Fálkinn - 19.04.1961, Blaðsíða 19
Rætt við 4 leigubílstjóra
.— Það kemur fyrir að þeir spyrja
um brennivín.
Þegar hér var komið; var röðin
komin að Níelsi. Það leið heldur ekki
á löngu þar til Sveinbjörn afgreiðslu-
maður kallaði upp: ,,Fafa að Hótel Borg'
fyrir“ ja, þekktan borgara þessa bæjar.
Vonandi hefur hann ekki komið bílstjór-
anum í klípu með beiðni um óvenjulega
þjónustu.
★
Varla var Níels farinn út og suður
holótta tröðina, er Jakob eða Bodi, eins
og strákarnir á stöðinni kalla hann,
kom inn og hengdi upp.
Bodi er Húnvetningur, stór og stæði-
legur, hefur verið nokkuð lengi í akstr-
inum og hefur eins og fleiri á B.S.R.
sína föstu viðskiptavini.
— Hvað ert þú búinn að aka lengi?
— Síðan 1944.
— Þú hefur þá byrjað meðan herinn
var hérna. Lentir þú aldrei í neinu þá?
— Jú, það kom fyrir, að þeir œtl-
uðu stundum að stinga af án þess að
borga.
— Þeir hafa ekki sýnt ofbeldi?
— Nei, eiginlega ekki. En ég átti
oft í brösum við þá. Maður var stund-
um með dáta og stelpur í bílnum og
JAKOB
— Dátar og stelpur á stríðsárunum.
svo varð að beita hörku við að koma
þessu út. Það ætlaði stundum að fara
að athafna sig í bílnum, þú skilur!
— Hefur þú tapað túrum út úr bæn-
um fyrir brennivínsleysi?
— Það er vitað mál, að þeir sneiða
hjá okkur, sem eru á eftir brennivíni.
— Kannt þú vel við starfið?
■— Já, prýðilega, og sérstaklega á
sumrin. Þá er mikið um ferðir út á land
og maður hefur farið með sama fólkið
sumar eftir sumar. En nú verð ég að
fara, talaðu við Andrés. Hann er á þess-
um græna þarna.
★
Andrés brosti og kveikti sér í sígar-
ettu, þegar við hófum máls á starfi
leigubílstjóra.
— Ég álít að það sem gerir okkur
þetta starf lífvænlegt í dag, séu tak-
mörkunarlögin. Þótt starfið gefi ekki
mikið í aðra höndum eins og nú er
háttað, væri þetta margfalt verra, ef
lögin hefðu ekki komið og þá væri
alls ekki verandi við þetta.
— Ert þú í næturakstrinum?
— Ekkert að ráði. Hvers vegna spyrð
þú?
— Skeður ekki alltaf eitthvað spenn-
andi þá?
— Það er nú upp og ofan. Stundum
STÖÐINNI
NlELS
— ÍÞað eru nokkur hús hérna í
bænum . . .
skeður eitthvað. Bezt er þegar ekkert
skeður.
—- Ert þú stundum beðinn um brenni-
vín og kvenfólk?
— Einstaka ókunnugir biðja um
brennivín. Aðrir vita, að það þýðir ekki
að biðja okkur hérna um það. Hermenn
eru þeir einu sem spyrja um stelpur.
Það er sama sagan: Maður blandar sér
ekki í slíkt.
— Ert þú ánægður með starfið, And-
rés?
— Já, að öðru leyti en því, að það
mætti vera meira að gera.
★
Og að lokum hittum við Svein. Hann
er orðinn gamall í akstrinum, byrjaði
1929 og ók þá í Fljótshlíðina.
— Það hefur varla verið eins mikill
lúxusbíll eins og þú ekur nú?
—- Þetta var vörubíll frá Fíat-verk-
smiðjunum. Ég var samt stutt með hann.
Egill Vilhjálmsson var þá stöðvarstjóri
og ég réðst til hans vorið 1929. Var
stuttan tíma með vörubílinn og tók svo
kassabíl frá Studebaker-verksmiðjun-
um. Það voru sæti fyrir ellefu farþega
og tonn af vörum.
— Urðuð þið að gera við, ef eitt-
hvað bilaði?
— Nei, ekki nema þetta smálega.
Egill hafði verkstæði og sendi bíl og
menn, ef eitthvað kom fyrir. Hann var
líka mjög laginn af segja manni til í
gegnum síma. Hann gjörþekkti það, sem
um var að ræða, og maður gat oft
Frh. á bls. 26.
FALKINN 19