Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1961, Blaðsíða 25

Fálkinn - 15.03.1961, Blaðsíða 25
lyndari en kvöldið áður. Sá gamli stjórn- aði fyrirtæki sínu vel og röggsamlega og hann mundi uppgötva fyrr en varði, að flaskan var horfin. Ekki var hægt að segja, að einhver hefði verið svo heppinn að vinna hana. Það gerðist ekki nema með margra ára millibili; og sá atburður vakit gífurlega athygli, og var ekki um annað talað næstu daga. Hvað átti hann að gera? Útvega sér í snatri aðra flösku með leynd? í fyrsta lagi vra hún dýr. í öðru lagi var ekki víst, að hann gæti fengið svona góða tegund. Vogelsang fékk koníakið gegn- um sambönd við Kaupmannahöfn. Æ, hvers vegna í fjáranum hafði hann farið að drekka þetta? Gerði það hann máske ungan og aðlaðandi aftur, svo að hann væri samkeppnisfær við ungu karl- mennina? Til dæmis þennan sem var eins og Tarzan og seldi börnum aðgang að rafmagnsbílunum? Þessi ekkisens sumarnótt og anganin af villtu rósun- um — og .... æ, þetta hafði allt sam- an ruglað hann í ríminu. En eitthvað varð að gerast í málinu. Ef flaskan lá ekki á sínum stað, þá mundi sá gamli eins og amenið í kirkjunni spyrja hvar hún væri. í örvæntingu sinni tók Johansen það til bragðs, að fylla flöskuna með vatni og setja dálítið kaffi út í til að fá rétt- an lit. Hann lokaði flöskunni vandlega og var fljótur að því, því að hann var lipur í fingrunum. Þetta er allt í himnalagi, sagði hann við sjálfan sig. Það vinnur enginn flösk- una og ég skipti um, strax og ég get. Allt í þessu fína .... Flaskan var á sínum stað, þegar opn- að var. Enda þótt Johansen væri svo til 100 prósent viss um að enginn ynni flöskuna, þá svitnaði hann í hvert ein- asta skipti sem einhver kastaði. Kannski var það líka hitanum eða þessari ær- andi tónlist eða garginu í rafmagnsbíl- unum eða skrækjunum í stelpunum eða kannski lyktinni frá eplaskífunum henn- ar Katingku .... — Guð á himnum, hvað ég hef selt af eplaskífum, hrópaði hún. Sultutauið er gengið til þurrðar. Johansen óskaði þess, að samvizka hans væri eins hrein og Kathinku. Sömuleiðis óskaði hann þess, að klukk- an væri orðin ellefu, svo að hann gæti lokað skúrnum, farið heim og gleymt öllu saman. ★ Stundarfjórðungi yfir átta gerðist slysið. Stór, ljóshærður náungi, senni- Hann opnaði gluggann og fann angan sumar næturinnar. Þetta var óbærilegt. Hann varð að gera eitthvað og greip til þess ráðs, sem hann iðraðist sáran ... SMÁSAGA EFTIR KAREN MÖLLER lega trésmiður eða eitthvað þvílíkt, kom í skúrinn. Hann kastaði fyrst þrisvar án þess að vinna neitt. Síðan kastaði hann þrisvar í viðbót, og í síðasta kastinu dansaði hringurinn um háls koníaks- flöskunnar. — Þú hefur unnið, Andreas, hrópaði konan hans upp yfir sig. Þú hefur unn- ið heila flösku af koníaki. En hvað við vorum heppin! Áhorfendur hrópuðu húrra. Johansen teygði sig eftir flöskunni. Hvað átti hann að gera? Missa hana á gólfið og brjóta hana og bjóðast til að borga andvirði hennar? Ó, guð minn. Hann gat krafizt geysihárrar upphæðar. Eða átti hann að segja hreinskilnislega, að verið gæti, að eitthvað væri athugavert við inni- hald flöskunnar? Johansen þurfti ekki að ómaka sig lengi við hugleiðingar af þessu tagi, því að hinn hamingjusami vinnandi þreif flöskuna af