Fálkinn - 19.04.1961, Blaðsíða 8
TVIBURASYSTUR
LJTIL TELPA var horfin . .. og foreldr-
ar vildu ekki trúa að hún væri dáin.
Það eru ekki mörg okkar hérna í
Hongkong, sem langar til að rifja upp
endurminningarnar frá dögunum 16.
desember og til jóla árið 1941. Fámenna
brezka setuliðið, ásamt dálitlum kanad-
iskum liðsauka og heimavarnarliðinu
hér á staðnum, barðist eins og ljón, en
við vissum að ekki mundu geta liðið
nema fáeinir dagar þangað til japanska
illþýðið kæmi eins og flóðalda yfir okk-
ur frá Canton að ósum Perluár, og
bæri okkur ofurliði.
Mig tók þetta sárt vegna ungu mann-
anna, sem enn áttu fjölskyldur sínar
hérna í Hongkong.
Ég held tæplega að hægt sé að áfell-
ast konuna hans Bills Chappleburys
fyrir að hún varð hérna áfram. Þau
höfðu ekki verið gift nema eitthvað
kringum þrjú ár, og af þeim tíma hafði
hann verið nærri því tvö ár á sífelldu
ferðaiagi fyrir fyrirtækið sitt í heima-
lcuidinu.
Fyrsta árið hafði hún verið með hon-
um í þessum verzlunarferðum, en þegar
þau eignuðust tvíbura, dæturnar tvær,
kom hann henni fyrir í íbúð uppi í hlíð-
inni undir Tindinum, á hæðinni fyrir
neðan okkur.
Við höfum gert okkar ítrasta til þess
að fá hana til að taka sér far með síð-
ustu skipunum. sem fluttu hvítt fólk
á burt frá Hongkong, og vafalaust hefði
hún fengizt til að gera það ef ekki hefði
staðið svo á, að Bill var innikróaður
einhvers staðar uppi í landi. Og af því
að hún hafði ekkert af honum frétt í
heilan mánuð eða meir, streyttist hún
á móti því að láta senda sig á burt frá
Hongkong, í þeirri von að ástandið yrði
ekki eins slæmt og presturinn spáði.
Bill kom í borgina um það leyti sem
Japanar hófu skothríðina á hana svo
um munaði. Honum hafði tekizt að kom-
ast til Amoy og sleppa með síðasta
strandferðaskipinu þaðan. Ekki urðu
neinar málalengingar þegar hann hitti
hana, því að undir eins og skipið hafði
fengið eldsneyti átti það að halda á-
fram til Java, og Bill var ekki eitt
augnablik í vafa um að hún yrði að
fara með því. Hann tók saman í flýti
ýmislegt dót og stakk ofan í ferðatösku
og hélt síðan af stað niður að höfn með
konuna og litlu telpurnar tvær og ama-
huna — kínversku fóstruna.
Ég hafði fengið nokkurra tíma hvíld
af verðinum, eftir 96 tíma samfellt strit
og hélt með miklum erfiðismunum og
eiginlega nær dauða en lífi heim í yfir-
gefna íbúðina mína til þess að fá tæki-
færi til að hafa fataskipti — ef til vill
í síðasta sinn.
Chappleburyhjónin voru í þann veg-
inn að yfirgefa húsið þegar ég kom, og
af því að tvö hálfs annars árs gömul
börn og þung ferðataska full af alls
konar barnamat eru alls ekki auðveld-
ur flutningur, bauðst ég vitanlega til
þess að rétta þeim hjálparhönd.
Murray-hafnarbakkinn var eins og
vitfirringahæli. Áhöfnin á strandferða-
skipinu var að skipa út olíutunnum í
pramma og ferja þær út í miðja á, þang-
að sem skipið lá fyrir akkerum. Skip-
verjar áttu fullt í fangi með að verja
prammann fyrir ásókn fólksins, sem
vildi komast um borð — útlendinga og
kínverskra flóttamanna, sem vildu fyrir
hvern mun komast burt, og ekki bætti
það úr skák, að drunurnar frá skothríð
Japana úr virkinu uppi í fjallinu, sem
snýr að Kowloon, ætluðu allt að æra
og trylltu múginn.
Þarna var niðdimmt og úrhellisrign-
ing, og fólkið var lafhrætt og hagaði sér
eins og skepnur. Við gerðum það sem í
okkar valdi stóð til þess að verða ekki
viðskila þarna í þvögunni, en þegar
skothríðin dundi á byggingunum
skammt frá Praya-strætinu slepptu flest-
ir sér af hræðslu og við urðum viðskila.
