Fálkinn - 15.03.1961, Blaðsíða 27
— Hvað áttu við?
— Hættu þessum leikaraskap, Irena, sagði hann með ó-
þreyju. — Þú veizt ofurvel að þú hleyptir samkvæminu fram
af þér og móðgaðir Armitagehjónin, af því að þér þótti
skemmtilegra að fara út að sigla með Fairburn.
— BLANDAÐU EKKI DIÖNU í ÞETTA!
Irena starði á hann og skildi ekki hvert hann var að fara.
Loks rann upp ljós fyrir henni. Coral — auðvitað! Coral
hafði verið í Siglara-klúbbum, hún hafði séð hana koma í
land úr „Sæfuglinum11. Hún hlaut að hafa sagt Hugh frá
því. Og hún hafði áreiðanlega ekki sparað að færa allt í
stílinn.
— Ég fór út í Ilha das Pedras til að drekka te hjá Diönu,
sagði hún. — Ég gerði ráð fyrir að vera komin heim aftur
í tæka tíð, en Grant hafði tekið vélbátinn, svo að Brian
bauðst til að flytja mig í land á segl'bátnum sínum.
— Það var svei mér heppilegt, sagði hann þumbaralega.
— Hvað áttu við?
— Þú varst lengi á leiðinni. Þú komst ekki í Siglara-klúbb-
inn fyrr en fimm mínútur fyrir sjö — þegar þú áttir að vera
komin í samkvæmið — en þú hefur líklega ekki verið að
hugsa um hvað tímanum leið.
Það var augljóst, hvað hann meinti. Coral hafði staðið vel
fyrir sínu máli, hugsaði hún með beiskju. Hún hafði meira
að segja sett á sig mínútuna, sem hún kom í land. Irena
reyndi að stilla sig og tala rólega.
— Við komum eins fljótt og við gátum. En það var orðið
áliðið þegar við komumst af stað, og ....
— Þú hefur verið hjá skemmtilegu fólki, sagði hann, og
Irena espaðist við kuldann, sem var í röddinni. Það var rödd
Hughs, sem sagði orðin, en vafalaust hafði Coral lagt hon-
um þau í munn.
— Þér skjátlast, ef það er Brian, sem þú átt við, sagði hún.
— Ég fór út í Ilha das Pedras til að heimsækja Diönu ....
— Hversvegna? spurði hann. — Þú þekkri hana ekkert.
Hún barðist við að missa ekki stjórn á sjálfri sér. — Ég
hitti hana hérna í borginni fyrir tveim vikum, og þá bað hún
mig um að koma og heimsækja sig. Og í morgun hringdi hún
til mín til að bjóða mér í te.
— Það var skrítið að hún skyldi gera það einmitt í dag,
þegar við áttum að fara í samkvæmi til Armitage.
— Við erum nú í samkvæmum svo að segja dags daglega,
sagði hún þreytulega.
— Þetta var allt annars eðlis. Herra Armitage er skipta-
vinur minn og mjög áhrifamikill maður, og þetta var í fyrsta
sinn, sem við vorum boðin til hans. Hann getur orðið mér að
miklu gagni, eins og ég sagði þér hérna um daginn. Ég taldi
auðvitað víst, að þú yrðir samhent mér. Mig gat ekki dreymt
um að þú mundir móðga hann og konuna hans með því að
síma þegar samkvæmið stóð sem hæst, og koma með viðbáru,
sem frú Armitage hlaut að sjá að var helber uppspuni.
— Þetta er fjarstæða, sagði Irena um hæl. — Frú Arrni-
tage var ljúfmennskan sjálf, þegar hún talaði við mig. Það
var ekki hægt að hugsa sér elskulegri manneskju en hana.
— Einmitt það, sagði hann þurrlega. — Og hún hafði ekki
fyrr hitt mig og sagt mér hvað þú sagðir, en Coral kom og
sagðist hafa hitt þig og Fairburn í Siglara-klúbbnum, þegar
þið voruð að koma úr skemmtisiglingunni. Ég vil ógjarna
hugsa um hvaða hugmyndir frú Armitage hefur gert sér
um þig.
— Ef Coral hefði ekki skipt sér af því, sem henni kom
ekki við, hefði með öðrum orðum allt verið í lagi, sagði Irena
og var gröm.
Hann kipraði varirnar. — Þetta var afar flónslega og barna-
lega sagt, svaraði hann kuldalega. — Var það ekki eðlilegt
að hún segði mér frá að hún hefði hitt þig. Röddin var hörð
og ísköld. — Annars held ég að hún sé ekki sú eina, sem tekur
eftir því að þið Fairburn eruð saman öllum stundum.
