Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1961, Blaðsíða 24

Fálkinn - 15.03.1961, Blaðsíða 24
að skoða þær. Hann var loftfimleika- maður, hann var listamaður, fjandinn hafi það, — en ekki neitt vöðvabúnt, sem lék gulrótarkóng innan um leik- fangabíla .... Hann opnaði gluggann og fann angan sumarnæturinnar. Þetta var óbærilegt. Johansen varð að gera eitthvað. Og þá greip hann til þess ráðs, sem hann iðraðist sáran síðar... Eftir að slysið gerðist og hann varð að hætta við loftfimleikana, fannst hon- um einhvern veginn, sem hann gæti ekki sagt skilið við þessa atvinnu til fulls. Það var þó örlítil sárabót, að vera innan um sirkusfólk, þótt maður væri ekki listamaður lengur. Hann þekkti Vogel- sang frá því í gamla daga. Sá gamli hafði einu sinni staðið fyrir frægum sirkus og Johansen hafði oftar en einu sinni hætt lífi sínu undir segldúknum hans. Og svo vel vildi til, að Vogelsang hafði lausa stöðu í tívolíinu sínu og hana fékk Johansen. Þetta var svo sem ekki virðulegt embætti, en Johansen var nægjusamur og hafði ekki fyrir öðrum að sjá en sjálfum sér. Það þurfti ekki stúdentspróf til þess að hafa umsjón með svona skúrræksni. Á breiðu gólfinu voru nokkrir hlutir, sem fólkið gat eignazt, ef það hitti þá með hringjum. Þetta var hlægilegt allt saman, en hafði þó sína kosti. Hlutirnir voru flest- ir smáir og ódýrir, sígarettupakkar, hræ- ódýrir eyrnalokkar, bananar, blýantar og fleira skran. En í miðjunni trónaði einn virðulegur og heldur betur girni- legur hlutur: Heilflaska af koníaki! Það var sérstaklega erfitt að hitta hana. Enginn hafði unnið hana síðustu fjög- ur sumur. Þar sem Johansen var nú niðurbrot- inn maður og þunglyndur, varð honum það á, að gleyma hver væri eigandi flöskunnar. Hann opnaði hana og reyndi Johansen leit á úrið sitt, sem var vand- lega fest með leðurreim á loðinn úln- lið hans. Tíu mínútur í ellefu, Guð veri lofaður! Eftir stutta stund yrði þessu tivolíi hans Vogelsangs lokað. Það var unaðslegt kvöld, fullur máni, stjörnur og allt tilheyrandi. Þetta var sérstak- lega góður staður, rétt við silfurtært vatn. Þarna uxu villtar rósir og fleiri gerðir fagurra blóma. Vatnið speglaði tunglskinið, og þegar Johansen kom auga á bekkina meðfram vatnfhu, rann það skyndilega upp fyrir honum, að hann var ekki ungur lengur og var þar að auki draghaltur á öðrum fæti. Hann hafði orðað það við stelpuna hana Lily, að þau færu saman til Þess að njóta töfra sumarnæturinnar. Og nú veifaði hún til hans, þar sem hún stóð álengdar og glitraði öll af pallíettum. Johansen lét sem hann sæi hana ekki. Hún hafði í votta viðurvist gert gys að honum, þegar hann orð- aði það við hana að þau færu saman út í sumarnóttina. Og svo hvarf hún með þessum strákling, sem gætti bílabraut- arinnar. Hann var víst sterkari en sjálf- ur Tarzan og hafði skjannahvítar tenn- ur og ungur var hann náttúrlega, en það var sama. Johansen bölvaði sumarnóttinni í sand og ösku og öllum töfrum hennar. Hann gat ekki sofið. Hann gat ekki sætt sig við að verða að víkja fyrir yngri og hæfari mönnum. Hann dró fram gamlar ljósmyndir af sér og tók að drekkja sorgum sínum í þessari guða- veig. Þegar svefninn sigraði hann loks, var lítið eftir af hinu dýrmæta inni- haldi flöskunnar....Johansen vaknaði með harmkvælum morguninn eftir. Höf- uðið á honum var eins og vélbyssa og tungan límd við góminn. Hann leit skelfingu lostinn á tóma flöskuna og nú rann upp fyrir honum, hvað hann hafði gert. Börn og ungar stúlkur létu sér nægja að vinna eitthvert skran og dinglum- dangl, en karlmenn, þeir, sem áttu eitt- hvað í veskjunum sínum, lögðu ekki á sig ómak, nema til einhvers væri að vinna. Æi-jæja. Vesalings Johansen starði út yfir tívoliið vonlaus, og ennþá þung- 24 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.