Ég man vel að ég sá Ölmu Chapple-
bury berjast eins og ljón, þegar ég ýtti
henni út í prammann með annan tví-
burann, og hún hljóp í land aftur til
Bills, sem reyndi að koma kínversku
fóstrunni og hinu barninu lengra fram
á hafnarbakkann. Ég gerði hins vegar
mitt ýtrasta til að reyna að muna ekki
sjónina sem ég sá, er mér varð litið á
hinn prammann, þegar honum hvolfdi
— og ópin og veinin frá konum og börn-
um, þegar þau hurfu ofan í blásvarta
ána.
Næsta skotgusan fór fast hjá okkur,
og ég verð að játa, að eftir hana var
minni mitt fremur bágborið.
Ég sá ekki Bill marga mánuði eftir
þetta. Japanir höfðu náð föngum úr
tveimur fangagirðingum á meginland-
inu og einni í Stanley. Af því að ég
hafði verið í venjulegum frakka utan-
yfir heimavarnarliðsbúningnum mín-
um, þegar ég var tekinn fangi, voru
Japanar í nokkrum vafa um hverskyns
maður ég væri. En loks dæmdist þeim
ég vera almennur borgari en ekki her-
maður. Þeir létu duga að kaghýða mig,
og þegar ég rankaði við mér aftur var
ég í Stanley — en þar voru eingöngu
utanhersmenn.
Ég hitti Bill sama daginn sem ég kom
og tókst að róa hann, að því er snerti
afdrif Ölmu og annars tvíburans. En
þegar ég sá hvers konar ástandi hann
var í, hikaði ég ekki eitt augnablik við
að ljúga upp sögu um fóstruna og hinn
tvíburann. Ég sór honum að þær hefðu
komizt í einn prammann, sem komizt
hefði heilu og höldnu út að skipinu.
Hann fékk fyrsta bréfið frá Ölmu
daginn eftir að við höfðum fengið frelsi,
eitthvað þremur árum síðar: í raun rétti
fékk hann hálfan poka af bréfum, sem
safnazt höfðu fyrir í kjallaranum, sem
fangaverðirnir fleygðu póstbréfunum í.
Fyrsta fréttin, sem hann fékk, var
þess efnis, að annar tvíburinn væri ekki
hjá Ölmu, sem nú hafði komizt til Eng-
lands frá Java. Nú neitaði Bill að láta
senda sig heim, en í staðinn leitaði hann
um alla Hongkong næstu tvo mánuði,
ef ske kynni, að hann kæmist á snoðir
um fóstruna; og það var ekki fyrr en
hann var bókstaflega útslitinn og hafði
fundizt nær dauða en lífi á Styttutorg-
inu, að yfirvöldunum tókst að koma
vitinu fyrir hann og láta hann fara
heim með næstu skipsferð.
Margir réðu hjónunum frá að koma
til Hongkong aftur, en þau gerðu það
nú samt, af því að þau höfðu ekki enn
misst alla von um að finna horfna barn-
ið sitt lifandi.
Bill fékk gömlu stöðuna sína aftur,
og vegna þess að húsnæðisástandið í
Hongkong var afar bágborið fyrstu ár-
in eftir stríðið, bauð ég hjónunum að
búa hjá okkur þangað til eitthvað rætt-
ist úr og þau gætu fengið eitthvað við-
unandi.
Mér fannst það eitthvað fáránlegt —
nærri því óhugnanlegt, að þau kynok-
uðu sér enn við að horfast í augu við
þá staðreynd að barnið gæti alls ekki
verið lifandi. Jafnvel Sue, dóttirin sem
lifði og nú var orðin fimm ára, lítil og
dökkhærð álfamær, hafði búið sér til
leik, sem systir hennar var ein persón-
an í.
Hjónin keyptu aldrei nokkurt leikfang
eða fataplagg handa heoni án þess
að kaupa líka handa hinni systurinni,
sem þau svo geymdu. Við reyndum að
tala um þetta við þau á sálfræðilegan
hátt og sýna þeim fram á, að það gæti
ef til vill valdið heilsutjóni dótturinn-
ar sem lifði, að binda hugann svona við
þá, sem horfin var. Við réðum þeim
jafnvel til að verða sér úti um fleiri
börn, en þótt þau væru jafnan kurteis
og þakklát við okkur, var eins og þeim
sárnaði, að við skyldum ekki láta af-
skiptalausan þann hugarheim, sem þau
SMÁSAGA EFTIR BERKERLEY MATHER
8 FÁLKfNN