Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1961, Blaðsíða 11

Fálkinn - 15.03.1961, Blaðsíða 11
1 jm ; J \\ Ý fjjljWt 1 r' \ s ■v w Wí. \ V M Z — Fjú Haworth auðvitað, hana5 sem ég ætla að segja þér frá. Macfarlane var að því kominn að segja: — Ég hélt að það væri Esther Lawes, sem þú ætlaðir að segja mér frá . . . En hann þagði og Dickie hélt áfram: — Það var eitthvað við hana, sem var öðruvísi en hjá flestum. Hún sat við hliðina á Lawes gamla og hlustaði al- varleg í bragði og álút á það sem hann sagði. Hún var með einhvers konar slæðu um hálsinn. Hún var rifinn í tvennt, held ég. Að minnsta kosti var hún eins og eldtungur um hálsinn á henni. Ég sagði við Rakelu: — Hver er þessi stúlka þarna? Þessi dökkhærða með rauðu slæðuna. — Áttu við Alistair Haworth? Hún er nú ekki dökkhærð, en hún er með slæðu um hálsinn. Hún er falleg, finnst þér það ekki? Óvenjulega falleg . .. Og hún var vissulega falleg. Hár hennar var unaðslegt: mjög ljóst 'og gljáandi. Ég hefði getað svarið fyrir að hún væri dökkhærð. Það er undarlegt hvernig augu fólks geta villt manni sýn. Að loknum snæðingi kynnti Rakel mig fyrir henni og við gengum saman fram og aftur um garðinn. Við töluðum um endurholdgun. — Það er kannski ekki beint efni við þitt hæfi, er það? — Jú, jú. Ég man að ég sagði henni, að stundum kæmi það fyrir, að maður hitti fólk, sem manni fyndist maður hafa hitt áður, enda þótt maður hefði aldrei séð það fyrr. Hún sagði: — Þú meinar elskendur til dæmis, er það ekki? Hún sagði þetta eitthvað svo und- arlega, eiginlega hvort tveggja í senn blíðlega og ákaft. Það minnti mig á eitt- hvað, ég gat ekki munað hvað var. Við héldum áfram að tala saman stundar- korn, en þá kallaði Lawes gamli frá svöl- unum, að Esther væri komin og vildi gjarnan heilsa upp á mig. Ungfrú Ha- worth lagði höndina á arm mér og spurði: — Farið þér inn? ■— Já, svaraði ég, við verðum það víst. En svo . . svo . . . — Hvað svo? —- Ja, það hljómar heimskulega, en ungfrú Haworth sagði: — Ef ég væri í yðar sporum, mundi ég ekki fara þarna inn. Þetta gerði mig hræddan, skilurðu, þetta gerði mig mjög hræddan. Það var þess vegna, sem ég sagði þér frá draum- unum. Sjáðu til: Hún sagði þetta ná- kvæmlega á sama hátt og Sígaunastúlk- an, rólega, en eins og hún vissi eitthvað, sem ég vissi ekki. Og þetta stóð ekkert í sambandi við aðstæðumar þarna . .. ég á við: Hún var falleg stúlka og vildi gjarnan að ég gengi með sér um garð- inn. Rödd hennar var bara svo hrygg. Það var næstum eins og hún vissi hvað mundi gerast. Ég geri ráð fyrir, að það hafi verið ókurteisi af méi', en ég srteri mér frá henni og gekk, nei, næstum. hljóp upp að húsinu, — rétt eins og ég yrði að komast í örugga höfn eins fljótt, og ég gæti. Og það rann upp fyrir mér, FALKINN 11

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.