Fálkinn - 14.06.1961, Qupperneq 32
Leikföngin -
Frh. af bls. 17
arnir sjá hana aldrei. Hún fer alveg
svona, sko. Og veiztu það; hún er líka
með sprengjur, og hún getur gert árás
allt í einu og skotið á alla mennina,
búmm-búmm-búmm-búmm. Þá fara
alMr í loftvarnarbyrgið og flugvélin
kemur og gerir líka árás á það, og allir
óvinirnir deyja. Svo tek ég marga fanga
og set alla Þjóðverjana í fangelsi. Doddi
lætur mig hafa alla sína tindáta hing-
að til mín. Og allir eru teknir fastir og
skotnir.---En hérna er mín flugvél,
sem bara ég á. Og hún fer miklu hrað-
ar en allar hinar til samans. Ég stýri
henni alltaf sjálfur. En veiztu, hvað hún
flytur? Veiztu það? Nei, þú veizt það
ekki. Það veit enginn nema ég og Dóri,
en Dóri er Breti og hann er Bandamað-
ur minn. Og það má enginn vita leynd-
armálið nema þú. Þú mátt vita, hvað
mín flugvél flytur.
Rauðhærði hnokkinn leggur höndina
á öxl gamla mannsins, teygir sig upp að
eyra hans og hvíslar: Ég skal segja þér
það, en þú mátt ekki kjafta frá. Það er
hernaðarleyndarmál. — Hún flytur
kjarnorkusprengjuna.
Hann sezt aftur niður í gólfið, brosir
ekki lengur, en lítur drýldinn framan
í Didda, óvin sinn, hampar einkaflug-
vélinni sinni og í rödd hans leynir sér
ekkd fögnuðurinn yfir nýju leikfangi. . .
3.
Gamh maðurinn, sem keypt hafði
leikfang til þess að gefa það, hann lét
ekki verða af gjöfinni. Síðla kvölds
gengur hann áleiðis heim. Það hefur
stytt upp og eitthvað hefur dregið úr
storminum. Sigggróin hönd heldur ut-
an um bolta, vafinn í hvítan velktan
pappír. Þegar heim kemur finnur gamli
maðurinn til eirðarleysis, sem hann á
ekki að venjast. Það er eins og hann
geti ekki verið kyrr og heldur ekki
fengið sig til að snerta á neinu. Hann
grípur ekki til bitans, sem liggur þarna
áskorinn á borðinu, nei, ekki gerir hann
það. Hann sezt og hann stendur upp.
Og það er eins og hann ætli sér að
ganga um gólf, en það er varla að hann
hafi nokkuð gólf til að ganga á. Her-
bergiskytran hans hefur aldrei verið
jafn þröng. Og loksins fær hann sér
sæti, eins og hann ætli að fara að vinna,
en hann ætlar ekki að fara að vinna.
Eftir nokkra stund rekur hann bréf-
slitrurnar utan af leikfanginu og leyfir
sér að snerta það. Það hefur hann ekki
þorað áður, af ótta við að það kynni
að skemmast. Hér heldur hann á fyrsta
tilbúna búðarleikfanginu, sem hann
hefur eignazt um dagana. Það er skrít-
ið finnst honum, að hann skuli hafa
tekið upp á þessu. Hann ætlaði svo sem
að gefa það. Sú var meiningin. En hann
32 FÁLKINN
hætti við það. Og nú heldur hann á
þessum litla, mjúka knetti, sem er með
alls konar rákum og í fjölmörg-
um litum. Einna líkastur hnett-
inum, sem við búum á, mennirn-
ir. Svona lítur hann víst út, séður af
himnum. Svona segja þeir, að heimur-
inn sé. Trúlegt. Ekki ber að rengja það.
Höndin fer upp í skeggið. Svo sitja
menn á rökstólum úti í löndum og
þrátta um yfirráðin yfir þessum hnetti.
Þeir gera vonandi sitt bezta til þess að
allt fari vel. Sultardropinn er enn á
nefinu, án þess gamli maðurinn finni
fyrir því. Bráðum sprengja þeir
kannski jarðkringluna undan manni og
hvað þá? Fleiri en Krukkur hafa spáð
heimsendi. Kjarnorkusprengjan, segja
þeir. Sultadropinn fellur af nefi gamla
mansins og niður á hnattlíkanið og set-
ur stóran brúnan blett, þar sem áður
var glansandi tígulreitur eins og iðja-
grænt land. Þannig eyðileggur mann-
skepnan jarðkringluna. Æijá. Og börn-
in læra að beita vopnum. Leikföng. Ó-
jújú, leikföng. Hnötturinn er leikfang-
ið. Hvers vegna að vera að gefa börn-
um gervihnött? Nei. Litlum rauðhærð-
um drengjum vex fiskur um hrygg
fyrr en varir, Og þeir líta ekki við því,
sem hann hefði gert sér að góðu, þegar
liann var barn. í gær var það fugl úr
ýsubein.i, í dag er það vélin, á morgun
verður það stríðið. Þetta er allt mjög
merkilegt. Gamli maðurinn veit ekki
fyrri til en hann hefur sjálfur gloprað
jarðkringlunni út úr höndunum á sér.
