Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1961, Qupperneq 34

Fálkinn - 14.06.1961, Qupperneq 34
Reimleikar - Frh. af bls. 11 inn og kofann ofan á sig á hverju augna- bliki. Fór hann nú að skreiðast á fætur og ætlaði að flýja út. En nú brá svo við, að máttur hans var dvínaður, og hann vissi varla í þennan heim né ann- an. Hann gat þó með erfiðismunum skreiðzt áfram í áttina að dyrunum. En eftir því sem hann nálgaðist dyrn- ar, hörðnuðu hljóð skepnunnar á þak- inu og kofinn nötraði ennþá drauga- legar en nokkurn tíma áður. Jóni sýnd- ist kofaþakið bylgjast undir þunga skepnunnar og árefti allt ganga til, eins og það ætlaði þá og þegar að láta undan og falla á hann ofan. Jóni fannst líða heil eilífð, þar til hann náði kofa- dyrunum. En í þann mund, sem hann var að ná dyrunum, urðu hljóðin og' atgangur skepnunnar ógurlegastur. Líkti hann þeim helzt við, þegar hart skinn er dregið hratt eftir fjörugrjóti eða stór- grýttri sjávarmöl. En þó var hljóðið á kofaþekjunni langtum hryllilegra. O- hljóðin og ólæti gripsins á þakinu nístu Jón ægilega og hann var örvita af ótta og skelfingu, og vissi varla, hvort hann var heims eða helju. En um leið og Jón komst á fjórum fótum út úr kofanum, varð skyndilega logn. Ekkert heyrðist framar. Hann fékk strax mátt sinn aftur. Honum fannst einnig, að mesti óttinn hyrfi, um leið og hann komst undir bert loft. Þó var hann vel vitandi, að hér hefði eitt- hvað óvenjulegt verið á ferðinni, senni- lega draugur, og ekki sem allra bezt artaður. Jóni varð fyrst fyrir að skyggn- ast kringum kofann og athuga, hvort hann sæi skepnuna. En hann sá ekkert, og ekki heldur nein vegsummerki eftir atgang hennar. Þótti honum þetta furðu einkennilegt. Hann eyddi þeim tíma,sem eftir var nætur, til að rannsaka allt úmhverfi nákvæmlega og grandskoðaði hverja laut og mishæð í nágrenninu, en varð einskis var. Þótti honum auð- séð, að hér hefði verið á ferðinni eitt- hvað mjög illkynjað, sennilega draug- ur eða sjódýr. Hvorutveggja var illt, og ekki gott að eiga margar nætur við- skipti né samúð við slíkt. Ekki þorði Jón aftur inn í kofann til að sækja mat sinn. Þegar hann hélt komin vera ris- mál í Krýsivík, hélt hann heim. I Þegar Jón kom heim til bæjar, fór hann inn lagði sig eins og vani hans var. Hann svaf til hádegis. Fór hann þá á fund bónda og sagði honum, að vist sinni væri lokið að þessu sinni, því að hann ætlaði þegar austur í Flóa. Bóndi tók þessu vel, því hann þekkti sérvizku Jóns. Næsta kvöld var unglingur eða ein- hver liðléttingar sendur, til að vaka 34 FÁLKINN yfir engjunum. Hann leitaði einnig hæl- is í kofanum, þar sem Jón hafði verið. Fann hann þar fleti Jóns og hjá því mal hans, með talsverðum matarleif- um. Um morguninn fór hann heim með majinn og afhenti húsfreyju. Þótti henni skrítið, að Jón skyldi hafa skilið matinn eftir hálfetinn, því að hún vissi, að hann var ekki vanur að ganga frá mat sínum leifðum. Sagði hún heimilis- fólkinu frá þessu, og þótti því þetta harla einkennilegt. Ræddi það mikið um þetta sín á milli, og þótti því lík- legt, að eitthvað einkennilegt hefði bor- ið fyrir Jón síðustu nóttina við engj- arnar, og því hefði hann hlaupið svo skyndilega á brott. 