Fálkinn - 19.04.1961, Blaðsíða 22
Herb Stillman var að stilla heyrnar-
tækin og hátalarann í útvarpsstöðinni
á Mountain View Airpark. Þetta var
seinlætisstarf, en Herb hafði það á
hendi. Strákarnir á flugvellinum voru
vanir að erta hann með því að hann
yrði gamall fyrir tímann, af öllu erg-
elsinu við stillinguna á svona stórri stöð.
En Herb lét það ekki bíta á sig. Hann
hélt áfram að skrúfa og skrúfa, þolin-
móðari en allt sem þolinmótt er.
Og nú heyrði hann allt í einu kallið
aftur, greinilegar en áður.
— Hjálp! Gerið svo vel að hjálpa
mér!
Það var drengur sem kallaði, og hann
var hræddur. Hræddur við hæðina,
hræddur við að vera aleinn þarna uppi.
— Pabbi er veikur — HJÁLP! Ég
veit ekki hvernig á að stýra flugvélinni.
Herb varð agndofa dálitla stund.
Barn? Hafði hann heyrði rétt? Var
drengurinn aleinn uppi í flugvél? Herb
snéri sér aftur að Don Pierson, ljós-
hærðum ungum manni.
— Don, náðu í hann Swanson. Fljótt!
Pierson stóð upp og fór fram að dyr-
unum. Dokaði við í dyrunum og spurði:
— Ertu viss um að þú viljir fá Swan-
son hingað?
— Já. Mig langar ekki beinlínis til
að ónáða hann. En hann er húsbónd-
inn hérna.
Nú heyrðist röddin aftur í gjallar-
hornunum og heyrnartækjum Herbs —
kveinandi, úrvinda af hræðslu:
— Gerið þið svo vel að hjálpa mér!
Einhver verður að hjálpa mér!
Herb greip taltækið og sagði rólega:
— Þetta er Mountain View Radio. Við
heyrum til þín. Segðu okkur hvar þú
ert.
Hin röddin hélt áfram að kalla á hjálp
og svo heyrðist grátur. Herb reyndi
ekki að kalla til hans aftur. Hann vissi
að það var árangurslaust. Meðan hann
gat heyrt til drengsins, var tækið hans
stillt á sendingu og gat ekki tekið við
sendingum frá turninum.
Dyrnar bak við Herb opnuðust og
hann heyrði þungt og hratt fótatak
Swansons. Swansons, sem ekki hafði
neitt vit á flugi, nema að það var góð
atvinna að selja flugmönnum benzín og
leigja þeim skýli.
— Hvaða bull er Þetta um strák uppi
í flugvél? Hvaða bjálfi hefur stjórnað
því? Hann drepur sig vitanlega.
í þessu þagnaði hátalarinn. Herb greip
taltækið í flýti.
— Halló! sagði hann. — Þetta er
Mountain Veiw Radio. Geturðu heyrt
til mín?
Nú heyrðist rödd drengsins aftur,
hrædd, en ekki alveg eins örvæntandi.
— Já, ég heyri í yður. Getið þér hjálp-
að mér?
— Halló, halló! Þetta er Mountain
View aftur, kallaði Herb. — Ég get ekki
talað við þig, þegar þú þrýstir á hnapp-
inn á taltækinu þínu. Þú verður að
sleppa honum þegar þú talar ekki sjálf-
22
ur. Því annars heyrir þú ekki til mín.
Skilurðu það?
— Já, ég skil það. Hann pabbi sagði
mér það áðan — áður en hann varð
veikur. Og ég mundi það núna.
— Hver ertu? Og veiztu, hvar þið
eruð?
— Nei, ég veit ekki hvar við erum.
Við höfum villzt.
Swanson þreif í öxlina á Herb.
— Reyndu ekki að láta hann lenda
hérna! Ég vil ekki hafa, að smástrákar
drepi sig og mölvi vélar á mínum flug-
velli. Heyrðirðu það — taktu hann ekki
niður hérna.
Það fór hrollur um Herb og hann
reyndi árangurslaust að kveikja sér í
vindlingi.
— Halló, kallaði hann í taltækið. -—
Eruð þið einir um borð? Ég meina, ekki
aðrir en þú og pabbi þinn.
— Já, svaraði hann, — við erum ein-
ir. En hann pabbi stillti stýrið þannig
að vélin flýgur sjálf, áður en hann varð
veikur. Og hann sýndi mér hvernig ég
ætti að nota talsambandið.
Herb horfði á hina mennina tvo.
Itfauðle
FALKINN