Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1961, Side 4

Fálkinn - 14.06.1961, Side 4
Skrifstofur — Saumastof ur! Eigum aftur fyrirliggjandi stóla með færanlegu baki og setu. Stólarnir eru bólstraðir og á hjólum, 3 Iitir. Verð aðeins kr. 1688.00. Prentsmiðjur! Höfum fengið mjög vandaða prentteljara 3x3 cicero, 4x8 cicero og 1—50 4x5 cicero. Tími fegurðardrottninganna er nú í al- gleymingi og í London hafa þeir nýverið kjörið Ungfrú England. Að þessu sinni var kjörin 19 ára gömul ljósmyndafyrirsæta, Ar- lette Dobson (í miðju). Númer tvö og þrjú eru með henni á myndinni, númer tvö til hægri og þrjú til vinstri. Nýjung: HÖFUM FENGIÐ SATSSEGUL til notkunar í prófarkapressur og stálskip. Ómissandi tæki til mikils hægðarauka. Veidimenn! PLASTPOKARNIR góðu eru nú aftur fy rirliggj andi, bæði úr þunnu og þykku efni. ómissandi undir fiskinn en einnig góðir fyrir föt o. fl. Höfum fengið nokkur 2—3 manna tjöld með áföstum gúmmíbotni og yfirtjaldi. Borgarlell h.f. Klapparstíg 26, sími 1 1372. ★ Ameríski skopleikarinn Jimmy Durante (þessi með stóra nefið) heimsótti kóngs- ins Kaupmannahöfn nýlega og fór meðal annars í Tivoli. Þegar hann fór í „rutsche- banen*1, spurði hann konu sína, sem kann lítilsháttar í dönsku, hvað stæði á spjaldi, sem hékk þarna skammt frá. — Það stendur, að menn eigi að gæta þess vel að hafa hendur og fætur inni í vagn- inum, þegar hann brunar af stað. — Það er enginn vandi, svaraði Jimmy, — en hvað með nefið? ★ Kvikmyndahetjur Holly- Woodborgar falla í valinn hver af annarri, Bogart, Gable og nú síðast Gary Cooper. Cooper lézt á heimili sínu úr ólæknandi sjúkdómi viku eftir sextugsafmælið sitt. Þar með er horfinn af sjónarsviðinu fyrsta kúreka- hetja hvíta tjaldsins. Hann fæddist í kúrekaríkinu Mont- ana og fékk fyrsta hlutverk sitt af því að hann kunni að kasta sér af hestbaki, en það hafði hann lært í bersku. Síðan fjölgaði myndunum stöð- ugt, og urðu þær yfir hundrað áður en yfir lauk.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.