Fálkinn


Fálkinn - 19.04.1961, Blaðsíða 33

Fálkinn - 19.04.1961, Blaðsíða 33
I 11 - iH? r-; - ■ * i STJÖRNUSPÁIN iaiiiiisiiiyia HrútsmerkiS: 1 þessari viku gefst yður tóm til að iðka tómstundaiðjuna, sem þér hafið meiri áhuga en atvinnu yðar, en hafið því miður getað sinnt lítið að undanförnu. Gætið þess þó að tómstundaiðkunin verði ekki það mikil, að konan yðar og fjölskyldulífið allt verði útundan fyrir bragðið. Nautsmerkiö: Þér fáið sérlega góð tækifæri í þessari viku og fáið erfiði yðar ríkulega launað. Hræðizt ekki, að taka yður fyrir hend- ur ný og erfið verkefni. Geta yðar og starfsorka er meiri en yður sjálfan grunar. —• Vikulokin verða upphaf að nýju og rómantísku tímabili hjá ungu fólki. Tvíburamerkiö : Vikan einkennist af atburðum einkalífsins. Það gerist sitt af hverju og margt af því nýstárlegt og spennandi. Loksins sýnið þér það áræði að bregða út af hinu vana- bundna lífi yðar, sem var orðið æði þreytandi ekki kannski fyrst og fremst fyrir yður heldur konuna yðar. Krabbamerkiö: Þér uppgötvið um miðja næstu viku, að algjör straum- hvörf hafa orðið í lífi yðar. En ef þér viðurkennið það fyrir sjálfum yður í tíma og hagið yður samkvæmt hinum nýju viðhorfum, þá fer allt vel. Það er erfitt að breyta um líferni, en óhjákvæmilegt, þegar pyngjan heimtar það! Ljónsmerkiö: Þér hafið löngum unnið þegjandi og hljóðalaust og látið það viðgangast, að aðrir menn fengju heiðurinn af vel unn- um verkum yðar. En af tilviljun gerist í næstu viku at- vik, sem afhjúpar leyndardóminn. Þér fáið mikið hrós fyrir starf yðar og yður verða falin stærri og viðameiri verkefni. Jómfrúarmcrkiö: Þér eruð þegar orðinn langþreyttur á því að bíða eftir að eitthvað gerist, og sennilega verður yður loksins að ósk yðar. En ekki verða þeir atburðir allir þægilegir. Þó ætti ekkert að vera svo bölvað, að ekki megi sigrast á því eða gera gott úr því. Það gildir að halda jafnvæginu, þegar mest reynir á. Vogarskálarmerkiö: Vikan verður erilsöm, en góð þegar á allt er litið. Þér hafið ýmislegt á prjónunum og eruð þegar á góðri leið með að koma sumu af því í framkvæmd. En þér ættuð að hafa meiri samskipti við annað fólk, segja öðrum frá áformun- um og þiggja góð ráð og ábendingar. Það er ekki á allra færi að standa einn. Sporödrekamerkiö: Vikan byrjar heldur hversdagslega og tilveran verður grá og tómleg framan af. En skyndilega birtir til með komu ákveðinnar persónu, sem er yður einstaklega hjartfólgin þessa dagana, að ekki sé meira sagt. Þið takið hvort öðru að sjálfsögðu mcð opnum örmum og eigið margar unaðs- stundir saman. Bo gmannsmerkiö: Það má segja, að utan um líf yðar hafi myndazt þykkur og fastskorðaður rammi og út fyrir hann hafið þér ekki farið hingað til. Nú er mál til komið að brjótast út úr fangelsinu og sjá: Yður mun létta stórlega og ásaka sjálf- an yður fyair að hafa ekki gert þetta fyrr. S tein geitarmerkiö: f þessari viku fáið þér tækifæri til þess að framkvæma áætlun, sem þér hafið lengi dekrað við í huganum. Stjörn- urnar eru sérstaklega hagstæðar fyrir fólk, sem sýslar við viðskipti og önnur peningamál, og þess vegna óhætt að leggja út í fjárhagslega tvísýnu, ef yður lýst svo. Vatnsberamerkiö: Þetta verður erfið og eilítið dapurleg vika og hið eina sem þér getið gert, cr að þrauka og gera ævinlega það bezta og réttasta hverju sinni. Látið ekki erfiðleikana buga yður. Við fáum öll okkar skammt af þeim og gleðilegir tímar eru ef til vill á næsta leiti. Fiskamerkiö: Vikan ber góðan árangur, það er að segja ef þér ljúkið einu verki, áður en þér byrjið á því næsta. Það hefur löngum verið veikleiki yðar og hefur oft gert yður lífið brogað. — Haldið ekki fullyrðingum yðar cndalaust til streitu, þegar sannað cr, að þér hafið farið með alrangt mál. X M M k (áfs s > 21. MARZ — 20. AfBlL 21. APRlL — 21. MAl 22. MAl — 21. JÚNl 22. JÚTfl — 22. IÚL1 23. JÚU — 23. AGÚST 24. AGÚST— 23. SEPT. 24. SEPT. — 23. OKT. 24. OKT. — 22. NÖV. 23. NÓV. — 21. DES. 22. DES. — 20. JAN. 21. JAN. — 19. FEBH. 20. FEBR. — 20. MABZ

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.