Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1961, Blaðsíða 18

Fálkinn - 15.03.1961, Blaðsíða 18
LANDSPRÓF! Þetta orð vekur ugg hjá mörgum og það ekki að ástæðu- lausu. Það er álit flestra, að það sé þyngsta próf sem lagt er fyrir nemendur — í eðli sínu þyngra en stúdentspróf og emb- ættispróf. Á sínum tíma olli þetta nýja fyrirkomulag í kennslumál- um miklum og hatrömmum deilum og bent var á að með því yrði allt kapp lagt á yfirferð og ítroðslu, nemendur myndu lesa lexíur sínar eins og páfagaukar og kennarar gætu ekki kennt eftir sínu höfði lengur. Og enn er deilt um þetta fyrirkomulag. En hefði nú ekki einhver gaman af að heyra álit þeirra sem nú eru að lesa undir landspróf? Tveir strákar og ein stúika komu í heimsókn til okkar og við báðum þau að segja okkur ýmislegt um námið og við- horf þeirra til landsprófsins. —- Hvenær byrjið þið á morgnana? — Kortér yfir átta og við erum í skólanum til tvö, það er að segja þeir sem eru fyrripart dagsins. Það er líka kennt seinnihluta dags. Margir skólamenn hafa skrifað komulag þess. En hvað skyldu um málið ? Þrír þeirra segja .TÓMUR n — Og hvað vilduð þið svo segja um kennslufyrirkomulag- ið? — Það gengur allt út á páfagaukalærdóm — við hugsum mest um að ,,cirka“ út spurningarnar, en það getur verið hæpið. Árið 1959 var t. d. alveg skipt um fyrirkomulag í Jandafræðiprófinu og það fóru margir illa út úr því. Kenn- ararnir segja líka oft: Þið megið bóka að prófið verður eitt- hvað í þessum dúr, það er að segja, ef þeir breyta ekki til! — Heyrið þið nokkurntíma á kennurum að þeim leiðist að kenna undir landspróf? — Já, það er alveg áreiðanlegt að þeim leiðist að kenna á þennan hátt. —- Getið þið ekki haldið þeim uppi á ,,kjaftasnakki“? — Jú, það er nú oft hægt. r — Komast kennararnir þá yfir námsefnið? — Nei, það eru margir sem ekki komast yfir það. — Þérið þið kennarana? — Við þúum þá yfirleitt. Þeir vilja það heldur. -—- Hvað mynduð þið helzt vilja gagnrýna? •—- Við viljum ekki hafa þetta millistig á milli barnaskóla og landsprófsdeildar. Við erum t. d. alltaf að lesa þetta sama upp aftur og aftur, t. d. í sögu og landafræði og okkur finnst að við séum hreinlega tafin um ár. Við gætum lært mikið meira, ef það væri ekki verið að láta okkur lesa sömu náms- greinarnar upp aftur og aftur. -— Viljið þið byrja fyrr að læra tungumál? — Ne-ei þetta var agalegt grín að heyra kennarann bera fram dönsku í 12 ára bekk, sagði annar strákurinn. -— Er reynt að hafa lifandi kennslu — t. d. með hjálpar- gögnum og kvikmyndum? —- Það er af mjög skornum skammti. Það eru engin hjálp- artæki í eðlisfræði, aldrei kvikmyndasýningar, ekkert bóka- safn. í náttúrufræði fáum við að sjá einhver spjöld, þar sem gras er límt upp á pappír. í haust var sagt að við myndum fá einhver hjálpartæki, en þau eru ekki komin enn. — Félagslífið? j — Mesta furða hvað það er. En tilfellið er, að nemendur kynnast lítið, því við komum sitt úr hvorri áttinni. — Eru nokkrir með víni á dansæfingum? — Nei, það eru allir bláedrú. Það eru margir sem stunda 4 þetta til að láta aðra halda að þeir séu séní — en það smakk- ar enginn vín hjá okkur. Aftur á móti eru líklega 60% strák- anna sem reykja. Svo höfum við málfundi. Þar er alltaf rif- ist um Rússland og Bandaríkin. — Hver eru helztu áhugamál ykkar? — Það er ekki gott að segja. Yfirleitt hugsa krakkarnir lítið og loka sig mikið inni. Okkur finnst að það vanti ein- hvern stað, þar sem við gætum hitzt — rabbað saman, lesið eða gert það sem okkur langar til. Við sækjum yfirleitt ekki kaffihús og við höfum ekki ánægju af að vera með í Æsku- lýðsráði. Það er eins og fólk haldi að við höfum ekki áhuga á öðru en bíóferðum og dansi. Það er mesti misskilningur. og deilt um landsprófið og fyrlr- landsprófsnemendur sjálfir segja álit sitt á því hér... 18 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.