Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1961, Qupperneq 37

Fálkinn - 14.06.1961, Qupperneq 37
— Ég er hrœddur um að komp- ásinn sé vitlaus. — Dýfirðu ekki of djúpt í máln- inguna, Júlíus? að blöðrunum fyrir manninn! STJÖRNUSPÁIN Hrútsmerkiö. Hamra skal járnið meðan heitt er, segir máltækið og það á einmitt við núna. Verið samt ekki of fljótfær og íhugið allt vel, sem þér ráðist í þessa dagana. Yður hætt.ir stund- um til að færast meira í fang, en þér eruð maður til að anna Nautsmerkið. Það getur oft verið erfitt að taka ákvarðanir, þegar um tvo ólíka kost-i er að ræða. Látið innsæi yðar ráða, því að ekki er víst, að þér veljið betur, þótt þér íhugið málin langtímum saman. Vikan verður að ýmsu leyti skemmtileg og viðburðarík. Tvíburamerkið. Látið ekki slæmt skap og svartsýni ná tökum á yður og draga úr yður mátt. Skapsmunirnir geta valdið yður óþæg- indum og yður hættir til að láta smáhluti setja yður út af laginu. Gætið þess að hafa hemil á þessu, bæði sjálfs yðar vegna og umhverfisins. Krabbamerkið. Þér fáið allt í einu tækifæri til þess að koma þeim áform- um í framkvæmd, sem þér hafið lengi haft í huga. í sam- bandi við það munuð þér þurfa á reynslu yðar og þekkingu að halda og ekki er ósennilegt. að þér þurfið á töluverðu fjármagni að halda. Ljónsmerkið. Manneskja, sem vill yður vel, mun bjóða yður upp á einhvers konar samstarf, og þér ættuð að hugsa yður um tvisvar, áður en þér hafnið því. Yður hættir til að vera stirður í umgengni, en þrátt fyrir það eigið þér fleiri vini en yður grunar. Jómfrúarmerkið. Ef þér einbeitið yður að þeim verkefnum, sem þér hafið nú á hendi, mun árangurinn verða mun betri en þér haldið. Fullkominn friður og samræmi á heimili er nokkuð sem er yður mikilsvirði, ekki sízt. nú. Þér munuð hafa áhyggjur af gefnu loforði, en eina lausnin á því máli er að efna loforðið. V ogarskálarmerkið. Þeir, sem fæddir eru undir þessu merki, munu þurfa á hæfileikum sínum og dómgreind að halda, þar sem þeir munu standa andspænis erfiðu vali í vikunni. Föstudagur- inn verður heppilegastur til þess að taka mikilsverðar á- kvarðanir. Sporðdrekamerkið. Eftir afstöðu stjarnanna að dæma, ætti rólegur tími að fara í hönd. En látið ekki starfslöngunina leiða yður út í ógöngur, en njótið þess að eiga rólega og náðuga daga nú um skeið. Gætið þess að sofa vel og hvíla yður, svo að þér fáið þá hvíld, sem þér þarfnist. B o gmannsmerkið. Þér hafið margvíslegar fyrirætlanir á prjónunum, sem yður ætti að heppnast að framkvæma, ef þér athugið málin með nægilega mikilli rósemi. Eitthvað mun rætast úr fjár- hagsvandræðum yðar, en að líkindum verður það engin end- anleg lausn. S teingeitarmerkið. Þér hafið staðið í erjum, sem sennilega verða úr sög- unni strax í byrjun vikunnar. Þér munuð fá viðurkenningu, sem þér áttuð ekki von á, en mun ylja yður mjög um hjarta- ræturnar. Vikan krefst mikillar vinnu, en sú vinna borgar sig, ef þér haldið rétt á málunum. Vatnsberamerkið. Einhverjir erfiðleikar verða í sambandi við heimilislífið, en þeim getið þér vísað frá með vingjarnlegu brosi og léttri lund. Það verður sitthvað um að vera í vikunni og yður skal ráðlagt. ag hafa augun hjá yður og missa ekki af gull- vægum tækifærum. Fiskamerkið. Það dugar ekki að lifa í eintómum draumórum. Þér verðið að sýna meiri sigurvilja, ef þér eigið ekki að verða undir í samkeppninni, sem ríkir á öllum sviðum mannlífsins. Þér verðið að vera raunsærri, ef þér ætlið að ná því takmarki, sem yður dreymir um. 21. MARZ — 20. APRlL 21. APRlL — 21. MAl 22. MAl - 21. ItTNl 22. lÚNl — 22. IÚLI 23. IÚLI — 23. AGÚST 24. ÁGÚST— 23. SEPT. 24. SEPT. — 23. OKT. 24. OKT. — 22. NÓV. 23. NÓV. - 21. DES. 22. DES. — 20. IAN. 21. IAN. — 19. FEBR. 20. FEBR. - 20. MARZ

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.