Fálkinn - 19.04.1961, Blaðsíða 9
TEIKNING:
SIGURJDN'
JDHANNSSDN
Þa& var nærri því óhugnanlegt, að þau
skyldu ekki treysta sér til að horfast
í augu við þá staðreynd, að barnið gat
alls ekki verið lifandi. Jafnvel déttirin
sem eftir lifði þóttist leika sér við
hina horfnu systur srna ...
höfðu myndað sér — um fjórar persónm
Svo gerðist það einn daginn að Sue
hvarf! Hún hafði verið að leika sér fyr-
ir utan húsið, og kínverska fóstran, sem
átti að líta eftir henni, hafði snöggv-
ast skroppið inn. Þegar hún kom út
aftur var barnið horfið!
Ég hef talsvert mörgum sinnum séð
lögregluna slæða höfnina í Hongkong,
en aldrei jafn lengi og vandlega sem í
þetta sinn. Pethick stjórnaði leitinni,
og auk þess saumfóru þeir hverja ein-
ustu smugu og smágötu, en allt varð
árangurslaust.
Eftir sólarhring, þegar Alma hafði
loks fest lausan svefn, eftir ýmis konar
róandi lyf og inntökur, sem læknarnir
höfðu gefið henni, og við sjálft lá a<5
þeir yrðu að taka Bill með valdi og
koma honum fyrir á taugahæli, skaut
barninu upp aftur. Sue var ótrúlega ú-
hrein, en glöð og ánægð. Hún sagðist
hafa verið að leika sér við systur sína
úti í báti, en meira var ekki hægt að
veiða upp úr henni.
Þegar foreldrar hennar höfðu jafnað
sig eftir ákomuna, fannst þeim báðum,
að eiginlega hefði þetta verið holl til-
viljun, því að nú mundu þau fara a<5
horfast í augu við raunveruna og opna
augun fyrir því, að draumórar þeirra
mundu hafa haft óholl áhrif á Sue. Bill
sagði lausu starfi sínu og þau fóru a<5
gera ráðstafanir til að komast heim til
Englands.
Kvöldið áður en þau ætluðu að sigla
ókum við með þeim upp í meginlandið,
því að þau langaði til að kveðja vini
okkar allra, sem þar áttu heima. Af því
að Alma þorði ekki að missa sjónar á
barninu sínu — þó ekki væri nema
stutta stund — höfðum við Sue méð
okkur, þó talsvert væri áliðið kvölds.
Hún hafði hniprað sig og sofnað í aft-
ursætinu við hliðina á henni móður
sinni þegar við komum að bílferjunni
á Jórdanveginum í bakaleiðinni. Við
staðnæmdumst aftast í bílarununni, sem
beið eftir að komast út á landgangipn
og upp í ferjuna, og við Bil] fengum
nóg að hugsa, að verjast betlurunum —
aðallega kvenfólki og krökkum — sem
reyndu að komast inn í vagninn til
okkar. Ég rak hausinn út um glugg-
ann og kallaði á ferjumanninn, en um
leið og ég gerði það heyrði ég Ölmu
hrópa:
— Sue, Sue! Komdu fljótt...
Litli anginn ,sá arna hafði opnað bíl-
hurðina og smogið út. Við eltum hana
öll, en á þessari stuttu stund var hún
horfin i allri bendunni, sem þarna vav.
Þessi Chapplebury-fjölskylda var orðin
til vandræða fyrir okkur hjónin!
í þetta skiptið týndist Sue ekki nema
eina klukkustund. Við fundum hana
sofandi í skelfing sóðalegum húsbát inn-
an um fjölda af kínverskum krökkum,
og hún hafði tekið utan um hálsinn á
einu þeirra. Þó að þetta barn væri skelf-
ing óhreint og í sams konar buxum og
buru- og fiskimennirnir í Hongkong
Frh. á bls. 28
FÁLKINN
9