Fálkinn


Fálkinn - 19.04.1961, Blaðsíða 10

Fálkinn - 19.04.1961, Blaðsíða 10
FOSTR 1. SEYTJÁNDA ÖLDIN gekk í garð hér á landi með miklum harðindum. Hver harðindavetur rak annan og lamaði bjargræðisvegi landsmanna, sem ekki máttu við miklum skakkaföllum. í kjölfar harðindanna fylgdu meiri af- skipti danska konungsvaldsins af verzlun landsins. Ein- okun danskra borga á Islandsverzlun var að nokkru af- leiðing siðaskiptanna. Eftir að Danir biðu ósigur í trúar- bragð&styrjöldunum og misstu stórlega lönd, sneru þeir sér fremur en áður að arðráni gegnum viðskipti við ís- lendinga. Hafði þetta ill áhrif á alla afkomu almennings á íslandi, og ekki sízt þeirra, sem byggðu afkomu sína að einhverju leyti á sjávarafla. I kjölfar siðaskiptanna sigldi hraðbyrr í öllum lúthersk- um löndum heitttrúarstefna, mörkuð af mikilli þröngsýni, ekki síður en kaþólska kirkjustefnan var áður. Trúar- bragðastyrjaldirnar í Norður-Evrópu ollu ekki aðeins mikl- um hörmungum og manndauða. Upp úr þeim reis alda heittrúar, sem endurspeglaði hörmungar styrjaldanna í kenningum klerka og trúar. Satan og púkar hans voru alls staðar og frömdu illskuverk sín, og hinir góðu þjón- ar drottins fengu lítt rönd við reist. Þessi kenning birtist skýrust og án nektar í galdraofsóknunum. Galdur og galdatrú eru jafngömul mannkyninu. Fólk hefur alltaf trúað á töfra og töfrabrögð. Hér á landi eru sagnir um galdur og galdramenn frá öllum öldum. En á 17. öld kyntu prestar ög sumir umboðsmenn hins danska valds undir nýrri galdratrú, sem leiddi til galdraofsókna. Fyrsta galdrabrennan hér á landi var árið 1625, norður á Meleyri í Eyjafjarðarsýslu. Magnús sýslumaður Björns- son dæmdi ungan mann, Jón Rögnvaldsson að nafni, fyrir galdur. Ekki er vitað, að nein stoð hafi verið í íslenzkum lögum fyrir dóminum. En hins vegar var útgefin fororning í Danmörku um galdrabrennur 1617, en hún var aldrei birt hér á landi. Árið 1620 tók nýr hirðstjóri við embætti, Holgeir Rosenkrants, danskur. Talið er, að hann hafi mjög ýtt undir galdraofsóknir, enda var hann gagnsýrður af hinni konunglegu leiðsögn siðaskiptaaldarinnar. Andi siðaskiptamanna í hinni nýju heittrúarstefnu féll í góðan jarðveg hjá mörgum prestum og valdsmönnum veraldlegum hér á landi. Prestarnir prédikuðu helvítis- kenninguna og vald Satans á jörðinni og hin lymsku og illskufullu brögð hans, til að ná valdi yfir gjörðum og vilja mannanna. Almenningur varð smátt og smátt lamaður af þessari kenningu og fylltist amasýki og ótta. Sérstaklega gætti þess í sumum landshlutum. En hins vegar voru marg- ir, sem ekki tóku kenninguna alvarlega, og komu jafnvel galdraorði á þá klerka, sem ákafast prédikuðu galdraof- sóknirnar. 17. aldar prestar virðast yfirleitt hafa verið gagnteknir af þessari stefnu, sést það gleggst, þegar at- hugaðar eru trúarhugmyndir þeirra, sem koma fram í sálmakveðskap aldarinnar. Röksemdir siðaskiptamanna fyrir galdratrúnni og galdra- ofsóknunum voru mjög byggðar á heimsmynd kirkjunnar. Heimsmynd þessi kemur á nokkrum stöðum greinilega fram í ritum íslenzkra presta á 17. öld. En hvergi eins skýr og glögg eins og í ritum síra Jóns Daðasonar í Arnarbæli og síra Páls Björnssonar í Selárdal. Af því verður betur vikið síðar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.