Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1961, Blaðsíða 9

Fálkinn - 15.03.1961, Blaðsíða 9
# Myndirnar eru allar teknar í hinni sérstæðu útilegu í um 20 st. frosti, sem sagt er frá hér í greininni. Alls tóku 'um 90 manns þátt í leiðangrinum og þar af 28 konur. Að vonum hafa konurnar sérstaklega vakið at- hygli ljósmyndaranna, enda sýndu þær mikinn dugnað og hreysti. „utanhúss“ lokið og auk þess búið að grafa 20 snjóhús í skaflana þarna uppi á hnúknum. Auk þess reistu tveir áhorf- endur glæsilegt snjóhús handa fyrirliða hjálparsveita Rauða krossins — Leif Hanoa majór. -—- Stúlkurnar voru harðduglegar, sögðu allir leiðbeinend- ur einum rómi. Allar þessar 28 konur lögðu fram sinn skerf með íssög og skóflu að vopni. Það eru ákveðin handtök við að búa til falleg snjóhús, — það uppgötvuðu þær. Það þýðir ekkert að grafa í lausan snjó og það er óhemju erfitt að saga í gegnum bláís. Snjórinn verður að vera þéttur og mátu- lega harður, og dyrnar verða að vera í halla, þar sem skaf- renningurinn hefur myndað kamb. Fyrst eru ytri göngin grafin, sem eiga að vera eins og skjólgarður gegn vindinum. Síðan er haldið beint inn h.u.b. 2 metra, og á sá gangur að vera minnst 1.80 m á hæð, eða þannig að hægt sé að ganga uppréttur. Þakið verður að vera eins jafnt og mögulegt er — allar ójöfnur auka leka. Auk þess verður þakið að vera svo sterkt, að fullorðinn maður geti staðið þar ofan á án þess að það bresti. Ef þessu er ekki þannig varið, er nokkur hætta á óþægilegum heimsóknum! — Á þessum tíma er ég annars vön að fá mér miðdagslúr, sagði ein húsmóðirin og hallaði sér fram á skófluna. Hún hafði skilið mann sinn og þrjú börn á aldrinum 8 mánaða til 5 ára heima, til þess að geta tekið þátt í námskeiðinu. Miðdegisverður var matreiddur á sprittlömpum fyrir utan snjóhúsin. -—• Kveikið aldrei ljós inni í snjóhúsunum, sagði einn leiðbeinenda í aðvörunartón. — Byrji þakið að leka, myndast þunnt íslag, sem hindrar greiðan aðgang súrefnis í snjóhúsið, — þ. e. snjórinn hættir að anda. Klukkan sex fóru fyrstu „útilegumennirnir“ að búa sig undir nóttina. Það voru konur og má vera, að þær hafi lang- að heim í hlýja bólið .sitt. Allir bjuggu sig undir nóttina eftir öllum kúnstarinnar reglum. Öll vindheld föt voru nú lögð til hliðar, — maður má ekki svitna, því að þá vaknar maður ískaldur. Kuldastígvélin voru vandlega hreinsuð af öllum snjó og lögð í botninn á svefnpokanum. Farið var í þurra sokka og húfur dregnar vel niður fyrir eyru. (Það er kórvilla, að liggja berfættur í snjóhúsi, sögðu leiðbeinendur einum rómi). Dyrunum var nú lokað með snjóhellum, en ekki þéttar en svo, að loft náði að streyma inn. Til öryggis stungu sumir skíðastöfum sínum gegnum þakið, til þess að geta stjórnað aðstreymi loftsins. Klukkan 10 var komin á kyrrð á Örterhögda. 90 manns sváfu eða reyndu að sofa. Meginhlutinn af þessu fólki var undir snjónum, og dálítil skíma frá svæðinu gaf til kynna, að þarna væri fólk. Fjórir félagar úr hjálparsveit Finse vildu heldur sofa undir beru lofti. Þeir lögðu svefnpokana sína bak við varnargarð úr snjó, og ekki bar á neinni hræðslu við „Jónas“ meðal þeirra,. en hann var einmitt að hefja aðgerðir á Örterhögda um þetta leyti. Hörkukarlarnir frá Finse áttu að vera á vakt í snjóhúsahverfinu þá um nóttina og vekja íbúana kl. 5 um morguninn. Þeir spáðu Því, að ýmsir myndu sofa svo fast, að moka yrði ofan af þeim snjó- húsinu til þess að vekja þá. Frh. á bls. 33 Klukkan sex fóru fyrstu útilegumennirnir að búa sig undir nóttina. Það voru konur og vera má, að þær hafi langað heim í hlýja bólið sitt FALKiNN 9

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.