Fálkinn - 19.04.1961, Blaðsíða 6
Ljósmyndir— Ijósmyndatækni
DANIR gefa út vandað og skemmtilegt
mánaðarrit um ljósmyndir, er heitir
Foto-Magasinet og fæst það í bókabúð-
um hér.
Við vorum að blaða í gömlum ár-
gang, 1957, og rákumst þá á tveggja
síðna grein með myndum um íslenzka
ljósmyndarann Hjálmar R. Bárðarson,
sem flestir þekkja hér sem skipaverk-
fræðing og í starfi skipaskoðunarstjóra.
í þessari grein er farið lofsamlegum um-
mælum um ljósmyndir Hjálmars og á-
hrif hans á danska ljósmyndagerð.
I greininni segir m. a.:
„Bárðarson er íslendingur í húð og hár.
Á því er enginn efi. En samt hefur hann
átt miklu hlutverki að gegna í danskri
ljósmyndagerð.
Um árabil — á meðan hann undirbjó
sig undir próf — bjó Bárðarson í Kaup-
mannahöfn og þrátt fyrir erfitt nám
vannst honum tími til að skila miklu
verki á sviði ljósmyndunar, sem varð
Danmörku til góðs og sem skildi eftir
sýnileg spor. Hann var virkur meðlim-
ur í Amager Fotoklub og áhrifa hans
gætti víðar; m. a. er að minnast margra
forsíðumynda, er hann tók fyrir ,,Mand-
ens Blad“.
Síðan kemur skilgreining á listsköp-
un Hjáimars og segir greinarhöfundur
að Hjálmar hafi verið sá fyrsti í Dan-
mörku, sem markvisst vann að hug-
lægri ljósmyndagerð; þ. e. hann byggði
sjálfur upp fyrirmyndina, sem endur-
speglaði hugmyndir hans. Oft notaðist
hann við furðulega hluti; við minn-
umst myndar, sem var byggð upp af 200
pípuhreinsurum! Hann skrifaði einnig
ágæta bók um þá grein ljósmyndagerð-
ar er á fagmáli nefnist „Table top“.
Greinarhöfundur lýsir síðan embætt-
isstörfum Hjálmars hér heima og undr-
ast afköst hans — þrátt fyrir miklar
embættisannir gefur hann sér tíma að
vinna að félagsstörfum í þágu áhuga-
ljósmyndara og gefa út bók með Ijós-
myndum frá íslandi.
Síðan ræðir greinarhöfundur um list-
rænt gildi myndanna er birtast hér og
lokaorð hans eru þessi:
„Það er dapurleg staðreynd, að flest-
ir verulega góðir eðá efnilegir ljósmynd-
arar eiga sitt stutta blómaskeið: Ungu
mennirnir varpa sér af ákafa og hrif-
næmi út á þetta svið, þeir ná vissri hæð,
halda sig þar í nokkur ár — og síðan
kemur brauðstritið til skjalanna og dreg-
ur menn niður, hvort sem menn eru
atvinnuljósmyndarar eða hafa eitthvað
annað starf á ólíkum vettvangi. Áhug-
inn á ljósmyndagerð hverfur að vísu
ekki, en þeir verða neikvæðir og þeir
hverfa smám saman úr hópi hinna lif-
andi áhugamanna. Við gætum nefnt
hundruð slík dæmi. Til allrar hamingju
eru til undantekningar. Bárðarson hefur
verið svo lánsamur að hafa haft mörg
skemmtileg störf er liggja fyrir utan
svið ljósmyndunar, en það er okkur
dönskum vinum hans gleðiefni að skýra
frá því, að hann hefur ekki svikið sína
gömlu ást.“
☆
Mjög þykir okkur líklegt að Hjálmar
hafi haft lítinn tíma til að sinna ljós-
myndagerð upp á síðkastið, enda hefur
hann verið mjög önnum kafinn við
skipateikningar og í starfi skipaskoð-
unarstjóra. En það þarf ekki að þýða
að Hjálmar hafi lagt ljósmyndagerð al-
veg á hilluna.
Myndirnar, sem f'ylgja þessu greinar-
korni, eru allar teknar af Hjálmari
Bárðarsyni og birtust í blaðinu Foto-
Magasinet.