Fálkinn


Fálkinn - 19.04.1961, Blaðsíða 21

Fálkinn - 19.04.1961, Blaðsíða 21
— Alveg hárviss. Vertu sæll, Brian, og þakka þér inni- lega fyrir. Hann opnaSi bílinn og hjálpaði henni inn. — Við sjá- umst á morgun, og þá getum við talað saman, sagði hann. — Já, sagði hún. — Þá getum við talað saman. Hugh — og Diana — og Brian. Þessi þrjú nöfn voru á sveimi í hug hennar langa and- vökunótt. Sundurlaus orð og slitur úr setningum voru sífellt að koma upp í endurminningunni. Rödd Diönu . . . rödd Hughs . . . Brians. „Ég get ekki falsað sjálfa mig lengur . . .“ „Þegar ég geri samning, ætla ég mér að halda hann . . .“ „Það eina sem ég bið um er að fá að gera þig hamingju- sama . . .“ Brian — og Hugh — og Diana . . . nöfnin fléttuðust sam- an og urðu eins og reipi, sem hert var að hjarta hennar og marði allt það, sem hún hafði einu sinni vonað og hana hafði dreymt um. Það var augljóst, hvernig þetta mundi fara. Hugh hafði sagt að hjónaband þeirra héldi áfram þangað til hún færi fram á að því lyki. Og Brian hafði gefið henni ástæðu til að biðja um frelsi. Fullgilda ástæðu, sem allir mundu sætta sig við, og sem mundi gera þrjár manneskjur hamingjusamar. KVEÐ JUBRÉFIÐ. Irena sá ekki Hugh aftur þann daginn. Það var hitinn, sem hlífði henni við því. Hún fékk höfuðverk og varð að fara að hátta áður en hann kom heim. Hún afréð að skrifa honum bréf. Það var auðveldara en að segja munnlega það sem henni lá á hjarta. Hún gat vandað sig betur, ef hún segði þetta skriflega, og hugsaði sig um. Hún gat skrifað bréfið upp aftur og aftur, þangað til það var orðið sannfær- andi. Og hún ætlaði að fara burt áður en hann læsi það. Yrði hún dauf og miður sín yfir morgunverðinum, gat hún kennt höfuðverknum um. Og of heitt — hitinn hafði haldið fyrir henni vöku um nóttina. — Ég er hræddur um að hann hvessi í dag, sagði Hugh yfir morgunverðinum. Hann horfði áhyggjufullur á hana. — Þú ert svo guggin, Irena, sagði hann. — Ertu slæm í höfð- inu ennþá? — Já, talsvert, sagði hún. — Þú ættir að vera í rúminu í dag, sagði hann. — Þetta kemur af hitanum. Það er bezt að þú hvílir þig í dag. Við erum ekki við neitt bundin í kvöld — er það? -—• Nei, sagði hún. — Við erum ekki við neitt bundin í kvöld. Hann kinkaði kolli og leit á klukkuna. — Ágætt. En nú verð ég að fara. Hann ýtti stólnum frá borðinu og stóð upp. Hann stóð kyrr um stund og studdi hendinni á öxl henni. — Farðu nú varlega með þig, góða. Ég skal koma heim eins fljótt og ég get. — Já, sagði hún. — Vertu sæll, Hugh. Hana langaði til að líta á hann og brosa ■—- og rista í endurminningu sína hvern smádrátt í andliti hans, en hún þorði það ekki vegna þess að varir hennar titruðu og tárin leituðu fram í aug- unum. Jafnvel meðan hann stóð kyrr við hliðina á henni þorði hún ekki að líta á hann, svo að hann sæi ekki hvernig henni væri innanbrjósts, og svo gekk hann út úr stofunni. Hún heyrði fótatak hans í fordyrinu — heyrði dyrnar lok- ast á eftir honum . . . og nú var hún ein. — Hugh! æpti hún allt í einu í geðshræringu, en kæfði niðri í sér ópið, svo að hann skyldi ekki heyra það og koma inn aftur. Þó að kokið herptist saman, eins og í krampa, strauk hún af sér tárin til að geta séð hann einu sinni enn — aðeins einu sinni — áður en bréfið, sem hún ætlaði að skrifa, gerði óyfirstíganlegt djúp milli þeirra. Sólin var brennheit, er