honum og stakk henni inn á sig og var auðsjáanlega staðráðinn í að láta hana aldrei af hendi. — Agnes! Nú getum við fengið koníak með kaffinu, eins og hverjir aðrir greifar. Lítil stúlka bað um að fá að kasta. Johansen rétti henni í ógáti aðeins tvo hringi. — Það stendur þrjú köst fyrir eina krónu, mótmælti hún. En Johansen var allur með hugann við flöskuna. Hann varð að hlaupa á eftir manninum og segja honum allt af létta! En hann var þegar horfinn í mannþröngina. Sviti spratt fram á enninu á Johan- sen, ýmist heitur eða kaldur. Að hugsa sér, ef þau færu nú beint heim til sín og byðu öllum nágrönnum sínum upp á kaffi og koníak! Hann sá fyrir sér andlit samkvæmisgestanna ljómandi af tilhlökkun, og svo, þegar bragðað væri á drykknum .... Sennilega mundi öll hersingin koma til hans með steitta hnefana, herra Vogelsang kæmist að öllu saman og hann yrði rekinn með skít og skömm. — Ó, náðugi herra! Láttu þennan mann vera í hópi þeirra, sem þykir gam- an að eiga og geyma áfengi og lúra á því. Láttu hann geyma það þangað til á afmælinu sínu í desember eða síð- ar ... Johansen leið miklar sálarkvalir næstu nótt. Morguninn eftir var sunnu- dagur og opið allan liðlangan daginn. Á hverri stundu gat hann átt von á æva- reiðum manni, sem hótaði honum öllu illu og fengi hann sennilega rekinn. Einhverntíma í morgunsárinu sofnaði hann loks. Hann dreymdi, að hann væri umkringdur af stórum og réiðum mönn- um, sem börðu hann méð koníaksflösk- um. Á eftir komu þeir með slöngu, ráku hana á kaf upp í hann til þess að pumpa upp úr honum koníakið, sem hann hafði drukkið í leyfisleysi. Stelpan hún Lily var þarna framarlega í flokki og skelli- hló að öllu saman. Johansen lauk upp augunum. Það rigndi ekki. Það var brakandi sólskin. Hann skrönglaðist út úr kojunni sinni og setti upp kaffið. Honum þótti vænt um morgunkaffið sitt, en að þessu sinni bragðaðist það ein= og blek. Hann barði að dyrum hjá gamla herra Vogelsang. Eiginkona númer þrjú lauk upp fyrir honum. Sá gamli kom fram í rósóttum morgunslopp. — Koníaksflaskan, er það ekki? sagði hann. Hún var unnin í gær. Þú verður þá líklega að fá nýja. En það dugar ekki, að láta fólkið vinna heila koníaksflösku á hverjum degi, Johan- sen. — Nei, stundi Johansen. Það var heiður himinn og glaðasól- skin. Staðurinn var orðinn eins og mauraþúfa fimm mínútum eftir að opn- að var. Kathinka bakaði eplaskífur svo að svitinn bogaði af enninu á henni og það var löng biðröð fyrir utan tjald spákonunnar. Johansen gætti stöðu sinn- ar með öðru auganu, en með hinu starði hann á mannfjöldann og bjóst við reið- um manni á hverri stundu. Aðstaðan varð vonlausari því meira sem hann braut heilann um hana. Ef hann gat róað manninn og látið hann hafa nýju flöskuna í staðinn fyrir hina, þá var fjandinn laus. Sá gamli tæki strax eftir hvarfinu. Þegar farið var að dimma og búið að kveikja á ljósunum, var Johnsen að biðja Kahinku að útvega sér asperín- skammta.. . Loks kom að því! Johansen stirðnaði upp. Hann sá eitthvað grænt og það kom nær. í grænum jakka var ljóshærði mað- urinn og það var fullt af fólki í fylgd með honum. Johansen fölnaði og fékk svima. Nú mundi það verða: Allt fólkið Frh. á bls. 33 FÁLKINN 25

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.