Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1961, Blaðsíða 16

Fálkinn - 15.03.1961, Blaðsíða 16
LEIFTUR Ingimar Johannsson eða Ingó, eins og hann er kallaður, æfir sig nú af miklu kappi. Hann og núverandi heimsmeistari í hnefaleikum, Floyd Patterson, hittast um miðjan þenn- an mánuð. Nú veit Ingó hver voru mistök hans síðast. Floyd vonar, að hann geri þau aftur. „En honum skal ékki verða að óska sinni,“ fullyrð- ir Ingó. Franski listmál- arinn Bernard Buffet sýnir ein- göngu myndir af eiginkonu sinni, Annabel, á hinni árlegu sýningu sinn í París. Síðasta hálfa árið hefur hann málað hana í 30 mis- munandi stell- ingum. Það getur oft verið skemmtilegt að skoða gamlar myndir og skyggnast andartak inn í fortíðina, ekki hvað sízt þegar heimsfrægt og nafntogað fólb á í hlut. Sennilega getur enginn gizkað á, hver er á myndinni hér að neðan, en það er engin önnur en kvikmyndaleikkonan og þokkadísin Sophia Loren. Þegar þessi mynd var tekin hét hún raunar aðeins Sophia Scicolone, var fátæk stúlka í Neapel, og lét sig ekki einu sinni dreyma um frægð og frama í hinum stóra heimi. Ungfrú Frakkland 1961. Hún heitir Michelene Wargnier. Kosningin var talsvert söguleg, þar sem fyrst hafði verið kjörin önnur, Luce Auger. Það kom nefnilega í ljós, að Luce átti bæði mann og barn og var þar að auki of ung. Sjuke Diekstra frá Hollandi sigraði í listhlaupi á Evrópueistaramótinu í skautum, sem fram fór í janúarm. s.l. Staðurinn, sem við lýsum að þessu sinni með mynd og fáeinum línum, er í þjóðbraut milli Norður- og Suðurlands og þar af leiðandi töluverður ferða- mannabær, einkum á sumrin. Fyrir nokkrum árum var þessi stað- ur aðeins lítið sjávarþorp, en er nú orðinn myndarlegur og stöðugt vaxandi útgerðarbær með á fimmta þúsund íbúa og að sjálfsögðu rafmagni og öðrum nýtízku þægindum. ☆ íbúarnir voru hér áður fyrr hvort tveggja í senn, sjómenn og bændur, en seinustu árin hefur landbúnaðurinn verið lagður á hilluna. Kartöflurækt var þá með miklum blóma og kartöflur staðarins voru frægar um allt land fyrir gæði. Kartöfluræktin hefur stórminnk- að seinustu árin. Eftir að vertíð var lokið á vorin, var tíminn notaður til að plægja og setja í garðana Kálgarðarnir blómstruðu milli húsanna á sumrin en á veturna voru þeir kuldaleg og nakin moldarflög. Karlmennirnir brugðu sér — og bregða sér enn — á síldveiðar fyrir Norðurlandi á sumrin, en á meðan óx og dafnaði kartaflan í garðinum heima. Konur og börn sáu um að halda garðinum við og reita úr honum arfann. Á kvöldin voru kýrnar sóttar inn fyrir bæinn til þess að mjalta heima í fjósi. Þannig var þetta, en nú hefur borg- arbragurinn gjörbreytt lífsvenjum íbú- anna. ☆ Á þessum stað eins og flestmn öðr- um verstöðvum er mikið um harðgerða og dugmikla sjómenn. Margir þeirra hafa sótt sjóinn af áhuga og eljusemi og oftar en einu sinni komizt í hann krappan Erfið hafnarskilyrði háðu út- veginum lengi vel, en nú hefur mynd- azt örugg og rúmgóð höfn. Hafnargerð- in er aðeins einn liður í þeim miklu framkvæmdum og framförum, sem orð- ið hafa þarna síðustu árin. Þeir, sem koma á þennan stað í fyrsta sinn, geta varla gert sér grein fyrir þeirri öru þróun, sem þar hefur orðið seinustu ár- in, meðan bærinn breyttist í skjótri svipan úr ofurlitlu sjávarþorpi í stóran og athafnamikinn útgerðarbæ. ☆ Fyrir nokkrum árum var ein stærsta verksmiðja ríkisins reist á þessum stað. Framleiðsla verksmiðjunnar gerir bygg- ingarframkvæmdir hér á landi auðveld- ari og ódýrari. Enn er ónefnt það sem gert hefur þennan stað einna frægastan á seinni árum. Það er þátttaka hans í einni grein íþrótta, sem vakið hefur þjóðarathygli og hlotið almenna viðurkenningu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.