Irena kom út á svalirnar og horfði yfir glitr- andi sjóinn. Hún gat ekki séð sjálfar húsdyrnar, en hún sá hvíta gangstéttina, er Hugh gekk út að bílnum sínum. Hún sá bregða fyrir dökkhærðu höfði og gráum fötum — og rauði bíllinn barst inn í umferðarstrauminn á Avenida At- lantica. Hún stóð þarna lengi og fann að hjarta hennar hafði fylgt honum -—■ að lífið án hans mundi verða tómt og til- gangslaust. En hún mátti ekki hugsa um það. Hún varð að skrifa bréfið og láta dótið sitt ofan í tösku. Hún gekk inn í stofuna aftur og hringdi á Önnu til að biðja hana um að taka af borðinu. Þegar það var gert og Irena var orðin ein í stof- unni, settist hún og fór að hugsa um hvernig hún ætti að orða bréfið. Bréfið varð ekki langt — tæp blaðsíða, en hún var meir en klukkutíma að koma því saman. Það var stutt og ofur látlaust bréf, sem hún loks stakk í umslagið og skrifaði „Hugh“ utan á og lagði það á borðið, svo að hann sæi það þegar hann kæmi heim. Hún hafði ekki minnzt einu orði á Brian — hún skrifaði aðeins að hún óskaði að verða frjáls: „Þú sagðir, að ég skyldi láta þig vita þegar ég óskaði að slíta samningnum, og það vil ég nú.“ Honum mundi eflaust þykja ráðgáta, hvers vegna hún skrifaði honum í stað þess að segja þetta munnlega, en það varð ekki við því gert. Hún gat ekki sagt, að hún væri hrædd við að ræða málið við hann, því að þá mundi hún kannske sleppa sér og segja allan sannleikann. Hans vegna, fremur en sjálfrar sín, tók hún þá leiðina, sem var léttust og öruggust. Hún skrifaði að hún mundi verða á Gloria Hotel, ef hann vildi hafa tal af sér. Hún hafði þegar símað í gistihúsið og tryggt sér herbergi þar. Þegar Hugh næði sambandi við hana, mundi hún þegar hafa gefið Brian svar, og þannig brotið allar brýr að baki sér. Og þá var auðveldara að tala við Hugh. Hún var að taka saman dótið sitt þegar Brian símaði til hennar. Hún heyrði eftirvætninguna í rödd hans, þó hann reyndi að láta ekki á henni bera: — Halló, Irena, hvernig líður þér? — Mér líður vel, Brian. — Hvenær má ég hitta þig? — Hvenær sem er, sagði hún. Hún heyrði gleðina í rödd hans. —■ Eigum við að hittast á Barracuda-gildaskálanum eftir hálftíma? Við getum talað saman þar. — Já, ég kem eftir hálftíma, sagði hún og sleit samband- inu. Hún hélt áfram að ganga frá dótinu. Þegar ég hef sagt „já“ við Brian verður þetta allt auðveldara, sagði hún við sjálfa sig. Þegar Hugh hafði lesið bréfið, mundi allt verða léttara. Þá þýddi ekkert að hugsa um að snúa við — hún varð að halda áfram leiðinni, sem hún hafði valið . . . og Hugh yrði frjáls og gæti gifzt Diönu. Steinn eftir stein mundi bætast í garðinn, sem skildi Hugh og Irenu að, og því hærri sem sá garður yrði, því auðveldara yrði henni að leika hlutverkið sitt. Það var aðeins byrjunin, sem var erfið. Hún fór í kjól, sem hún vissi að Brian þótti fallegur. Brian tók alltaf eftir fötunum, sem hún var í. Hún hafði aðeins tíma til að setja töskuna sína inn í gistihúsið áður en hún færi í veitingastaðinn. Hún sagði Önnu að hún ætlaði út og vissi ekki hvenær hún kæmi aftur, en að hún hefði skilið eftir bréf til „O patráo“. Framh. Jafnvel meðan hann stóð kyrr við hfiðina á henni þorði hún ekki að líta á hann, svo að hann sæi ekki hvernig henni væri innan- brjósts, svo gekk hann út... FÁLKINN 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.