Fálkinn - 19.04.1961, Blaðsíða 4
Fyrsta flokks sænskar
tJtvegum beint frá verksmiðju liljóðeinangrunarplötur
af öllum stærðum og gerðum.
Ireröiö 40lœgra en
áönr hefur þehk&i hér»
íendis.
*
Elding Trading Company
Hafnarhvoli.
ALEC Guinnness, sem nú hef-
ur verið aðlaður, getur lekið
næstum hvaða hlutverk sem
er, og innir ævinlega starf sitt
af hendi með aðdáunarverðri
alvöru og umhyggju.
í næstu kvikmynd sinni á
hann að leika Japana, og til
þess að geta gert það að
nokkru gagni hefur hann ekki
aðeins fengið sér tíma í jap-
önsku, heldur einnig lagt sig
allan fram við að læra siði
þá og lifnaðarhætti, sem tíðkast í Japan.
Japanski kennarinn hans í Tokíó kenndi
honum að borða með prjónum, og við það
tækifæri fékk Guinness erfitt viðfangsefni
að glíma við. Fyrir framan hann var sett
skál með súpu í og í henni flaut ein einasta
lítil baun. Nú átti Guiness að ná bauninni upp
úr diskinum eingöngu með prjónunum tveim-
ur.
Dag eftir dag sat hann klukkutíma eftir
klukkutíma og reyndi að ná bauninni upp.
Að síðustu heppnaðist honum það.
— Nú næ ég henni strax í fyrstu lotu,
sagði hann við kvikmyndastjórann og brosti
sínu óborganlega brosi.
Nei, Alec Guinnes gefst aldrei upp við neitt
verkefni, sem honum er fengið í hendur,
hversu erfitt sem það reynist honum 1 fyrstu.
VENJULEGIR áhorfendur í-
mynda sér ósjálfrátt oft á tíð-
um, að leikari, sem leikur ill-
ræðismann, sé hinn versti
maður. Um þetta hefur Orson
Welles sagt nýlega eftirfar-
andi setningu:
— Eitthvert mesta hól, sem
nokkur leikari getur fengið, er einmitt þetta:
Að áhorfendur séu handvissir um að hann sé
argasti óþokki í einkalífi sínu, — af því að
hann leikur einhvern skúrk í kvikmynd eða
á sviði.
Iggg
;
CHAPLIN gamli hefur lýst
yfir því, að í næstu kvikmynd
sinni muni hann undir eng-
um kringumstæðum sætta sig
við annan meðleikara en Sop-
hiu Loren. Og þar með hefur
hann einnig sagt okkur, að
hann sé enn einu sinni með
nýja mynd á prjónunum og
einnig, að hann hafi góðan smekk fyrir kven-
fólk, þrátt fyrir aldurinn. — Sonur Chaplins,
Sidney, notar heimili foreldra sinna fyrir
vöggustofu, þegar hann þarf að heimsækja
konu sína, Noélle Adams, sem leikur nú í
kvikmyndinni „Þúsund og ein nótt“ í Róma-
borg. Þriggja. ára gamlan son þeirra skilur
hann eftir hjá Chaplin og Oonu í Sviss á
meðan, því að eins og Sidney segir:
— Pabbi gamli á svo mikið af þessum roll-
ingum sjálfur, að hann tekur ekkert eftir,
hvort það er einum fleira eða færra.