Fálkinn - 19.04.1961, Blaðsíða 17
Wilhelm Norðfjörð afhendir hinum heppna vinnanda í annarri auglýsinga-
getraun Fálkans, Ólafi Oddssyni, forkunnar fagra hengiklukku, sem er um
2500.00 kr. virði. Á neðri myndinum sjáum við hina glæsilegu verzlun
Jóhannesar Norðfjörð við Hverfisgötu.
HLAUT HENGIKLUKKU I
AUGLÝSINGAGETRAUNINNI
ÞÁ HEFUR verið dregið úr öllum þeim
mörgu réttu lausnum, sem bárust við
AUGLÝSINGAGETRAUN númer 2. —
Eins og þeir vita, sem réðu getraunina,
var verðlaunagripurinn Hengiklukka að
verðmæti um 2500 krónur. Það var
Úra- og skartgripaverzlun Jóhannesar
Norðfjörð, sem sýndi þá rausn að gefa
klukkuna, og hinn heppni vinnandi er
Ólafur Oddsson, Skúlagötu 64, Reykja-
vík.
☆
Rétt ráðning gátunnar fer hér á eftir:
Heimilistrygging
Einar J. Skúlason, Bröttugötu 3b
Neon, Ármúla/Hallarmúli, 36000
Galon
IBM
Kr. Þorvaldsson & Co, Grettisgötu 6
Linda, Hóiabraut 16
Ultima, Kjörgarði, Laugavegi 59
Kristján Ó. SkagfjörS, Tryggvagötu 4
Kemikalía h/f, Dugguvog 21, 36230
Alaska
☆
Auglýsingagetraunir Fálkans eru al-
gjör nýjung í auglýsingatækni hér á
landi og hafa þegar náð miklum vin-
sældum. Mörg fyrirtæki hafa þegar kom-
ið auga á gildi auglýsinga af þessu tagi,
en hinum vildum við benda á, að aug-
lýsingar þessar eru marglesnar, og er
það ekki fyrst og fremst markmiðið,
sem auglýsingar eiga að hafa? Auglýs-
ingaform þetta sameinar þá höfuðkosti
að vekja athygli, að verða ódýrt, að vera
lesið og vera skemmtileg dægradvöl.
Meðfylgjandi myndir eru allar tekn-
ar við verðlaunaafhendinguna, sem fram
fór í hinum glæsilegu og nýtízkulegu
húsakynnum Úra- og skartgripaverzlun-
ar Jóhannesar Norðfjörðs, Hverfisgötu
49. Efst til hægri afhendir Wilhelm
Norðfjörð, forstjóri, Ólafi Oddssyni,
Skúlagötu 64, hina fögru hengiklukku.
Hinar myndirnar eru ofurlítið sýnishorn
af hinum smekklegu húsakynnum Úra-
og skartgripaverzlunar Jóhannesar Norð-
fjörðs að Hverfisgötu 49.
Innan skamms verður dregið í þriðju
auglýsingagetrauninni og enn er tæki-
færi til að skila lausnum. Hver skyldu
verðlaunin verða þá? Svarið fæst að-
eins með einu móti: Að glíma við að
ráða getraunina og verða um leið margs
vísari um fyrirtæki og stofnanir hér
í bæ.
:
í jgi Jyl
•vx-r k. BBBWK '^■ii L lisiii HSS5