Fálkinn - 19.04.1961, Blaðsíða 7
Félagarnir fjórir, sem sýndu ljós-
myndir í bogasalnum fyrir skömmu,
tóku það fram í viðtali við eitt dag-
blaðanna, að Hjálmar hefði verið sá
fyrsti er hvatti þá til listrænna vinnu-
bragða og að þeir ættu honum mikið
að þakka. Margir myndu fýsa þess að
fá að sjá sýningu á beztu verkum Hjálm-
ars og er þeirri hugmynd hér með kom-
ið á framfæri.
Um myndirnar er það að segja, að
landlagsmyndin er af Dyrhólaey, en hin
litla myndin er þeirrar tegundar, sem
kallast myndi „Tabe top“ eða kyrrlífs-
mynd. Konan, sem er með kaðal brugð-
ið um höfuðið, er Erná Sigurleifsdóttir,
sem margir minnast frá því hún lék hér
með leikfélaginu. Erna er nú búsett er-
lendis. Hin myndin er af eiginkonu
Knúts Magnússonar leikara.
☆
I FRAMHALDI af því, sem hér hefur
verið getið um Hjálmar Bárðarson og
athygli þá, sem verk hans vöktu í Dan-
mörku, er ekki úr vegi að skyggnast um
hér heima á þessu sviði, en nýlega urðu
talverð blaðaskrif um ljósmyndagerð í
sambandi við tvær ljósmyndasýningar.
Ljósmyndarafélag íslands varð 35 ára
fyrir skömmu og hélt sýningu á 150
myndum eftir 15 ljósmyndara, en í
félaginu eru um 35 meðlimir. Þetta var
fyrsta sýning er félagið gekkst fyrir hér
heima. Sýning þessi vakti nokkur von-
brigði og var það skoðun margra, að
Litli ljósmyndaklúbburinn, fjórir áhuga-
menn, sem sýndu myndir sínar um sama
leyti, hefðu með myndum sínum gert
atvinnuljósmyndurum ljótan grikk; þar
sem þeir síðarnefndu áttu ekki von á
neinni samkeppni.
Það er ekkert launungarmál að at-
vinnuljósmyndarar telja sig í hættu
vegna sívaxandi áhuga almennings á
ljósmyndagerð og hafa þeir sótt til dóm-
stóla til að fá iðngreinina verndaða.
Þannig hefur ríkt kalt stríð milli at-
vinnu- og áhugamanna í þessu máli.
Erlendis er ekki gerður neinn munur
á atvinnu- og áhugaljósmyndara, heldur
eru það verk þeirra sem skipta máli.
Það er ekki nema skiljanlegt að atvinnu-
ljósmyndurum gefist ekki tími til að
sinna hinni listrænu hlið ljósmyndunar
að neinu marki, þar sem hin vana-
bundnu störf þeirra krefjast svo mikils
tíma. Sá atvinnuljósmyndari, sem hér
mun einna kunnastur fyrir listræn
vinnubrögð, er Kaldal, enda hefur sá
maður ekki auglýst sig sem passa- og
barnamyndaljósmyndara.
☆
Það er ástæða til að óska þess að
áhugamenn og atvinnuljósmyndarar
vinni saman að því að gera sem mest
fyrir það fólk, sem áhuga hefur á að
taka og vinna ljósmyndir. Ljósmynda-
vélin er tæki, sem flestir geta eignazt
og haft ánægju af. Það eru samt allt
of margir, sem ekki skynja að ljós-
myndavélin er tæki til listsköpunar,
ekki síður en heimildartæki. Þeir, sem
hafa þekkingu á ljósmyndagerð, at-
vinnu- jafnt sem áhugamenn, eiga að
koma þessu fólki til liðsinnis, opna augu
þess og auðga hugmyndaheim þess. í
viðtali í einu dagblaðanna sögðu áhuga-
menn t. d.: „Við vildum gera eitthvað
meira en það venjulega. í byrjun tók-
um við aðallega fjölskyldu- og lands-
lagsmyndir. Það lærist fljótlega að taka
skarpa og réttlýsta mynd, en við viss-
um að það voru ótæmandi möguleikar
fyrir hendi að skapa eitthvað nýtt. Og
við stofnuðum klúbb til þess að við gæt-
um lært hver af öðrum og rabbað sam-
an — og rifizt. Það gerum við oft, því
skoðanir okkar eru misjafnar."
FÁLKINN 7