Og hún skondrar samkvæmt lögmálinu
ertnislega um gólfið, rekst á borðfót og
veltur síðan inn í rúmkrókinn hjá tó-
baksfjölinni.
Kartöflur -
Frh. af bls. 30
Hasselbalch kartöflur.
10 meðalstórar kartöflur
150 g smjörlíki, brætt.
Salt
Steinselja.
Flysjið kartöflurnar og skerið þær
í frekar þunnar sneiðar, þó þannig, að
þær hangi saman að neðanverðu. Sett-
ar í smurt, eldfast mót. Breiðið dálítið
úr „blöðunum“. Dálitlu af bræddu
smjörlíki hellt yfir kartöflurnar og þær
settar inn í heitan ofn í 40 mínútur.
Hellið því sem eftir var af smjörlíkinu
yfir smátt og smátt, einnig ausið yfir
kartöflurnar þeirri feiti, sem safnazt
hefur í mótið. Salti stráð yfir kartöfl-
urnar og saxaðri steinselju, ef til er.
Bornar fram sjóðandi heitar með steiktu
kjöti.
Hrásteiktar kartöflur.
% kg flysjaðar kartöflur
3 msk. smjörlíki
Salt og pipar.
Skerið kartöflurnar í sneiðar, settar
í brúnaða feitina á pönnu. Steiktar við
vægan hita í nál. 20 mínútur. Snúið
kartöflunum oft og hristið pönnuna.
Salti og pipar stráð yfir, þegar kartöfl-
urnar eru meyrar. Steinselja á vel við.
Stokkhólms-kartöflur.
Vz kg soðnar, flysjaðar kartöflur
2 msk. smjör
2 msk. brauðmylsna
Salt, pipar
Söxuð steinselja.
Skerið kartöflurnar í bita. Bræðið
smjörið á pönnu, veltið kartöflunum þar
upp úr, stráið brauðmylsnunni yfir.
Steikt þar til þær eru jafnbrúnar. Salti
og pipar stráð yfir. Saxaðri steinselju
stráð yfir, þegar þær eru bornar fram.
Gleymið svo ekki hrærðum kartöfl-
um, sem eru sérlega ljúffengar með
ýmsum fiskréttum, frönskum kartöflum,
brúnuðum kartöflum o. s. frv.
Sumarhanzkar -
Frh. af bls. 30
kringum hann að efri brún hanzkans.
Garnið slitið frá og dregið gegnum
lykkjuna. Nú er hanzkinn heklaður sam-
an á röngunni með fp. Klaufin í hlið-
inni er 19 fp. á dýpt.
Manséttan: Byrjið efst í klaufinni og
heklið 1 röð fp. með r. eftir brún hanzk-
ans og klaufarinnar, því næst 1 röð
fp. með hv., heklið 3 fp. í 1 fp. á horn-
unum. í þessari röð er heklað hnappa-
gat handarbaksmegin: heklið 3 lp.,
hlaupið yfir 3 fp., 1 fp. Síðan er hekl-
uð röð fp. með hv. alla leið, því næst
1 röð r., 2 raðir hv., 1 röð h., og 2 raðir
hv. Þessar síðustu raðir á aðeins að
hekla að klaufinni. Að lokum er 1 röð
r. hekluð alla leið. Garnið slitið frá
og dregið gegnum lykkjuna.
Hnappurinn: Vefjið rauðu garni nál.
20 sinnum kringum mjóan blýant, sleg-
ið fram af og saumað með þéttri kapp-
mellu kringum hringinn. Saumaður í.
KINA -
Frh. af bls. 29
við aðra á sama grundvelli. Hérna er
ég til dæmis með finnskan lista, sem
ferðaskrifstofur þar hafa gefið út sam-
eiginlega yfir allar ferðir sumarsins í
Finnlandi. Mér finnst að þetta mætti
mjög vel taka upp hérna.
★
Guðmundur var í óðaönn að ganga
frá bréfaskriftum til útlanda, er við
litum inn hjá honum. Við truflum hann
því ekki frekar að sinni, en óskum
hinni ungu ferðaskrifstofu hans góðs
gengis í framtíðinni.