Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1961, Blaðsíða 30

Fálkinn - 14.06.1961, Blaðsíða 30
'hanzht óamamanzaar Hanzkarnir eru stuttir, eins og tízkan segir fyrir. Vilji maður hins vegar, að þeir nái lengra upp, er auðvelt að breikka mansétturnar. Einnig er hægt að lengja eða stytta fingurnar eftir vild. Efni: 4 hnotur perlugarn nr. 5. 2 hnotur í andstæðum lit (fyrirmyndin er hekluð í hvítu og rauðu). Heklunál nr. 3. Skammstöfun: lp. = lausapinni; fp. = fastapinni; 'hv. = hvítt; r. = rautt. 13 fp. = 6 cm. Handarbakið: Fitjið upp 46 lp. með hv. garni og heklið 1 röð af fp. (1 fp. í hvern lp.), því næst röð fp. með r. og því næst 2 raðir með hv., 1 röð r., 1 röð hv., snúið, heklaðar 16 fp. til baka, nú er búið að hekla litlafingurinn. Nú er haldið áfram með baugfingur: Fitjið upp 23 lp., snúið og heklið 52 fp. (upp að brún), því næst 1 röð fp. með r., 2 raðir með hv., 1 röð r., 1 röð hv., snúið og heklið 23 fp. til baka. Langatöng: Fitjið upp 24 lp., snúið og heklið 56 fp., því næst 1 röð fp. með r., 2 raðir hv., 1 röð r., 1 röð hv., snúið og heklið 24 fp. til baka. Vísifingur: Fitjið upp 23 lp., snúið og heklið 54 fp., því næst 1 röð fp. með r., 2 raðir hv., 1 röð r., 1 röð hv., snúið, heklið 35 fp. Þumalfingur: Fitjið upp 19 lp., snú- ið, heklið 38 fp., því næst 1 röð fp. r., 2 raðir hv., 1 röð r., 2 raðir hv., 1 röð r., 1 röð hv. að efri brún. Heklið nú 1 röð fp. í kringum alla fingur, að oddi litlafingurs, garnið slitið frá og dregið gegnum lykkjuna. Lófinn er heklaður með hv. garni. Fitjið upp 48 lp. og heklið 5 raðir fp., snúið og heklið 32 fp. (litli fingur). Baugfingur: Fitjið upp 24 lp., snúið og heklið 5 raðir með 54 fp. í hverri röð, snúið, heklið 33 fp. Langatöng: Fitjið upp 25 lp., snúið og heklið 5 raðir með 56 fp. í hverri röð, snúið, heklið 31 fp. Vísifingur: Fitjið upp 24 lp., snúið og heklið 1 röð með 54 fp., snúið, hekl- ið 16 fp. Þumalfingur: Fitjið upp 19 lp., snú- ið og heklið 59 fp. (fram á odd vísi- fingurs). Þumalfingur og vísifingur eru nú heklaðir saman lófamegin með 5 röð- um fp., því næst er heklað fram að oddi þumalfingurs, haldið áfram í Frh. á bls. 32 Efri mynd: Hasslebalschkartöflur. Neðri mynd: Kross skorinn í hverja kartöflu og smjörbiti settur í sárið. Nú er kominn sá tími, að mestur ljóm- inn er farinn af kartöflunum, og fjöl- skyldan farin að láta illa við þeim. Hvernig væri að reyna að bera þær fram á dálítið breyttan hátt, — því að án þeirra getum við alls ekki verið. Bakaðar kartöflur. Stórar kartöflur, olíu, smjör. Burstið kartöflurnar vel, núið þær með dálítilli matarolíu. Setjið í eldfast mót eða ofnskúffuna. Bakaðar nál. 45 mínútur við 225°. Prófið, hvort þær eru gegnumsteiktar, með því að þrýsta á hliðar þeirra. Skerið kross í hverja kartöflu, setjið smjörbita í sárið. Born- ar fram sjóðheitar með allskonar steikt- um kjötréttum. Frh. á bls. 32

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.