4. Það er af Jóni að segja, að hann hélt för sinni rakleiðis áfram, og segir ekki af honum, fyrr en hann kom heim til sín. Hann var venju fremur fámáll, og svaraði litlu, ef spurður var, hvar hann hefði dvalið á leiðinni. Var þó vani hans að tala mikið um þau heim- ili, sem hann dvaldi á og fékk viðvik, og lofa þau fyrir góðan viðgerning og gott atlæti. Þótti foreldrum hans og nágrönnum þetta kynlegt, og grunaði, að eitthvað einkennilegt hefði borið fyr- ir hann að þessu sinni á leið úr verinu. Liðu svo nokkur ár, að Jón fór í ver sem fyrr. En nú brá svo við, að hann fór alltaf fram hjá Krýsivík og falaðist þar ekki lengur eftir viðviki. Þótti fólki þetta undarlegt, og ekki sízt, þegar frétt- ist, að hann hefði skilið við mat sinn hálfetinn í fjárkofanum. Ýmsir spurðu Jón um atvik og atburði næturinnar góðu við Krýsivíkurengjar, en hann svaraði fáu og eyddi því máli jafnan með hægð. Enn liðu mörg ár og ekki sagði Jón berhenti frá atburðum né ævintýrum sínum nóttina við engjarnar í Krýsivík. Eitt sinn var hann staddur á bæ í grennd æskuheimilis síns, þar sem var mikið vinafólk hans, og hann treysti betur en flestum öðrum. Húsfreyjan á bænum var talsvert fyrir þjóðleg fræði og kunni margar dulrænar sögur, sem hún sagði frá á góðri stund. En einmitt í þetta sinn á kvöldvökunni, sagði hún heimilisfólkinu slíkar sögur. Jón hlust- aði á sögur húsfreyju af mikilli at- hygli, og veitti fólkið því eftirtekt, að hann varð venju fremur hrifinn af sög- um húsfreyju. Þar kom, að Jón hóf mál sitt og sagðist eitt sinn hafa orðið var við einkennilega veru í fjárkofa við Krýsivíkurengjar, sem hann hugði helzt vera draug eða einhvers konar sjávar- dýr. Bað húsfreyja hann að segja frá öllum ativikum að þessu. Var hann lengi tregur til, en þar kom að lokum, að Jón sagði sögu þá, sem hér er skráð. Heimildarmaður minn, heyrði söguna og festi sér hana vel í minni. Honum þótti frásögn Jóns öll hin merkasta, og var hún honum minnisstæð alla ævi. Minntist hann þess, að lokinni sögunni hefði Jón berhenti bollalagt talsvert um, hvaða dýr hefði verið hér á ferðinni. Hann var að eðlisfari lítið trúaður á drauga eða yfirnáttúrlega hluti. En hann gat ekki skýrt fyrirbærið við Krýsivíkurengjar á annan veg, en hér hefði verið á ferðinni annað hvort draugur eða sjódýr. En ekki þótti hon- um samt líklegt, að sjódýr hefði verið, því eftir það hefði einhver vegsum- merki sézt. Var honum því næst skapi að halda, að hér hefði verið draugur á ferðinni, sem hefði ætlað að granda sér. Heimildarmaður: Hannes Jónsson, föðurbróðir minn. Ambáttin - Frh. af bls. 25 giftist. Gifstu henni í snatri — og þá er hún orðin ensk! Antonio var lengi að hvísla að stúlk- unni. Svo stóð hann upp. — Við skulum fara, sagði hann við Flynn. Arabinn beið við dyrnar þegar þeir fóru út. — Þér ætlið að koma með peningana? spurði hann og horfði á Flynn. Flynn kinkaði kolli. — Ég skal reyna að ná í þá í dag. En ég er hræddur um að ég nái ekki í alla upphæðina. Það tekur tvo daga. Ég get komið, ekki á morgun heldur hinn. — Hvenær fer skipið? spurði Arab- inn. — Eftir þrjá daga, laug Flynn. Þegar þeir komu út á götuna sagði ítalinn: — Þér tekst aldrei að ná í þessa peninga. Flynn jánkaði. — Þú veizt vel að ég get það ekki. — Þá verðum við að ráða ráðum okkar. Þú verður að ná stúlkunni um borð í skipið. Þú átt eflaust kunningja þar, sem þú getur treyst. Flynn kinkaði kolli. Hann átti marga vini um borð — öllum líkaði vel við Flynn — bæði yfirmönnm og undirgefn- um. Nú gerði Antoni áætlun, sem Flynn átti að framkvæma kvöldið eftir, tveim tímum áður en skipið færi. Svo fór An- tonio aftur í kaffihúsið, bað um kaffi og koníak og hvíslaði mörgu að stúlkunni, þegar gestgjafinn sá ekki til þeirra. Kvöldið eftir var hitabeltisrok í Basra. Og Flynn strekkti móti veðrinu með arabiskan strák á hælunum. Hann leit aldrei við og virtist ofur rólegur. Áætlun Antonios var fylgt út í æsar. Ar- abasrákurinn var um fimm feta hár og grannur, hélt á litlum böggli í blaða- pappír og leit aldrei um öxl, fremur en Flynn. Það stytti upp, er þeir komu á bryggj- una. Þar sat arabiskur ferjumaður í bát og beið. Hann leit upp; þegar hann sá Flynn koma með arabiska strákinn. — Sjáið þér vöruskipið þarna úti?

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.