Fálkinn - 14.06.1961, Blaðsíða 23
Erfðaskráin var
skrifuð meðákveð-
inni blektegund.
En undirskriftirn-
ar voru skrifaðar
með öðrum teg-
undum.
LITLA SAGAN:
EITRADA ÖLIÐ
Ein syndin býður oft annarri heim.
í þessu tilfelli byrjaði það með því
að trésmiður einn, Richard Brinkley í
Guildford, tókst að komast yfir fjár-
muni árið 1905, með því að falsa arf-
leiðsluskrá ríkrar ekkju. Og til þess að
bjarga sér freistaðist hann til athæfis,
sem hafði tvöfalt morð í för með sér,
og fyrir þetta var hann tekinn af lífi.
Þegar Brinkley neyddi gömlu
konuna á banabeðinu til að arfleiða
sig að eignum hennar, renndi hann
ekki grun í hvaða afleiðingar yrðu
af því. Hann fékk tryggan og ábyggi-
legan vin til að skrifa sem vitundar-
vottur undir arfleiðsluskrána eftir á,
og votta, að hann hefði verið viðstadd-
ur, er konan gerði arfleiðsluskrána „af
frjálsum vilja“. Brinkley gekk talsvert
Lau&n á 20. verðlaunakross-
gátu FÁLKANS
F
F fí N G fl X X 'fl X X X
P E L 1 fí 25 F o 7? H X £
í í S N ú fl L 7? X N H N 'E
H fí T T U 7? X : X H E N 25 I
Ö N U G X B 'fl T T fí F i fl T
F' o f? X V fl T? l 7? y fí F L CL
T ’o X M fí b u Tf X A X X fl
X L fí u 5 fl M 1 & X H fl u 5
L fí U, N i X 'fí T E 25 ;p fí 5 L
fí 7? 25 N Ú L z 7? N ö i X a fí
K X M u s £ X E G: G N N N N
X £ £ V fl 1 ö F U & & E i Cc
F ö N N X 7? 'o 1 P R ú 5 s fl
fl G N X X T b L X fl R F u R
L u X H H fl X L u X L fl K X
L X F P fl u s X P l 'fl N K I
X B L o M X i X P o T T i 25
X B 'fl 5 fl 7? M i X 5 T i G fl
y~ i- _UJ fc 7P 'fl E> 1 N G ’fl T fl ?
Geyimargar lausnir bárust við 20.
verðlaunakrossgátu Fálkans. Að
venju var dregið úr réttum lausnum,
og upp kom lausn Kristjáns H. Jóns-
sonar, Hagamel 31, Reykjavík. Rétt
ráðning gátunnar birtist hér að ofan.
erfiðar að ná í hitt vitnið, en þó tókst
það um síðir á þann hátt, að hann bauð
manni á veitingahús og veitti honum
áfengi, og þegar maðurinn var orðinn
drukkinn, undirskrifaði hann erfða-
skrána án þess að hafa hugmynd um,
hvað hann var að gera.
★
En ættingjar hinnar látnu ekkju fóru
í mál. Og nú var vitnunum báðum stefnt
fyrir rétt og Brinkley var kominn í
slæma klípu. Eins og áður segir, gat
hann treyst öðru vitninu að fullu, en
maðurinn, sem hafði skrifað undir í öl-
æði, vildi alls ekki bera falsvitni fyrir
rétti. Svo leið og beið og Brinkley varð
að finna leið út úr ógöngunum. Ef mað-
urinn vottaði fyrir rétti, að hann hefði
alls ekki verið viðstaddur þegar erfða-
skráin var gerð, mundi fölsunin kom-
ast upp .... Brinkley var lengi að
brjóta heilann um þetta, og loks sá
hann ekki nema eina leið til að bjarga
sér: Hann varð að ryðja þessu vitni
úr vegi!
★
Maðurinn átti heima í einbýlishúsi
fyrir utan borgina. Brinkley var kunn-
ugt um daglegar venjur hans og vissi
að hann keypti sér alltaf öl í sömu
verzluninni. Brinkley blandaði eitri sam-
an við öl á flösku og gerði sér ferð
út í verzlunina. Tókst honum að hafa
flöskuskipti og skilja eiturflöskuna eftir
í verzluninni. Síðan fór hann heim og
beið átekta.
Og nú gerðist hörmungin. Hjónin,
sem vitnið bjó hjá, helltu úr eiturflösk-
unni í glösin sín — og dóu bæði. Brink-
ley las fregnina í blöðunum og sá nú
að leikurinn var tapaður og í ofanálag
hafði hann tvö mannslíf á samvizk-
unni ....
En hitt vissi Brinkley ekki, að leik-
urinn hefði verið tapaður, þótt honum
hefði tekizt að gera út af við vitnið.
Lögreglan 'hafði nefnilega rannsakað
erfðaskrána og tekið eftir dálitlu, sem
Brinkley hafði ekki haft hugsun á:
Erfðaskráin var sem sé skrifuð með
ákveðinni blektegund. En undirskriftir
vitnanna voru með tveimur öðrum teg-
undum af bleki .... Svo að auðséð var,
að vitnin höfðu ekki verið viðstödd þeg-
ar erfðaskráin var gerð.
★
Vitnið, sem Brinkley gat reitt sig á,
var yfirheyrt fyrst. Það fullyrti, sam-
kvæmt loforði sínu, að bæði vitnin
hefðu verið viðstödd þegar erfðaskráin
var gerð. Vitnið, sem Brinkley hafði
ætlað sér að ryðja úr vegi, hafði hins
vegar aðra sögu að segja. Það sagði
blátt áfram að það hefði undirskrifað
erfðaskrána í veitingahúsinu. Og nú lét
saksóknarinnar bombuna springa: —
Hann benti á, að þrennskonar blek væri
á erfðaskránni, og væri það sönnun þess,
að vitnin og látna ekkjan hefðu ekki
undirskrifað erfðaskrána samtímis.
Nú sá Brinkley sitt óvænna og ját-
aði fölsunina. Maðurinn, sem hann hafði
ætlað að drepa, sagði ennfremur frá
því, að Brinkley hefði grátbænt sig og
hótað sér öllu illu á víxl til þess að
fá sig til að bera ljúgvitni. Hann kvaðst
sannfærður um, að það væri Brinkley,
sem hefði ætlað að drepa hann með
eitraða ölinu, og þess vegna hefði hann
mannslífin tvö á samvizkunni ....
★
Nú var Brinkley yfirheyrður. Öll
svikamylla hans hrundi og hann varð
tvísaga. Sannanirnir hlóðust upp gegn
honum og loks játaði hann, að hann
hefði smyglað eitraða ölinu heim til
mannsins, sem hann ætlaði að ryðja
úr vegi.
Brinkley var dæmdur til dauða fyrir
tvöfalt morð.
FÁLKINN 23