Fálkinn


Fálkinn - 19.04.1961, Blaðsíða 34

Fálkinn - 19.04.1961, Blaðsíða 34
Auglysinga- getraun 6 r~ ^ L c O ^ í Holtunum í Reykjavík er verzlun, sem selur varahluti í vélar og bíla, svo og heilar vélar. Verzlunin rekur verkstœði, sem annast viðgerðir og endurnýjun á bila-, landbúnaðar-, iðnaðar- og bátavélum. Til léttis skal tekið fram, að fyrsti stafurinn í nafninu er K. Hvað heitir fyrir- tækið og hvar er það? Við lengstu verzlunargötu Reykjavíkur (miðbikið) er verzlun, sem selur m. a.: Viðtæki, radíófóna, plötuspilara, sportveiðiáhöld, saumavélar, kvikmynda- og sýningarvélar. Finnið nafn, götu- og símanúmer verzl- unarinnar Hvaða apótek í Reykjavík selur hinar heimsþekktu DOROTHY GRAY- snyrtivörur? 1 Reykjavík er verzlunarfyrirtæki, sem selur allskonar vörur til íþrótta- iðkana. Hefur það bækistöðvar á tveim stöðum i bænum. Er önnur verzl- unin í Miðbænum, en hin við lengstu verzlunargötu bæjarins. Laxinn fer að ganga, og má benda veiðimönnum á að þeir munu nú, eins og endranær, finna margt girnilegt í verzlunum þessum, bæði fyrir laxinn og fyrir sig. Hvað heitir verzlunarfyrirtækið og hvar eru verzlanirnar? Neðarlega á Laugaveginum er verzlun, sem hefur á boðstólum fjölbreytt úrval í kvenfatnaði og snyrtivörum. 1 kvenfatnaði má nefna hin þekktu merki: CARABELLA, ARTEMIS, MAX, CERES, KANTER’S og LADY. 1 snyrtivörum: MISSLYN, LANOLIN PLUS, AVON, TWEED, og GALA OF LONDON, ásamt fjölbreyttu úrvali franskra og spænskra ilmvatna. Síðasti stafurinn í nafninu er á. Hvað heitir verzlunin og hvar er hún? Hvaða heildverzlun í Reykjavík hefur umboð fyrir hina þekktu L.B.S.- nælonsokka og líka VIOLET-nælonsokka? Heildverzlunin er við þver- götu neðarlega við Laugaveginn. Fyrsti stafurinn í nafninu er Á. Finnið nafn heildverzlunarinnar og götunúmer. 1 Skuggahverfinu er verzlún, sem selur allskonar rafmagnsvörur. Verzl- unin leggur sérstaka áherzlu á að hafa ávallt fjölbreytt úrval nýtízku loft- og veggljósa, svo og stand- og borðlampa. Fyrsti stafurinn I nafn- inu er L. Finnið nafn- götu- og símanúmer verzlunarinnar. Ein af beztu bókunum, sem Leiftur h.f. hefur gefið út, kom út fyrir síðustu jól. Bókin fjallar um ævisögu drottningar, sem var uppi á dög- um Faraóanna. Frú Steinunn Briem þýddi bókina. Finnið nafn bókarinnar. Hér eigið þér að finna nafnið á verksmiðjunni, sem selur yður bezta og fallegasta gólfteppið í íbúðina yðar. Hvað heitir verksmiðjan og hvar er hún? Við Laugaveginn er lítil en snotur húsgagnaverzlun, sem leggur áherzlu á að hafa ávallt á boðstólum öll nýtízku húsgögn, s. s. í borðstofu, setu- stofu, svefnherbergi og yíirleitt allt, sem heimilið þarfnast. Fyrsti staf- urinn í nafninu er S. Hvað heitir verzlunin og hvar er hún? Hvaða fyrirtæki hér á landi hefur einkaumboð fyrir SCANIA VABIS- bíla og bátavélar, og STANDARD-bíla ? Á Akureyri hefur fyrirtækið söluumboð. Finnið nafn fyrirtækisins og hvar það er. Skýringar: Þegar fyrsti stafur hvers orðs, sem finna skal, er tekinn og skrif- aður í fremri auðu línuna, myndast lóðrétt nafnið á verðlaunagripnum. Enginn greinarmunur er gerður á a og á og i og í. Lausnir skulu hafa borizt fyrír 19. mai, merktar: Fálkinn. pósthólf 1411, Rvík. Auglýsingagetraun. NAFN: HEIMILISFAN G:

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.