Fálkinn


Fálkinn - 19.04.1961, Blaðsíða 32

Fálkinn - 19.04.1961, Blaðsíða 32
3. Eins og áður var sagt, tók síra Jón við staðnum í Arn- arbæli sumarið 1642. Hann gerðist brátt allumsvifamikill fjársýslumaður og hafði mikinn hug á að græða sem mest, enda möguleikar nægir. Staðurinn í Arnarbæli veitti tals- verð skilyrði til auðsöfnunar. Undir hann lágu margar hjáleigur, og guldust afgjöld öll í seljanlegum vörum, sem séður prestur gat haft mikið upp úr. Auk þess átti Arnar- bæli skipsátur í Þorlákshöfn, og voru landsetarnir á Arn- arbælishjáleigum skyldir til að róa á skipi prests í Höfn- inni. Hefur síra Jón eflaust notfært sér þessar kvaðir út í yztu æsar, eftir því sem ráða má af öðrum viðskiptum hans við sjómenn í Þórlákshöfn. Um og eftir miðbik 17. aldar virðist útgerð hafa staðið með talsverðum blóma í Þorlákshöfn og fiskigöngur góðar. Þar kom brátt, að síra Jón vildi nytja betur prests- gróðann af útveginum í Þorlákshöfn og ná til þess full- tingis biskups og presta um Árnesþing. Árið 1646, 4. maí, á prestastefnu á Bakkárholtsþingi í Olfusi, bar síra Jón fram þá kröfu til dóms, að prestastefnan dæmdi, að ver- tíðarfólk í Þorlákshöfn skyldi teljast og vera sóknarfólk hans þann tíma, er það var skipráðið. Hálfkirkja var þá í Þorlákshöfn eins og lengi síðan. Krafðist hann þess, að hún væri dæmd sóknarkirkja þess um vertíðina, vegna vegalengdar til Hjallakirkju. Jafnframt þessu fór hann fram á, að kirkjunni skyldi gjaldast einn fiskur af hvers manns hlut og prestinum annar fyrir embættisgjörð. Bisk- up og prestastefnan virðast hafa tekið þessar kröfur prests gildar, því að biskup ritar útróðraarmönnum í Þorláks- höfn um þetta 5. febrúar árið 1649, og minnir á, að þeir skuli greiða fyrrnefnt gjald prestinum síra Jóni Daða- syni og hálfkirkjunni í Þorlákshöfn, ella muni hann skipa þeim að sækja þjónustu til Hjallakirkju, og jafn- framt láta lögsækja þá, ef þeir hlíti ekki dóminum. Er auðséð af þessu, að sjómenn hafa tregjðast við að gjalda presti og hálfkirkjunni fiskinn, sem full von var til. Þetta sýnir mætavel ágengni síra Jóns og auðhyggju. Enda varð hann mikill auðmaður. Síra Jón Daðason kemur mjög við sögu ýmiss konar jarðabrasks og kaup og sölu jarða og jarðaparta. Átti hann viðskipti við ýmsa mestu auðmenn og valdamenn á Suðurlandinu og víðar. Á stundum lenti hann í deilum nokkrum út af braski sínu og hlaut af lítinn sóma. Hann átti allmikil skipti við Brynjólf biskup í Skálholti um jarðir. Má ráða af heimildum, að ekki hafi alltaf verið ofdátt með Arnarbælispresti og biskupi. Hefur biskupi þótt prestur djarfsækinn til brasksins. En á yfirborðinu virðist allt hafa verið með felldu með þeim, því að síra Jón var oft viðstaddur, þegar biskup gerir gjörninga. Hann var til dæmis með síra Halldóri bróður sínum í Hruna, þegar hann innti af hendi sektina sakir Daða sonar síns fyrir spjöllin við Ragnheiði dóttur Brynjólfs biskups í Skálholti. Síra Jón eignaðist ýmsar kostamiklar jarðir, sem hafa stóraukið auð hans, því að þær gáfu af sér mikil afgjöld. Jarðarafgjöld voru há á 17. öld, og sóttu því auðmenn mest eftir að eignast sem allra mest af jarðeignum. Meðal stórbýla, sem síra Jón eignaðist, var hið forna höfuðból, Fjall í Ölfusi austan við Ingólfsfjall. Út af kaupum prests á Fjalli risu nokkrar málaþrætur, sem séra Jón hlaut lít- inn sóma af. Skömmu eftir lát séra Jóns, varð bærinn í Fjalli í Ölfusi fyrir ógurlegum skriðum úr Ingólfsfjalli af völdum jarðskjálfta, og varð þar ekki byggð framar. Hiklaust tel ég, að alþýðufólk í Ölfusi og víðar í Árnes- þingi og á Suðurlandi, hafi sett hin illu örlög Fjalls í samband við galdrarykti það, sem síðar hvíldi á síra Jóni Arnarbælisklerki. Önnur grein í næstnæsta blaði. Laus*n á verð- X X X X X X X X s X p Y A L n u K R A K R A X T B X 0 L L A T T A U X M X X X X X L L L X U F S ] L X X M E launakrossgátu L A U K X S A L U n A A X I a A U Ð íir. 13 Á D A N X A n A X X R X S T A U R X N A T A N G n R X X X G ó Ð U R X H X X X T Ö n i S T ] X X L 0 S A R Æ Geysimar gar lausn- X X X T A K s V Á X P A S S A R X G ir bárust við 13. X X X S T A T A X S J Ó K T X X A R verðlaunakross- V E S P A S .E R X T A L 1 U X 0 H I gátu FÁLKANS. Dregið var úr rétt- E K X Y L S ó T X ó K A N R ö L I X um lausnum og L K F R A A s T 0 R K 0 R X T D X F upp kom lausn T í A N n X A L X A U B A T T X B li Brynjars Þórðar- ] L L A X A T I R X R 01 L T X F ó T sonar, Ásgarði 14, Reykjavík. X S T ö L X U M X K 0 L L X K Æ T I Þær falla ekki kökumar, ef þér notið ILMA Iyftiduftið. Biðjið alltaf um ILMA bökunar- vörur, þær fást í flestum verzlunum. I HEIMABAKSTVRINN 32 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.