— Saman öllum stundum... byrjaði Irena en varð orðfall
af reiði. Hún var mállaus um stund unz gremjan blossaði upp
í henni og orðin komu eins og árstraumur: — Hvernig dirfist
hún að segja þetta. Og hvemig dirfist þú að tala svona? Ef
þú hefðir óskað þess, mundi ég hafa hætt að vera með Brian
— ef ég aðeins hefði vitað að þú óskaðir þess. Ég sagði þér
það einu sinni, þegar við vorum að tala um það. Það var sam-
kvæmt þínum ráðum, sem ég bauð honum í samkvæmið, sem
við héldum.
— Já, sagði hann drungalega. — Eftir að þú hafðir gert
Coral ljóst að þér finndist ég vera ósanngjarn.
Hún starði á hann stórum augum og trúði ekki eigin augum.
— Hvað var þetta, sem þú sagðir?
Hann endurtók, og röddin var geðbrigðalaus: — Þú sagðir
við Coral, að ég væri einn af þessum gamaldags mönnum,
sem ekki þyldu að konurnar þeirra töluðu við aðra karlmenn.
Þú baðst hana um að reyna að fá mig til að bjóða Brian . ..
— Þetta er lygi! hrópaði hún. — Ég hef aldrei sagt neitt
í þá átt. Og sízt af öllu við Coral... það væri óhugsandi. Það
var Coral sjálf, sem sagði að...
— Sleppum þessu, sagði hann óþolinmóður. — Það skiptir
engu máli hver sagði hvað fyrir heilum mánuði.
— Það skiptir miklu máli hverju Coral lýgur á mig, hélt
hún áfram í bræði. Tilhugsunin um hina illmannlegu og vel
undirbúnu lygi var eins og olía á þann eld, sem þegar brann
í henni. — Það er mál til komíð að þú farir að skilja hvers
konar manneskja Coral er í raun og veru, Hugh. Það var ein-
göngu henni að kenna, að Diana sleit trúlofuninni...
— Blandaðu Diönu ekki í þetta, sagði hann hvass. — Við
erum að tala um þig og Fairburn.
— En skilurðu ekki að þetta er þáttur úr einu og sama
máli? hrópaði hún. — Coral einbeitir sér að því að gera okk-
ur að óvinum, Hugh. Hún vann markvisst að því að spilla
milli ykkar Diönu, og nú reynir hún að eyðileggja þetta
hjónaband, á alveg sama hátt og hún eyðilagð trúlofunina
þína.
Hann horfði á hana — langt augnablik. Hún las tortryggni,
fjandskap og megna andúð úr augum hans, og hjarta hennar
var eins og steinn fyrir brjóstinu, er hún kvaldi sig til að
horfast í augu við hann, án þess að hvika. ■—- Þetta er satt,
Hugh, — en ég skildi það ekki fyrr en í dag.
— Ég geri ráð fyrir að þessar bjánalegu ásakanir stafi af
því, að hún — án þess að vita það — stóð þig að lygi í dag,
sagði hann loksins.
— Það er ekki satt. Ég hef sagt hvernig í öllu lá. En ef
þú vilt fremur trúa Coral en mér...
Nú varð erfið þögn.
— Sannast að segja geri ég það, í þessu tilfelli, sagði Hugh
rólega. — Það sem hún sagði, var að minnsta kosti skynsam-
legt og sennilegt. Hún hefur ekki ausið fáránlegum skömm-
um yfir þig, eins og þú hefur gert — yfir hana.
Irena nötraði frá hvirfli til ilja. En hún varð að stilla sig.
Hún mátti ekki sjá, að hún var hvítglóandi af reiði. Hún varð
að kvelja sig til að tala rólega, svo að það yrði sannfærandi,
sem hún sagði.
— Nei, hún gerði það ekki vegna þess að hún vissi að henni
yrði ekkert ágengt með því, sagði hún. —: Hún hefur gefið
ýmislegt í skyn og hún hefur logið og reynt að eitra hug þinn
til mín á þúsund aðra vegu.
— Vertu nú ekki svona 'hátíðleg, Irena, sagði hann óþreyju-
fullur. — þetta kemur heldur ekkert málinu við. Þú brást
mér í kvöld, af því að þér þótti meira gaman að skemmta þér
með Fairburn, og þú getur ekki afsannað þetta með því að
ausa úr reiðiskálum afbrýði þinnar yfir Coral. Framh.
Hann horfði á hana andartak.
Hún fas tortryggni, fjandskap og
megna andúð úr augum hans.
Hjarta hennar var eins og steinn.
FÁLKINN 27