Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1961, Blaðsíða 5

Fálkinn - 15.03.1961, Blaðsíða 5
SALT J2st ? að hraðskreiðasta járnbraut- arlest í Evrópu er í Eng- landi? Með hraðskreiðustu lest- inni er í þessu sambandi ekki átt við þá lest, sem nær mestum hraða, heldur þá, sem ekur lengsta vegalengd á skemmstum tíma. — Með þennan mælikvarða í huga borg, fellur frá hinum mörgu eldstæðum borgarinnar, bæði í heimahúsum og verksmiðj- um, að meðaltali 30 tonn af ösku á dag. * er hraðlestin „The Bristoli- an“ í fyrsta sæti, þar sem hún ekur 191 km. vegalengd frá London til Bristol á að- eins 100 mínútumm. Hraði hennar er því 119 km. á klst. að það fellur aska í tonna- tali yfir stórborgimar á hverjum degi? Jafnvel í borg eins og Kaupmannahöfn, sem vegna legu sinnar við hafið og loft- lagsins er álitin hreinleg New York Times Maga- zine sagði nýlega frá eftir- farandi fólki, sem hafði af- sakanir á reiðum höndum: ★ Lundúnabúa, sem dreg- inn var fyrir lög og dóm og spurður að því, hvað í ver- öldinni hann meinti með því að hafa hest í leiguherbergi sínu. Svar: „Ég var svo ein- mana“. ★ Ökuníðingi, sem spurð- ur var, hvers vegna hann hefði ekið með 140 km hraða. Svar: „Ég er nýbú- inn að þvo bílinn minn og lá á að þurrka hann. ★ Sjúklingi, sem læknar spurðu, hvað hefði komið honum til að skjóta sig í magann. Svar: „Ég varð að gera eitthvað til að gleyma bölvaðri tannpínunni.1 ★ Bandaríkjamanni, sem var að því spurður, hvers vegna hann hefði kveikt í húsinu sínu. Svar: „Mér leiddist útsýnið úr stofu- glugganum“. ★ Sextíu og þriggja ára gömlum Vínarbúa, sem lög- reglan spurði hvers vegna hann hefði brotizt inn. Svar: „Ég hef verið heiðarlegur maður allt mitt líf, en um daginn var dælt í mig blóði, og það hlýtur að hafa verið tekið úr einhverjum þorp- ara.“ ★ Það þótti nýlega í frásög- ur færandi í Rio de Janeiro, að snákur beit Francisco nokkurn Feliciano, — sem elti kvikindið uppi, hand- samaði það og beit það til bana. ★ ★ Mesta ókurteisi, sem ég þekki, er að grípa fram í fyrir mönnum, sem eru að tala. Thomas Fuller. / 1489 gifti sig í stjörnusaln- um 1 Palazzo Borgia i Pari- one í Rómaborg hin fagra fimmtán ára gamla Giulia Farnese. Brúðguminn var jafngamall henni og af einni tignustu aðalsætt í Róm. — Rodrigo Bofgia kardínáli, sem síðar varð Alexander páfi VI, var sjálfur viðstadd- ur hina hátíðlegu athöfn og illar tungur þeirra tíma sögðu, að það hefði ekki ver- ið nein tilviljun. Hinn 58 ára gamli kardínáli hætti ekki fyrr en hann vann hug og hjarta ungu stúlkunnar, „hvaða ráð hann notaði til þess að ná takmarki sínu, vit- um við ekki,“ skrifar rithöf- undur frá þessum tíma, „en sennilega hafa auðævi hans haft mest áhrif“. Tveimur árum síðar var „Giulia la bella“ orðin ráðskona hjá kardínálanum og hélt áfram að vera það eftir að hann varð páfi. Allir aðilar virtust sætta sig mætavel við þessi málalok, meira að segja tengdamóðir Giuliu, sem notaði sér það óspart að njóta virðingar og hafa áhrif á páfann. ★ 1833 andaðist Frakkinn René Caillé, fyrsti hvíti maðurinn, sem fór til Timbuktu og kom þaðan lifandi aftur. Með því að leggja á sig óskaplegt erf- iði og þola margvíslegar mannraunir náði hann tak- marki sínu. Að launum hlaut hann mikil verðlaun frá franska landafræðifélaginu og var gerður að heiðursfé- laga þess. í hinni hættulegu ferð sinni hafði hann þó tek- ið sjúkdóm, sem dró hann til bana, skömmu eftir að hann komst heilu og höldnu úr ferð sinni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.