Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1961, Blaðsíða 7

Fálkinn - 15.03.1961, Blaðsíða 7
NbURINN gáfu af „Tristian og Isolde" eftir Wagn- er. — Bernhard Shaw varð nú listdóm- ari við „The World“ og á árunum 1885 -—89 skrifaði hann fjölda greina um all- ar helztu listsýningar í London og hug- leiðingar almennt um listir. Síðar varð hann einnig hljómleikadómari blaðsins og fékk þá tækifæri til að lýsa aðdáun sinni á andagift Wagners. í einni af síð- ustu greinunum, sem William Archer skrifaði, segir hann ýmsar smásögur af sér og Shaw í gamla daga. Þ. á m. segir hann, að þegar Shaw var blaðamaður við ,,The World“ hafi útgefanda blaðs- ins gramizt eitthvað, sem Shaw hafi skrifað og sent honum langt og neyðar- legt skammarbréf. Shaw þaut að ritvél- inni sinni og prjónaði langt, fyndið og ósvífið svar, sem hann sýndi Archer. Archer benti honum vinsamlega á, að ef hann sendi þetta bréf, mundu dagar hans við blaðið vera taldir. En tveim- ur dögum síðar kom Shaw sigrihrós- andi til Archer og sýndi honum afsök- unarbréf frá útgefandanum. Bréfið end- aði þannig: „Einasta ástæða þess, að ég iðrast ekki þess, sem orðið er, er sú, að ég hefi haft það upp úr því, að fá svo ljómandi skemmtilegt bréf frá . yður.“ Árin 1880—90 voru mestu byltingar- tímarnir í lífi Bernhard Shaw. Hann gerðist þá jurtaæta, bindindismaður á vín, hatursmaður við tóbak en fyrst og fremst sósíalisti og ákafur félagsmað- ur í „Fabian Society“, sem hafði verið stofnað 1884, og fyrir hans tilstilli fór að gefa út hinar frægu „Fabian Essays“. Þessi óframfærni ungi maður, sem hafði kosið það helzt að þegja á mannafund- um hingað til, gerðist nú hinn slyng- asti ræðumaður og stóð enginn honum á sporði í tilsvörum. Hann talaði fyrir verkamenn og stúdenta og einu sinni hélt hann erindi fyrir þvottakonur í London. Að eigin sögn hélt hann beztu ræðuðna sína í Hyde Park í London „í ausandi slagviðri — fyrir ritara fé- lagsins, sem hafði beðið hann að tala og sex lögregluþjóna, sem voru sendir til að hafa gát á honum“. — Þrátt fyrir ólíka ytri framkomu, hefur Bernhard Shaw jafnan haft mörg einkenni gatna- mótaprédikarans. Árið 1894 dó Edmund Yates ritstjóri „The World“ og nú hætti Shaw list- dómara og tónlistardómarastörfum. Árið eftir varð hann leikdómari við „Satur- day Review“, sem Frank Harrys gaf út. Skrifaði hann langa greinaflokka í það blað til vorsins 1898, og hafa greinarn- ar verið gefnar út í tveimur bindum undir heitinu „Dramatic Opinions“, og mun hún vera sú frægasta og skemmti- Framh. á bls. 28.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.