móts við hana. — Ég er hræddur um að þér þekkið mig ekki, frú Haworth, en ég er vinur Dickies Carpenter. Ég fékk heimilisfang yðar hjá Lawes-fjölskyld- unni. Hún horfði á hann andartak. Síðan sagði hún: — Ég ætlaði einmitt í göngu- ferð um mýrina. Þér viljið kannski koma með? Hún opnaði franska gluggann og gekk út í garðinn. Hann fylgdi henni eftir. Þunglamalegur maður með heimsku- svip á andlitinu sat þar í körfustól og reykti. — Þetta er maðurinn minn. Við ætl- um í gönguferð um mýrina, Maurice. Síðan ætlar hr. Macfarlane að snæða með okkur morgunverð, eða viljið þér það ekki, hr. Macfarlane? Framh. á bls. 30. A~ sama hátt og í grein minni um líf- ið eftir dauðann, mun ég styðjast við frásögn hins fræga yoga, Swami Panchadasi, um ferð hans og nemanda hans um hin ýmsu svið tilverunnar: Jæja, þá komum við inn á lægri deild- arsviðin í stjörnuheimi. Þú verður að vera kjarkmikill til að horfa á nokkrar ófagrar sýnir, en óttastu ekki því ekk- ert getur skaðað þig hér meðan við er- um saman. Ef þú værir einn, án þess að hafa þekkingu á sjálfsvörninni myndirðu verða fyrir óþægilegri reynslu. En jafnvel þó svo væri, að þig skorti hærri þekkingu, værirðu full- komlega öruggur fyrir skaðræðisdýr- um stjörnuheima, ef þú einbeittir huga þínum jákvætt. Sterkur vilji og full- vissan um eigin styrkleika mun virka sem veggur gegn þessum áhrifum og gera þau áhrifalaus. Fyrst gæti þér ef til vill komið til hugar að þú værir enn staddur á hinni jarðnesku grund, því að hér er svipað landslag. En þegar betur er að gáð má greina sérkennilegan hjúp, sem skilur milli hins jarðneska sviðs og þessa. Enda þótt þessi hjúpur virðist vera hálf gagn- sær er hann ákaflega traustbyggður og ósjálfrátt kemur mér í hug að hann sé einmitt sú hindrun, sem skilur milli hins jarðneska og stjarnlega, þannig að stjórnverur komast ekki til baka til jarðarsviðsins. Nú breyti ég tíðni okkar andartak, Þannig að nú skynjum við mjög óþægi- leg undirdeildarsvið. -— Þetta er það svið sem hinir gömlu dulfræðingar voru vanir að nefna hinn stjarniska kirkjugarð. Við skulum ekki dvelja hér nema örskamma stund, því að hér ber fyrir viðbjóðslegar sýnir og andrúms- loftið og áhrifin hér eru ákaflega niður- dragandi. Haltu þig sem næst mér því þú munt verða þess var, að þú þarfnast verndar. Þegar þú lítur umhverfis þig sérðu form sem líkjast líkömum sem eru að leysast upp af mönnum og dýrum. Þessi form virðast fljóta áfram án mark- miðs. Þau virðast vera raunveruleg, en einhvern veginn hefur maður á tilfinn- ingunni, að þau séu það ekki. Þér er ljóst að hér er ekki um að ræða jarð- neska líkama, en samt líkjjast þau of mikið hinum jarðnesku líkum til að vera sérlega ánægjuleg fyrir augað. Gáðu nú vel í kring um þig, því ég mun breyta tíðni okkar eftir andartak. Jæja, nú erum við farnir af þessu sviði. En áður en við höldum lengra skulum við nema staðar smá stund og íhuga hvað hefur borið fyrir augu. Þessi form, sem virðast vera að leys- ast upp eða rotna eins og það er kallað um jarðnesk lík, eru nefnd af dulfræð- ingum stjarneskar skeljar. Hinar stjarn- esku skeljar eru raunverulega það, sem nefna mætti stjarnesk lík, alveg eins og hinn efnislegi líkami í gröfinni er jarð- neskt lík. Því hin líkamslausa sál yfir- gefur hinn stjarneska heim og heldur til sviða, sem dulfræðingar hafa þekkt sem hugheims- eða andleg svið eins og

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.