Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1961, Side 24

Fálkinn - 14.06.1961, Side 24
Ffynit sagðist skyfdi koma aftur og hafa peningana með sér. En hann hafði ekki nema þrjátíu pund í kaup... SMÁSAGA EFTIR JOHN SINCLAIR THOMAS FLYNN hafði aldrei verið upp á kvenhöndina. Hann var háseti á enska vöruskipinu „Queen Maud“ og elskaði skipið sitt. Og þar næst elskaði hann hafið, sem hann sigldi á. En nú brá svo við, að hann gat ómögu- lega gleymt fallega stúlkuandlitinu, er hann hafði séð. Hann gat ekki sofnað en bylti sér sitt á hvað 1 rekkjunni sinni, þessa hvassviðrisnótt í Basra. Hann var svo ókyrr að Jim O’Farrell klefanautur hans varð önugur og skipaði honum að 'hætta þessu og sofna. — Ég er á morgunvaktinni og þú Jæt- ur svo illa, að mér er ómögulegt að fá dúr á auga, sagði stóri, rauðhærði ír- inn og var önugur. — Hvers vegna get- urðu ekki sofríað? Hefurðu drepið mann? — Það er útaf þessari stúlku, and- varpaði Flynn. — Hvaða stúlku? írlendingurinn settist upp í rekkjunni, af eintómri forvitni. — Stúlkunni, sem ég hitti i „Sjö tunglunum" — kaffihúsinu hans Ahm- eds. — Þeim svaða stað! tautaði O’Farrell syfjulega. — Það er óhugsandi að nokk- ur stelpa, sem hægt er að líta á, sé þar. — Hún er svo falleg, sagði Flynn lágt. — Ég hef aldrei séð stúlku, sem kemst í hálfkvisti við hana . . . — Ef þú ferð ekki að sofa undir eins, skal ég sjá um að þú sjáir aldrei neina stelpu framar. Því að ef ég fæ ekki svefnfrið skaltu vera dauður áður en . . . Flynn þagnaði. En hann lá lengi og hugsaði um stúlkuna með dimmu aug- un og svarta hárið niður á axlir. Og brosið var dularfullt og órannsakan- legt eins og bros Monu Lisu. Loksins sofnaði hann. En það fyrsta sem honum varð hugsað til þegar hann vaknaði, var hvernig hann ætti að geta hitt stúlkuna aftur. Það var ekki langt þangað til skipið hans átti að sigla til Englands. Flynn bað um kaffi og svipaðist um eftir stúlkunni. En hann hafði setið heilan klukkutíma í salnum áður en hann fékk að sjá hana. Hún kom fram fyrir fortjald innst í „Sjö tunglunum" og fór að tína • saman óhreina bolla og annan borðbúnað. Og loks kom hún að borðinu hans. — Hvað heitirðu? spurði Flynn. Stúlkan yppti öxlum til að sýna að hún skildi ekki hvað hann sagði. Flynn reyndi að gera sig skiljanlegan með þeim fáu orðum, sem hann kunni í arabisku. En það dugði ekki. Samt horfði hún jafn innilega á Flynn og hann horfði á hana. En nú skaut upp einum af þessum óhjákvæmilegu „leið- sögumönnum", sem alls staðar eru að þvælast í austurlöndum. — Ég hjálpar! sagði hann á klaufalegri ensku. — Ég hjálpa þér að tala við stúlkuna. Flynn hikaði um stund. Skipstjórinn hans hafði varað hann við að gefa sig á tal við stúlkur á þessum slóðum, því að alltaf yrðu illindi og áflog út úr slíku, og sjómaðurinn ætti á hættu að hnífur yrði rekinn á kaf milli herða- blaðanna á honum áður en hann vissi af. Samt sagði Flynn: — Spurðu hana hvað hún heiti. Og svo laumaði hann krónu í lófa hans um leið. Hann talaði við stúlkuna, og sagði síð- an að hún héti Kawahkib. — Spurðu hvort hún megi setjast við borðið hjá mér og drekka kaffi, sagði Flynn við túlkinn. Arabinn blaðraði eitthvað meira, og Flynn sá að stúlkan varð hrædd. Hún sagði eitthvað við Arabann. — Hún segir að maðurinn sem eigi hana . . .Meira komst hann ekki til að segja, því í þessum svifum kom stór og feitur Arabi að borðinu og spurði: — Er eitthvað að? — Nei, sagði Flynn. — En mér leidd- ist bara, og ætlaði að bjóða stúlkunni að drekka kaffibolla með mér. Arabinn sló túlkinn í hausinn og kall- aði eitthvað, sem var líkt: — Hubba- hubba! Svo sagði hann við Flynn: •— Auðvitað má stúlkan sitja hjá yður. Pantið þér — ég skal koma með það sem þér viljið. Þetta var skrítinn samfundur. Stúlk- an settist beint á móti Flynn, en hvor- ugt gat skilið hvað hitt sagið. En þá bar þarna að ítala, sem var að vinna í skipi, sem lá utaná „Queen Maud“, og hann gekk beint að borðinu sem Flynn sat við. Þeir höfðu sést oft áður og voru málkunnugir. Og fiú kom það á daginn, að sá ítalski var slampfæ.r í arabisku. — Seztu hérna, Antonio, hvíslaði Flynn og leit í laumi til gestgjafans, sem stóð fyrir innan diskinn. — Þú verður að hjálpa mér. ítalinn glotti, skildi hvernig á stóð, og settist hjá þeim. Gestgjafinn kom með meira kaffi og koníak, og Flynn tók eftir að stúlkan leit undan, hvenær sem hann reyndi að horfa í augun á henni. Honum leizt betur og betur á hana. — Það mun vera þetta, sem kallað er ást við fyrstu sýn, sagði hann við mig fyrir nokkru. — Ég er orðinn ástfang- inn upp í hársrætur. ítalinn skildi þegar í stað hvað á spítunni hékk. Hann talaði við Kawah- kib og þýddi jafnóðum fyrir Flynn, sem virtist fremur ógáfulegur fyrst í stað. En svo hreifst hann með af mælsku og handapati ítalans. — Henni leizt bráðvel á þig, undir eins og hún sá þig hérna í gær, sagði sá ítalski. — Segðu henni að ég elski hana líka, svaraði Flynn. — Ég vil giftast henni ef hann pabbi hennar vill leyfa henni það. — En ég fer héðan annað kvöld, svo að við verðum að giftast á morgun — ef henni verður leyft það. Og svo get ég sent hana heim til hennar mömmu minnar í Englandi á eftir. ítalinn túlkaði þetta og Flynn sá að stúlkan varð allt í einu alvarleg. Hún talaði lengi við Antonio, en Flynn hélt í höndina á henni undi.r borðinu á með- an. — Þú getur ekki gifst henni, sagði ítalinn loksins. Hún er ófrjáls mann- eskja — ambátt. — Ambátt? Hvaða bull er þetta? En Antonio skýrði fyrir honum hvernig í öllu lá. — Hún er af fátæku fólki í Mosul, hér norður í landi. Þegar faðir hennar dó kom móðir hennar henni fyrir hjá frænda sínum, sem hét Hassan. Hann var jafn bláfátækur og foreldrarnir, og seldi stúlkuna öðrum Araba fyrir hundrað dollara. Og sá Arabi seldi hana aftur Ahmed, gest- gjafanum hérna, fyrir 135 dollara. Ah- HANN STAL AMBÁT 24 FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.