Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1961, Side 7

Fálkinn - 14.06.1961, Side 7
Hér skal freistað gæfunnar fyrst um sinn. Farþegar hafa nokkru áður tekið að tínast einn og einn inn í lúkarinn til þess að klæðast „uniforminu" — fyrsta flokks sjóklæðum, sem farþegum Nóa er séð fyrir. Það var því alls ekki af fyrirhyggj uleysi eða fákunnáttu, sem við komum um borð eins og við stóð- um. Okkur hafði verið tilkynnt, að við þyrftum ekki fyrir neinu að sjá. Um borð í Nóa væri allt, sem menn þyrftu á að halda í sambandi við sjóstanga- veiði, — og það reyndist vissulega rétt. Allur aðbúnaður og þjónusta er til fyrir- myndar og hinu unga fyrirtæki til sóma. Það þarf ofurlitla leikfimisæfingu við að klæðast sjóklæðunum meðan bátur- inn er á fleygiferð. Maður er kannske kominn alveg í aðra skálmina og á góðri leið ofan í hina, þegar báturinn vagg- ast. í sömu andrá situr maður flækt- ur og ósjálfbjarga á mjúkum legubekkn- um í lúkarnum. En allt 'hefst þetta þó á endanum, og það er margur stoltur á svip og vígreifur, þegar hann stígur út á þilfarið í öllum herklæðum og reiðubúinn til orrustu. Einum verður það á að taka sér sjálf- ur sjóklæði í stað þess að láta umsjón- armanninn um borð, Örn Ingólfsson, velja rétt númer. Þegar hann er kom- inn í buxurnar, blasir við dáfalleg sjón! — Þú ert í buxunum, sem hann Har- aldur Á. var í hérna um daginn, seg- ir Örn. Það er mikið hlegið að þessu, enda allir í sólskinsskapi og fullir tilhlökk- unar .... ★ Heiður himinn, glaðasólskin, glamp- andi sjór. Múkkinn syndir makindalega rétt við borðstokkinn, feitur og sællegur. Þetta er stærsti þorskurinn, sem veiddist í ferðinni, — heldur betur vænn fiskur, enda gekk mikið á við að ná honum inn. Séra Hacking prestur í Landakoti með væna rauðsprettu — Góðan daginn, Múkki, segir Örn, þar sem hann er í óða önn að útbúa beituna fyrir okkur. Hann fleygir bita af frystri síld fyrir borð. Múkkinn lítur ekki við síldinni. ■— Það er naumast þú ert matvand- ur í dag, Múkki! Og Múkkinn heldur áfram að synda í ró og næði, saddur og sællegur, rétt eins og hann sé nýkominn úr miðdegis- verði í Lidó. Það líður ekki á löngu, þar til hver er kominn í sitt sæti með sína stöng og búinn að renna. Það er grafarþögn meðan beðið er; ekkert hljóð heyrist nema öðru hverju skvamp í báru, sem brotnar á kinnungnum og glaðlegt garg- ið í Múkkanum við og við. — Hann er á! Hann er á! kallar teiknarinn upp yfir sig. Á samri stundu tekur að urga í hjólinu á stönginni hans. Örn er samstundis kominn á vettvang, reiðubúinn að gogga bráðina og leið- beina og aðstoða á allan hátt. Augu allra hvíla á færinu. Það urgar stöðugt í hjólinu. Færið styttist og styttist og .... hopps: skínandi falleg ýsa sprikl- ar á önglinum, sæmilega stór og feit. — Helvíti var hann fljótur að fá hann, segir einhver í öfundartón. — Hann er úr Eyjum, skrattinn, gell- ur við í öðrum. — Sjódraugar í báð- um ættum! Orðfærið gefur til kynna, að menn séu heldur betur farnir að laga sig eftir umhverfinu, búnir að varpa fyrir borð heimsborgaralegu fasi landkrabbans og farnir að blóta hressilega, skirpa og bera sig mannalega. Öfundin fer lönd og leið skömmu síð- ar, þegar allir hafa fengið eitthvað, — nema séra Hacking. FALKINN 7

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.