Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1961, Blaðsíða 26

Fálkinn - 14.06.1961, Blaðsíða 26
údflngaH FRAMHALDSSAGA EFTIR F. MARSCH FJÓRÐI HLUTI Helen þagði. Alvaran og hinn ólgandi kvíði í rödd hans var svo áberandi að þar var ekkert um að villast. Cornell þröngv- aði henni til að fara með sér inn í svefnherbergið, og þar fór hann að fleygja skyrtum og náttfötum ofan í tösku úr svínsleðri. Svo læsti hann henni og sótti frakkann sinn. Það var auðséð á honum, að honum var mjög órótt. „Dettur yður í hug að þér sleppið héðan fyrirhafnarlaust?“ sagði Helen kaldranalega. Cornell leit íbygginn á skammbyssuna. „Húsið er líklega umkringt,“ hélt fréttastúlkan áfram. „Við komum hingað ásamt Lock Meredith, sem er njósnari fyrir vátryggingafélagið „Home & Business“ og fleiri trygg- ingarfélög. Ég held að Lock hafi þegar gert lögreglunni að- vart.“ „Þetta segið þér aðeins til að hræða mig.“ Cornell brosti kaldranalega. „Einkanjósnarar gera lögreglunni aldrei aðvart fyrr en þeir eru þrælvissir um að þeir hafi komizt yfir bráð- ina. Meredith hefur í mesta lagi fáeina menn til varnar á götunni. Og þeir fá nóg að hugsa þegar Terry gerir útrásina. Þá notum við tækifærið á meðan.“ „Við . .. gerið svo vel að vera ekki að blanda mér í þetta!“ „Jú, sannarlega. Haldið þér að ég láti yður sleppa, til þess að geta kjaftað frá? ... Við verðum samferða, eins og ég sagði.“ „Ég hefði ekki átt að kaupa þennan kjól,“ sagði Helen og gretti sig. Hún var ekki enn orðin vonlaus um að geta kom- ið fyrir hann vitinu. Cornell skoðaði hana hátt og lágt. „Það er ekki kjóllinn einn,“ tautaði hann. „Þér eruð í raun- inni stúlka af því tagi, sem ég hef alltaf hugsað mér að lenda í ævintýri með og flýja með . .. Kyssið þér mig!“ „Nei, hægan, hægan!“ Helen hrinti honum frá sér. Sem snöggvast hafði hún gert sér von um að ná skammbyssunni frá honum, en hann sá við því. „Það er ekkert ævintýralegt við Þess háttar flótta,“ sagði hún. „Þér verðið að laumast stað úr stað eins og hundelt rotta, fela yður á lélegum gisti- húsum og vera með sífelldan hjartslátt hvenær sem þér heyr- ið gengið í stiga.“ „Það er betra þegar við erum tvö um það,“ sagði Comell. „Þér haldið það .. . Ér ekki ráðlegra að hætta við þetta áform,“ sagði hún. „Ef þér segið til þess hver það er, sem kveikti í hjá yður, er sennilegt að yfirvöldin reyni að hjálpa yður eftir beztu getu.“ „Þakka yður fyrir, ég þekki þennan tón. Maður skyldi ætla, að þér væruð lögreglustjóri.“ „Hver hjálpaði yður?“ spurði Helen aftur. Cornell hafði opnað gluggann, sem hann stóð við, og hallaði sér út. „Hringið á bifreið," sagði hann. „Eldorado 8-9989.“ Helen tók símann. Hann hafði nánar gætur á að hún veldi rétta númerið. „Hann kemur eftir augnablik,“ sagði hún. „Jæja, hver var það?“ „Hvað er eiginlega um að vera?“ sagði hann, „Er þetta þriðja stigs yfirheyrsla, eða er það sunnudagaskóli? Á ég að standa yður reikningsskil á því, sem ég hef hafst að?“ „Hver veit?“ sagði Helen dreymandi. Kaupmaðurinn hvæsti. Eftir dálitla stund 'heyrðu þau bif- reiðina nema staðar fyrir utan. Cornell tók handtöskuna. 26 FÁLKINN Hann huldi skammbyssuna með teppi, sem hann lagði á hand- legg sér. „Farið þér á undan!“ sagði hann önugur. Hann hjálpaði henni ekki í kápuna. Þegar þau komu út úr lyftunni á neðstu hæð, stöðvaði hann hana. „Þér gengið á undan út úr dyrunum,“ skipaði hann. „Og beint inn í bifreiðina. Ef þér reynið einhver undanbrögð, þá skýt ég yður.“ „Ætli það ....?“ sagði Helen efins. Cornell hristi handlegginn með ferðateppinu. „Þér getið bölvað yður upp á það, — ég svífst einskis núna.“ „Peninga?“ spurði Helen. „Ég skil ekki hvað þér eigið við. Ég hef næga peninga. Svona, komizt þér nú áfram!“ „Ég er að tala um peningana, skaðabæturnar. Þér hafið fengið vátryggingarupphæðina greidda í dag. Þér hafið nátt- úrlega ekki beðið nema um 7000 dollara, annars hefðuð þér vakið grun.“ „Ég hef tékkheftið mitt,“ sagði Cornell reiður. „Ég get tekið út peninga á ávísun á morgun í næsta bæ, áður en bankinn lokar reikningnum mínum.“ „Þér virðist hafa haft hugsun á öllu á þessum stutta tíma,“ muldraði Helen. Hún opnaði dyrnar og gekk út á mann- lausa gangstéttina. Hvergi gat hún séð Lock Meredith, en hún vissi að hann hlaut að vera einhversstaðar nálægur, og tæplega einn. Bifreiðin stóð nokkra metra frá dyrunum og hreyfillinn gekk. Bílstjórinn sat við stýrið. Þegar hann kom auga á

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.