Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1961, Blaðsíða 19

Fálkinn - 15.03.1961, Blaðsíða 19
[FAGAUKALÆRDOMUR' Æskulýðshöll, þar sem ýmis félagsstarfsemi væri undir einu og sama þaki, væri mjög ákjósanlegur staður fyrir okkur. — Reynið þið að skera ykkur úr í klæðaburði t. d.? — Nei, það kemur víst ekki fyrr en í Menntó. —■ Kostið þið ykkur sjálf? — Að mestu, en yfirleitt þurfa krakkarnir einhverja hjálp. Og það er skammarlegt að stúlkur skuli ekki hafa sama kaup og strákarnir. Strákarnir vinna fyrir 15—20 þúsund krónum yfir sumarið að jafnaði, en stúlkur í mesta lagi 9— 12 þúsundum. — Hvað þurfið þið að eyða miklum tíma í lestur? —■ Að jafnaði lesum við svona 3—4 tíma, en við þyrftum líklega að lesa 4—5 tíma. Það eru margir, sem eyða miklu meiri tíma. — Hvenær farið þið í háttinn? — Ja, yfirleitt förum við að hátta um kl. 12. Og þau vilja fá sum prófin munnleg, þau vilja fá 4—5 daga á milli prófa, en ekki allt í einni bendu eins og nú er, þau vilja öll fá meiri kennslu í íslenzku, sérstaklega bók- menntasögu, og að ritgerðir þeirra séu gagnrýndar — þ. e. a, s. fá að vita hvað sé vel gert og hvað illa. Við spyrjum að lokum tveggja spurninga. — Hvernig á kennari að vera að ykkar dómi? — Hann á fyrst og fremst að vera skemmtilegur og hann á ekki að vera með neinn hroka. Hann á að vera alþýðlegur, en samt að vera ákveðinn. Sumir kennarar eru hræddir við okkur, aðrir kenna bara með hörkunni. En okkur líkar yfir- leitt vel við kennarana, þó að samband okkar við þá sé frem- ur ópersónulegt. — Og kvíðið þið svo ekki prófinu? — Ja, jú, en við trúum því nú samt ekki að það sé nú eins hræðilegt eins og það virðist í fyrstu. Fari illa þá reyn- um við kannski aftur. Svo kveðja þessir hreinskilnu og hressilegu unglingar -—• þau þurfa aðeins að líta í skræðurnar fyrir morgundaginn og við vonum að þau hafi gert það. Ljósm. Fálkans brá sér niður í Gagnfræðaskólann við Vonarstræti, en þar er aðalaðsetur landsprófsins. Hann tók m. a. þessa mynd af nokkrum strákum, sem allir þreyta hið þunga próf í vor.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.